Órói tengist suðu í jarðhitakerfinu

Grímsvötn | 15. janúar 2024

Órói tengist suðu í jarðhitakerfinu

Jarðskjálftamælir á Grímsfjalli hefur sýnt aukinn hátíðnióróa frá miðnætti í dag. Er hann talinn tengjast suðu í jarðhitakerfinu í Grímsvötnum sem gjarnan kemur fram í lok jökulhlaupa. 

Órói tengist suðu í jarðhitakerfinu

Grímsvötn | 15. janúar 2024

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Jarðskjálfta­mæl­ir á Gríms­fjalli hef­ur sýnt auk­inn hátíðnióróa frá miðnætti í dag. Er hann tal­inn tengj­ast suðu í jarðhita­kerf­inu í Grím­svötn­um sem gjarn­an kem­ur fram í lok jök­ul­hlaupa. 

Jarðskjálfta­mæl­ir á Gríms­fjalli hef­ur sýnt auk­inn hátíðnióróa frá miðnætti í dag. Er hann tal­inn tengj­ast suðu í jarðhita­kerf­inu í Grím­svötn­um sem gjarn­an kem­ur fram í lok jök­ul­hlaupa. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands. 

Þar seg­ir að vatns­hæð í Gígju­kvísl hef­ur verið nokkuð stöðug frá því í nótt sem bend­ir til þess að rennsli í ánni sé í há­marki. Bú­ast má við að rennsli fari hægt minnk­andi næstu daga þar til hlaup­inu lýk­ur.

Sam­bæri­leg­ur hátíðniórói hef­ur mælst í síðustu Grím­s­vatna­hlaup­um sem ekki hafa hleypt af stað eld­gosi. Ef til eld­goss kæmi í Grím­svötn­um er gert ráð fyr­ir því að ákafr­ar aukn­ing­ar í smá­skjálfta­virkni yrði vart áður en gos hæf­ist.

Lít­il jarðskjálfta­virkni hef­ur verið í Grím­svötn­um í dag og um helg­ina, en frá því á föstu­dag hafa átta jarðskjálft­ar mælst þar, all­ir und­ir tveim­ur að stærð.

mbl.is