Jökulhlaupið hefur náð hámarki

Grímsvötn | 14. janúar 2024

Jökulhlaupið hefur náð hámarki

„Miðað við óróann sem við erum að sjá þar þá virðist jökulhlaupið hafa náð hámarki seint í gærkvöldi eða í nótt.“

Jökulhlaupið hefur náð hámarki

Grímsvötn | 14. janúar 2024

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Miðað við óró­ann sem við erum að sjá þar þá virðist jök­ul­hlaupið hafa náð há­marki seint í gær­kvöldi eða í nótt.“

„Miðað við óró­ann sem við erum að sjá þar þá virðist jök­ul­hlaupið hafa náð há­marki seint í gær­kvöldi eða í nótt.“

Þetta seg­ir Bryn­dís Ýr Gísla­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Jök­ul­hlaupið í Grím­svötn­um hófst á fimmtu­dag og var það talið munu ná há­marki um helg­ina. Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á fimmtu­dag vegna hlaups­ins.

Eng­in merki um eld­gos

„Vatns­hæð og rennsli held­ur áfram að vaxa í ánni eins og er. Það gæti verið að það haldi áfram eitt­hvað fram eft­ir en við bú­umst við lækk­un í ánni sjálfri í nótt eða á morg­un.“

Bryn­dís seg­ir eng­in merki um eld­gos á þess­ari stundu. „Það er eng­inn gosórói sem við erum að sjá, það eru fá­ein­ir skjálft­ar sem við höf­um séð.“

Hún bend­ir á að árið 2021 hafi orðið hlaup en ekk­ert eld­gos hafi brot­ist út í kjöl­farið.

„Síðast þegar það varð svona at­b­urðarrás, það er að segja jök­ul­hlaup og gos í kjöl­farið, var árið 2004 og þar áður árið 1934 og 1922. Það hafa samt al­veg brot­ist út gos á milli þess.“

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að komi til goss yrði það lítið og stæði yfir í ör­fáa daga.

mbl.is