Ástandið í Rauðahafi stigmagnast

Jemen | 16. janúar 2024

Ástandið í Rauðahafi stigmagnast

Jemenskir Hútar hafa staðið fyrir fjölda árása í Rauðahafinu undanfarnar vikur. Árásir á Rauðahafinu hafa truflað siglingar á svæðinu og varar forsætisráðherra Katars við frekari afleiðingum. Ástandið hefur stigmagnast í kjölfar loftárása Bandaríkjamanna og Breta. 

Ástandið í Rauðahafi stigmagnast

Jemen | 16. janúar 2024

Hútar á Rauðahafi.
Hútar á Rauðahafi. AFP

Jem­ensk­ir Hút­ar hafa staðið fyr­ir fjölda árása í Rauðahaf­inu und­an­farn­ar vik­ur. Árás­ir á Rauðahaf­inu hafa truflað sigl­ing­ar á svæðinu og var­ar for­sæt­is­ráðherra Kat­ars við frek­ari af­leiðing­um. Ástandið hef­ur stig­magn­ast í kjöl­far loft­árása Banda­ríkja­manna og Breta. 

Jem­ensk­ir Hút­ar hafa staðið fyr­ir fjölda árása í Rauðahaf­inu und­an­farn­ar vik­ur. Árás­ir á Rauðahaf­inu hafa truflað sigl­ing­ar á svæðinu og var­ar for­sæt­is­ráðherra Kat­ars við frek­ari af­leiðing­um. Ástandið hef­ur stig­magn­ast í kjöl­far loft­árása Banda­ríkja­manna og Breta. 

Grískt flutn­inga­skip varð fyr­ir flug­skeyti fyr­ir utan Jemen í dag. Frá þessu greindi ör­ygg­is­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í ör­ygg­is­mál­um á hafi.

Skipið sigldi und­ir fána Möltu en var í grískri eigu. Það varð fyr­ir flug­skeyt­inu þegar það átti leið um suður­hluta Rauðahafs­ins í átt norður. Skipið var á leið frá Ísra­el að Súez-skurðinum en breytti þó um stefnu í átt að hafn­ar­svæði í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Ástandið stig­magn­ast

Hút­ar, sem hófu árás­ir á banda­rísk skip á sunnu­dag og mánu­dag í kjöl­far árása Banda­ríkj­anna og Bret­lands á yf­ir­ráðasvæði þeirra í síðustu viku, hafa ekki tjáð sig um árás­ina á flutn­inga­skipið.

Banda­ríkja­menn hafa gert árást­ir á skot­mörk upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen og Hút­ar hafa svarað í sama tón. Hút­ar hafa heitið því að svara árás­um með því að halda sín­um eig­in árás­um áfram á Rauðahafi. 

Árás­ir Húta beind­ust til að byrja með að skip­um tengd­um Ísra­el en eft­ir árás­ir Banda­ríkj­anna og Bret­lands lýstu upp­reisn­ar­menn­irn­ir því yfir að skip tengd ríkj­un­um væru lög­mæt skot­mörk.

Sigl­inga­ör­ygg­is­stofn­un á veg­um breska sjó­hers­ins til­kynnti einnig at­vik á svæðinu án þess að gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar. 

For­sæt­is­ráðherra Kat­ars var­ar við hernaðarí­hlut­un

For­sæt­is­ráðherra Kat­ars hef­ur varað við af­leiðing­um átak­anna í Rauðahafi og sagði hann árás­ir á Jemen geta gert ástandið verra. Hann bæt­ir við að aðrar leiðir séu mögu­leg­ar fyr­ir skip­in en bætti við að „þess­ar leiðir eru ekki skil­virk­ari held­ur eru þær mun óhag­kvæm­ari en nú­ver­andi leið“.

For­sæt­is­ráðherr­ann ít­rek­ar einnig að hernaðarí­hlut­un muni ekki binda endi á átök­in held­ur þvert á móti tel­ur hann hana skapa frek­ari stig­mögn­un.

mbl.is