Segir allt í lagi með Affleck

Ást í Hollywood | 8. janúar 2024

Segir allt í lagi með Affleck

Hollywood-hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez mættu saman á Golden Globe-verðlaunahátíðina á sunnudaginn. Affleck lét lítið fyrir sér fara og sá Lopez meðal annars um að svara fyrir hegðun hans að undanförnu þar sem hann hefur virst vera í ójafnvægi. 

Segir allt í lagi með Affleck

Ást í Hollywood | 8. janúar 2024

Jennifer Lopez segir allt í himnalagi.
Jennifer Lopez segir allt í himnalagi. AFP

Hollywood-hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez mættu sam­an á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðina á sunnu­dag­inn. Aff­leck lét lítið fyr­ir sér fara og sá Lopez meðal ann­ars um að svara fyr­ir hegðun hans að und­an­förnu þar sem hann hef­ur virst vera í ójafn­vægi. 

Hollywood-hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez mættu sam­an á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðina á sunnu­dag­inn. Aff­leck lét lítið fyr­ir sér fara og sá Lopez meðal ann­ars um að svara fyr­ir hegðun hans að und­an­förnu þar sem hann hef­ur virst vera í ójafn­vægi. 

„Það er allt í lagi með Ben, ég skal full­vissa þig um að þú þarft ekki að hafa áhyggj­ur af Ben,“ sagði Lopez á rauða dregl­in­um við blaðamann frá miðlin­um ET. „Hann hef­ur það gott, hann er ham­ingju­sam­ur. Hann er hérna og er til­nefnd­ur. Ég er slök. Ég skil ekki hvað trufl­ar fólk.“

Þrátt fyr­ir að Aff­leck lét lítið fyr­ir sér fara á rauða dregl­in­um og lét Lopez um að vinna vinn­una sátu þau sam­an á viðburðinum. Þau leyfðu líka ljós­mynd­ur­um að smella af sér mynd þar sem þau föðmuðu hvort annað og kysstu. 

Ben Affleck á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Ben Aff­leck á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni. AFP
Hér má sjá hjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez láta …
Hér má sjá hjón­in Ben Aff­leck og Jenni­fer Lopez láta vel að hvort öðru á rauða dregl­in­um í des­em­ber. AFP
mbl.is