Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Jemen | 17. janúar 2024

Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Bandarískar orrustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skotmörk uppreisnarmanna Húta í Jemen og beindu spjótum sínum að fjórum flugskeytum af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skipum en Hútar hafa ítrekað beint skeytum sínum að flutninga- og herförum á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöruflutninga til Ísraels.

Bandaríkjamenn ráðast aftur á Húta

Jemen | 17. janúar 2024

Horft yfir skotmark sprengjuárásar Bandaríkjahers að henni lokinni, nærri flugvellinum …
Horft yfir skotmark sprengjuárásar Bandaríkjahers að henni lokinni, nærri flugvellinum í Sanaa. AFP

Banda­rísk­ar orr­ustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skot­mörk upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen og beindu spjót­um sín­um að fjór­um flug­skeyt­um af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skip­um en Hút­ar hafa ít­rekað beint skeyt­um sín­um að flutn­inga- og her­för­um á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöru­flutn­inga til Ísra­els.

Banda­rísk­ar orr­ustuþotur réðust í dag þriðja sinni á hernaðarleg skot­mörk upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen og beindu spjót­um sín­um að fjór­um flug­skeyt­um af þeirri gerðinni sem ætlað er að granda skip­um en Hút­ar hafa ít­rekað beint skeyt­um sín­um að flutn­inga- og her­för­um á Rauðahafi og kveðast vilja stöðva alla vöru­flutn­inga til Ísra­els.

Tveir emb­ætt­is­menn staðfestu við Reu­ters-frétta­stof­una að árás­in hefði átt sér stað og hefði flug­skeyt­un­um verið grandað þar sem þau hefðu verið full­bú­in til skots að skot­mörk­um á haf­inu.

Var árás­in gerð degi eft­ir að flug­skeyti Húta hæfði flutn­inga­skipið Gi­bralt­ar Eagle, skip í banda­rískri eigu skráð á Mars­hall-eyj­um, í gær, mánu­dag.

Flugskeyti og íhlutir í þau fundust í aðgerð SEAL-sérsveitarinnar í …
Flug­skeyti og íhlut­ir í þau fund­ust í aðgerð SEAL-sér­sveit­ar­inn­ar í skipi und­an strönd Sómal­íu í síðustu viku sem kostaði tvo SEAL-menn lífi. Féll ann­ar þeirra í sjó­inn í mik­illi öldu­hæð en hinn kastaði sér á eft­ir hon­um til bjarg­ar „ok kom hvár­tki upp síðan“ eins og sagði af bjarg­inu og ambátt­inni Brák í Eg­ils sögu. Ljós­mynd/​Aðgerðastjórn­stöð Banda­ríkja­hers/​CENTCOM

Ný og harðari afstaða Banda­ríkj­anna

Hút­ar hafa ekki linnt árás­um sín­um þrátt fyr­ir at­lögu Banda­ríkja­manna og Breta að her­stöðvum þeirra á föstu­dag­inn og skrif­ar Reu­ters að árás­in í dag sýni svo ekki verði um villst að Banda­ríkja­her skirrist nú ekki við að ráðast að nýj­um hernaðarleg­um skot­mörk­um á veg­um Húta jafnóðum sem þau finn­ast.

Sýni þetta nýja og harðari af­stöðu banda­rískra stjórn­valda gegn upp­reisn­ar­mönn­un­um og aðgerðum þeirra.

Lögðu hald á ír­önsk flug­skeyti

Í aðgerð SEAL-sér­sveit­ar banda­ríska sjó­hers­ins í síðustu viku lögðu sér­sveit­ar­menn hald á ír­önsk flug­skeyti ásamt íhlut­um í slík flug­skeyti um borð í flutn­inga­skipi und­an strönd Sómal­íu sem sýnt þótti að væri á leið með varn­ing­inn til Húta í Jemen en ír­önsk stjórn­völd styðja Húta og báðar fylk­ing­ar leggja fæð á palestínsku Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in og skjóta Hút­ar því á öll skip sem þeir ætla að flytji varn­ing til Ísra­els sem styðji landið í vær­ing­um þeirra og Ham­as.

Féll liðsmaður SEAL-sveit­ar­inn­ar út­byrðis í mikl­um sjógangi og kastaði ann­ar sér á eft­ir hon­um til að freista björg­un­ar fé­laga síns en báðir hurfu þeir í djúpið.

„Við leit­um nú horf­inna liðsmanna okk­ar ákaft,“ sagði Michael „Erik“ Kurilla, hers­höfðingi og yf­ir­maður CENTCOM, aðgerðastjórn­stöðvar banda­ríkja­hers við sjón­varps­stöðina CNN.

Reu­ters
CNN

mbl.is