Hamstrið fór úr böndunum

Umhverfisvitund | 10. janúar 2024

Hamstrið fór úr böndunum

Ákvörðunin um breytingu á dreifingu á bréfpokum, sem ætlaðir eru til flokk­un­ar á líf­ræn­um úr­gangi,  var tekin með þá staðreynd fyrir augum að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa nú þegar sótt sér 24 milljónir bréfpoka á rétt rúmu hálfu ári.

Hamstrið fór úr böndunum

Umhverfisvitund | 10. janúar 2024

Þessi ljósmynd barst Sorpu af heimili þar sem íbúi hafði …
Þessi ljósmynd barst Sorpu af heimili þar sem íbúi hafði komið upp safni poka. Ljósmynd/Aðsend

Ákvörðunin um breyt­ingu á dreif­ingu á bréf­pok­um, sem ætlaðir eru til flokk­un­ar á líf­ræn­um úr­gangi,  var tek­in með þá staðreynd fyr­ir aug­um að íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa nú þegar sótt sér 24 millj­ón­ir bréf­poka á rétt rúmu hálfu ári.

Ákvörðunin um breyt­ingu á dreif­ingu á bréf­pok­um, sem ætlaðir eru til flokk­un­ar á líf­ræn­um úr­gangi,  var tek­in með þá staðreynd fyr­ir aug­um að íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa nú þegar sótt sér 24 millj­ón­ir bréf­poka á rétt rúmu hálfu ári.

„Áætlan­ir SORPU gerðu ekki ráð fyr­ir að fólk myndi hamstra poka í þeim mæli sem það gerði. Það er marg­falt meiri kostnaður en gert var ráð fyr­ir í þess­um lið verk­efn­is­ins,“ seg­ir Gunn­ar Dof­ri Ólafs­son, sam­skipta- og þró­un­ar­stjóri Sorpu. 

Þá bend­ir hann á, að niður­stöður Þjóðar­púls Gallup frá því í des­em­ber bendi jafn­framt til þess að fólk hafi farið offari í að hamstra poka og að um 10% íbúa hafi tekið og eigi 800 poka eða fleiri. Það magn af pok­um myndi end­ast heim­ili sem skipt­ir um bréf­poka þriðja hvern dag í um sex og hálft ár.  

Gunn­ar Dof­ri seg­ir að þess­ar 24 millj­ón­ir poka, sem nú þegar séu á heim­il­um, ættu að duga í 1,5 til 2 ár, eft­ir því hvort meðal­heim­ili skipt­ir um poka ann­an hvern eða þriðja hvern dag.

„Hið nýja sam­ræmda flokk­un­ar­kerfi sem sveit­ar­fé­lög­in tóku upp á síðasta ári, er rétt tæp­lega átta mánaða gam­alt – og var ekki að fullu inn­leitt á öllu höfuðborg­ar­svæðinu fyrr en fyr­ir fjór­um mánuðum – og því ljóst að heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu eiga mjög mik­inn fjölda poka í skáp­um og skúff­um, þó svo að þeim gæðum sé að öll­um lík­ind­um nokkuð mis­skipt eft­ir því hversu kræft fólk var við að hamstra poka síðustu mánuði,“ seg­ir í skrif­legu svari til mbl.is. 

Hann seg­ir jafn­framt, að  kostnaður við inn­kaup á pok­un­um hafi þannig orðinn meiri en svo að hægt væri að rétt­læta áfram­hald­andi óbreytta dreif­ingu.

„SORPA og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu geta erfiðlega réttlætt að tryggja …
„SORPA og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu geta erfiðlega rétt­lætt að tryggja íbú­um poka end­ur­gjalds­laust með því mikla aðgengi sem verið hef­ur þegar um­gengni um þá er ekki betri en raun ber vitni.“ mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sóttu sér poka fyr­ir 240 millj­ón­ir

Hann seg­ir að hver poki kosti íbúa tæp­ar 10 krón­ur auk virðis­auka­skatts í inn­kaup­um fyr­ir SORPU og sveit­ar­fé­lög.

Kostnaður við þá poka sem íbú­ar hafi sótt sér á tíma­bil­inu júní til des­em­ber á síðasta ári hafi því verið um 240 millj­ón­ir króna, „og ekk­ert sem benti til þess að búið væri að seðja hung­ur íbúa í bréf­poka, þar sem ekk­ert hægðist á eft­ir­spurn, þrátt fyr­ir að það magn sem þegar hef­ur verið dreift ætti að end­ast höfuðborg­ar­svæðinu öllu lang­leiðina út þetta ár,“ seg­ir Gunn­ar Dof­ri.

Marg­falt meiri kostnaður

„Þetta lag­er­hald fólks og sú stuðnings­yf­ir­lýs­ing við kerfið sem þessi hömstrun hlýt­ur að vera breyt­ir því ekki að með óbreyttri dreif­ingu hefði kostnaður íbúa og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu við inn­kaup á pok­um nálg­ast 500 millj­ón­ir á hverju ári. Áætlan­ir SORPU gerðu ekki ráð fyr­ir að fólk myndi hamstra poka í þeim mæli sem það gerði,“ seg­ir enn frem­ur. 

„Það er marg­falt meiri kostnaður en gert var ráð fyr­ir í þess­um lið verk­efn­is­ins sem er ekki fjár­hags­lega sjálf­bært og ekki for­svar­an­leg nýt­ing á fjár­mun­um SORPU og út­svars­greiðenda á höfuðborg­ar­svæðinu og hefði að óbreyttu kallað á meiri hækk­an­ir á gjald­skrá SORPU.“

Pok­arn­ir nýtt­ir í aðra hluti

Þá bend­ir Gunn­ar Dof­ri á, að það hafi einnig komið í ljós, að fólk og stofn­an­ir nýttu poka í öðrum til­gangi en þeir voru ætlaðir.

„Stytt­ur, glös og annað smá­legt kom til að mynda inn­pakkað í poka und­ir mat­ar­leif­ar í gám Góða hirðis­ins, og skól­ar og leik­skól­ar á höfuðborg­ar­svæðinu nýttu pok­ana í jóla­fönd­ur. SORPA og sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu geta erfiðlega rétt­lætt að tryggja íbú­um poka end­ur­gjalds­laust með því mikla aðgengi sem verið hef­ur þegar um­gengni um þá er ekki betri en raun ber vitni.  Íbúar munu geta sótt bréf­poka á ein­hverja af þeim sex End­ur­vinnslu­stöðvum sem SORPA rek­ur og í versl­un Góða hirðis­ins á Köll­un­ar­kletts­vegi 1.“

mbl.is