Sakar þau um að kaupa sér vinsældir barnanna

Kardashian | 11. janúar 2024

Sakar þau um að kaupa sér vinsældir barnanna

Shanna Moakler, fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Travis Barkers, sakar hann um að kaupa sér hylli barnanna með dýrum gjöfum og upplifunum sem hún hefur ekki efni á.

Sakar þau um að kaupa sér vinsældir barnanna

Kardashian | 11. janúar 2024

Shanna Moakler, Travis Barker og Kourtney Kardashian.
Shanna Moakler, Travis Barker og Kourtney Kardashian. Samsett mynd

Shanna Moakler, fyrr­ver­andi eig­in­kona og barn­s­móðir Tra­vis Bar­kers, sak­ar hann um að kaupa sér hylli barn­anna með dýr­um gjöf­um og upp­lif­un­um sem hún hef­ur ekki efni á.

Shanna Moakler, fyrr­ver­andi eig­in­kona og barn­s­móðir Tra­vis Bar­kers, sak­ar hann um að kaupa sér hylli barn­anna með dýr­um gjöf­um og upp­lif­un­um sem hún hef­ur ekki efni á.

Þau voru gift í fjög­ur ár og sam­an eiga þau börn sem eru 18 og 20 ára. 

Í nýj­um hlaðvarpsþætti seg­ir hún hann eiga við drykkju­vanda.

„Hann gerði mér tölu­verðan grikk. Áfeng­is­vanda­mál­in, fíkn­in og kven­sem­in,“ sagði Moakler í hlaðvarpsþætt­in­um Bunnie XO's Dumb Blonde. Þá seg­ir hún að fjöl­skylda nú­ver­andi eig­in­konu hans, Kourt­ney Kar­dashi­an, sé ógeðsleg.

Hún sak­ar Bar­ker einnig um að snúa börn­un­um gegn sér.

„Farið og gerið það sem þið þurfið að gera. Þegar þið eruð til­bú­in þá verð ég hér og elska ykk­ur skil­yrðis­laust,“ sagði hún til barna sinna. „Ég verð hér sem móðir ykk­ar og mun bíða. Það er það sem ég gerði.“

„Hann vildi alltaf vera of­urpabbi. Ég er best­ur og allt það. Já þú vinn­ur, þú átt all­an pen­ing­inn.“

Moakler trú­ir því að börn­in hafi hrif­ist af frægðinni og hún geti ekki keppt við það.

„Það var mikið um frægð og glamúr. Þau horfðu á þau í sjón­varp­inu og nú er pabbi þeirra hluti af þess­um heimi og þau verða með í sjón­varpsþátt­un­um. Ég held að þau hafi hrif­ist með þessu öllu. Það ger­ist með unga krakka.“

„Þau eru að kaupa merkja­vör­ur handa þeim og taka þau með á viðburði þar sem þau hitta Kanye. Allt þetta stóra. Ég get ekki gefið þeim það. Ég hef ekki aðgang að slíku. Ég á ekki pen­inga til þess að gera slíka hluti. Ég get ekki keypt Prada vör­ur aðra hvora viku. Ég get það ekki.“

„Húsið mitt er ekki höll eins og hjá Tra­vis. Ég á ekki bíósal. Ég á ekki golf­bíla fyr­ir krakk­ana að keyra um á.“

mbl.is