„Alltaf best að hafa mömmu hjá sér“

Barnaföt | 6. janúar 2024

„Alltaf best að hafa mömmu hjá sér“

Líf kærustuparsins Helgu Bjargar Loftsdóttur og Remmel Osei-Brissett breyttist til muna þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. Parið bjó þá í Lundúnum í Bretlandi og var ekki á áætlun hjá þeim að flytja til Íslands í bráð. Óléttan breytti því.

„Alltaf best að hafa mömmu hjá sér“

Barnaföt | 6. janúar 2024

Helga og Remmel ákváðu að flytja frá Lundúnum til Íslands …
Helga og Remmel ákváðu að flytja frá Lundúnum til Íslands eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni. Ljósmynd/Aðsend

Líf kær­ustupars­ins Helgu Bjarg­ar Lofts­dótt­ur og Rem­mel Osei-Bris­sett breytt­ist til muna þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. Parið bjó þá í Lund­ún­um í Bretlandi og var ekki á áætl­un hjá þeim að flytja til Íslands í bráð. Ólétt­an breytti því.

Líf kær­ustupars­ins Helgu Bjarg­ar Lofts­dótt­ur og Rem­mel Osei-Bris­sett breytt­ist til muna þegar þau komust að því að þau ættu von á barni. Parið bjó þá í Lund­ún­um í Bretlandi og var ekki á áætl­un hjá þeim að flytja til Íslands í bráð. Ólétt­an breytti því.

Helga flutti til Lund­úna árið 2021 til að leggja stund á nám við Qu­een Mary há­skól­ann. Þar sótti hún sér meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja. Eins og marg­ir þekkja kem­ur lífið manni oft á óvart og áætlan­ir manns breyt­ast. Það var held­ur bet­ur raun­in fyr­ir Helgu því eft­ir rúmt ár í Lund­ún­um kynn­ist hún ást­inni sinni og ákveður að flytja ekki heim til Íslands eft­ir út­skrift.

„Þegar ég flyt út þá ætlaði ég mér ekki að vera lengi en ég ílengd­ist eft­ir að ég kynnt­ist kær­ast­an­um mín­um. Þegar ég varð ólétt þá ákvað ég að koma heim því að allt baklandið mitt er hérna heima. Það er auðvitað alltaf best að hafa mömmu hjá sér og geta leitað til henn­ar.“

Helga flutti út til að leggja stund á nám við …
Helga flutti út til að leggja stund á nám við Qu­een Mary há­skól­ann. Fjöl­skyld­an flaug út til henn­ar til að fagna út­skrift­inni með henni. Ljós­mynd/​Aðsend

Ísland mik­il para­dís

Dótt­ir Helgu og Rem­mels fædd­ist í ág­úst. Þau búa núna sam­an í miðbæ Hafn­ar­fjarðar, en Helga ólst upp í bæn­um. Hún seg­ir ekki hafa komið til greina að flytja annað. „Það er best að búa í Hafnar­f­irði, fal­leg­asta firðinum.“

Rem­mel hef­ur frá æsku búið í Lund­ún­um. Spurð hvernig hon­um finn­ist að búa á Íslandi seg­ir Helga: „Hon­um finnst Ísland mik­il para­dís. Hon­um finnst mikið frelsi að búa á Íslandi, það er ekki eins mik­ill hama­gang­ur hér.“

Það er best a búa í Hafnarfirði, að mati Helgu.
Það er best a búa í Hafnar­f­irði, að mati Helgu. Ljós­mynd/​Aðsend

Opnaði net­versl­un

Eft­ir að Helga komst að því að hún væri ólétt fór hún að skoða barna­föt á net­inu. Þá kviknaði hjá henni sú hug­mynd að opna eig­in barnafata­versl­un. Nú rek­ur hún net­versl­un­ina Bella baby sem ein­blín­ir á um­hverf­i­s­væn barna­föt. 

Nafn versl­un­ar­inn­ar hef­ur tvíþætta merk­ingu fyr­ir Helgu. Ann­ars veg­ar þýðir orðið bella fal­leg á spænsku og baby þýðir auðvitað barn á ensku, nafn versl­un­ar­inn­ar er því fal­legt barn á ís­lensku. Hins veg­ar heit­ir dótt­ir Helgu Ísa­bella Ósk og er Bella því stytt­ing á því.

Fyrstu jól Ísabellu voru í fyrra.
Fyrstu jól Ísa­bellu voru í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Eins og er flyt­ur Helga inn tvö barnafata­merki. Annað er frá Nýja Sjálandi en hitt frá Lund­ún­um. Hún sér þó fyr­ir sér að flytja inn fleiri merki og stækka þannig versl­un­ina. Spenn­andi tím­ar séu fram und­an.

mbl.is