Kvenréttindasinnar argir út í Macron: „Láttu legin okkar vera“

Frakkland | 17. janúar 2024

Kvenréttindasinnar argir út í Macron: „Láttu legin okkar vera“

Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron, segir Frakkland þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðingartíðni í landinu, en hún hafi ekki verið lægri síðan undir lok annarrar heimsstyrjaldar.

Kvenréttindasinnar argir út í Macron: „Láttu legin okkar vera“

Frakkland | 17. janúar 2024

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Frakk­lands­for­set­inn Emm­anu­el Macron, seg­ir Frakk­land þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðing­artíðni í land­inu, en hún hafi ekki verið lægri síðan und­ir lok annarr­ar heims­styrj­ald­ar.

Frakk­lands­for­set­inn Emm­anu­el Macron, seg­ir Frakk­land þurfa að grípa til úrræða til að auka fæðing­artíðni í land­inu, en hún hafi ekki verið lægri síðan und­ir lok annarr­ar heims­styrj­ald­ar.

Á blaðamanna­fundi á þriðju­dag sagði Macron mik­il­vægt að Frakk­land myndi „lýðfræðilega end­ur­vopn­ast“. 

Þótti mörg­um áherslu­breyt­ing­ar for­set­ans á fund­in­um gefa til kynna að hann færðist fjær póli­tískri miðju og nær hægrilín­unni, en hann hef­ur átt í aukn­um erfiðleik­um með fylgi við hlið þjóðern­is­sinnaðra hægri flokka. 

Vakti það sér­stak­lega at­hygli að for­set­inn fékk að láni slag­orð öfga-hægri manns­ins og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðand­ans Eric Zemmour:

„Frakk­land ætti áfram að vera Frakk­land.“

End­ur­spegli póli­tíska og sam­fé­lags­lega aft­ur­för

Hét for­set­inn því að ráða bót á fæðing­ar­or­lofi for­eldra og berj­ast gegn ófrjó­semi, sem hann lýsti sem tabúi ald­ar­inn­ar. Í fyrra fædd­ust um 678.000 börn í Frakklandi en það er um 6,6 pró­senta fækk­un frá ár­inu áður.

CIDFF, hjálp­ar­sam­tök kvenna og fjöl­skyldna, lýstu þung­um áhyggj­um af fæðing­ar­stefnu for­set­ans og sögðu hana mjög and­stæða hug­mynd­um um ákvörðun­ar­rétt kvenna yfir eig­in líköm­um. Sögðu þeir um­mæli for­set­ans áhyggju­efni sem end­ur­spegli póli­tíska og sam­fé­lags­lega aft­ur­för.

„Láttu leg­in okk­ar vera,“ sagði Anne-Cecile Mail­fert, formaður Kvenna­stofn­un­ar­inn­ar í Frakklandi á sam­fé­lags­miðlin­um X

Mála­miðlan­ir um ákvæði um þung­un­ar­rof í stjórn­ar­skrá

Um­mæli for­set­ans vekja ekki síður at­hygli í ljósi þess að fransk­ir þing­men tóku í dag fyrsta skrefið í átt að því að setja ákvæði um þung­un­ar­rof í frönsku stjórn­ar­skrána. Þetta verk­efni hef­ur reynst flókið en þing­menn telja orðalag ákvæðis­ins ým­ist ganga of langt eða of stutt.

Macron sjálf­ur til­kynnti lof­orð sitt um að tryggja stjórn­ar­skrár­var­inn rétt til þung­un­ar­rofs í mars. Lof­orðið kom í kjöl­far þess að Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna felldi í úr gildi niður­stöðu í dóms­máli sem tryggði rétt til þung­un­ar­rofs þar í landi.

Laga­nefnd franska þings­ins samþykkti drög að ákvæði sem myndi veita kon­um „frelsi“ til að binda enda á meðgöngu, en ekki vildu all­ir fall­ast á orðalag um að kon­ur hefðu „rétt“ til þung­un­ar­rofs.

Orðalag ákvæðis­ins end­ur­spegl­ar erfiðar mála­miðlan­ir minni­hluta­stjórn­ar Macrons, sem þarf að fá stuðning þriggja af hverj­um fimm þing­mönn­um í þjóðþing­inu og öld­unga­deild­inni til að koma í gegn breyt­ingu á stjórn­ar­skrá. 

Þing­menn á báðum end­um ósátt­ir

Þeir sem hafa lýst mest­um áhyggj­um af áætl­un Macron eru full­trú­ar hægri­flokks­ins Rassem­lem­ent Nati­onal og Re­públíkana­flokkn­um í Frakklandi.

Þing­kon­an Pascale Bor­des, meðlim­ur Rassem­lem­ent Nati­onal, tel­ur áformin vera  „mjög langt frá áhyggj­um venju­legs fólks“ og full­yrti að rétt­in­um til þung­un­ar­rofs í Frakklandi væri „ekki ógnað“.

Em­ilie Bonni­v­ard, þing­kona re­públi­kana, sagði að flokk­ur henn­ar myndi krefjast „jafn­væg­is á milli rétt til þung­un­ar­rofs og rétt barns­ins til að fæðast“, sem og „frelsi lækna“.

Vinstri væng­ur stjórn­mála í Frakklandi gagn­rýna orðalagið og vill sjá að text­inn nefni „rétt“ frek­ar en „frelsi“ til þung­un­ar­rofs.

mbl.is