Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Alec Baldwin | 19. janúar 2024

Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur enn á ný verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin á yfir höfði sér ákæru í New Mexico-ríki fyrir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvikmyndatöku á myndinni Rust. 

Baldwin aftur ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Alec Baldwin | 19. janúar 2024

Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur enn á ný verið ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Baldw­in á yfir höfði sér ákæru í New Mex­ico-ríki fyr­ir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvik­mynda­töku á mynd­inni Rust. 

Banda­ríski leik­ar­inn Alec Baldw­in hef­ur enn á ný verið ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Baldw­in á yfir höfði sér ákæru í New Mex­ico-ríki fyr­ir voðaskot sem hljóp úr byssu við kvik­mynda­töku á mynd­inni Rust. 

Tökumaður­inn Hayl­ina Hutchins beið bana af voðaskot­inu sem varð í októ­ber árið 2021.

New York Times grein­ir frá.

Fengi í mesta lagi 18 mánaða dóm

Ár er síðan Baldw­in var fyrst ákærður fyr­ir mann­dráp en málið var látið niður falla í apríl. Nýtt teymi sak­sókn­ara, Kari T. Moriss­ey og Ja­son J. Lew­is, ákvað að bera málið und­ir kviðdóm sem hef­ur nú ákært Baldw­in. Í New Mex­ico-ríki varðar brotið allt að 18 mánaða fang­elsi.

Lög­menn Baldw­in sögðust í til­kynn­ingu hlakka til að mæta fyr­ir rétt. Bygg­ir leik­ar­inn á því að hon­um hafi verið sagt að byss­an hafi ekki verið hlaðin auk þess sem hann hefði ekki togað í gikk byss­unn­ar.

Rann­sókn á lífs­sýn­um staðfesti þó að hann hafi togað í gikk­inn og olli það því að málið var aft­ur tekið upp.

Rétt­ar­höld­in hefjast á fimmtu­dag

Tólf manna kviðdóm­ur verður kallaður fyr­ir dóm í New Mex­ico-ríki á fimmtu­dag. Að minnsta kosti átta kviðdóm­end­ur þurftu að fall­ast á að málið teld­ist hæft til ákæru.

Baldw­in er ákærður í tveim­ur liðum en get­ur aðeins verið sak­felld­ur fyr­ir einn þeirra. Ann­ar ákæru­liður­inn snýr að mann­drápi af stór­kost­legu gá­leysi en hinn snýr að ótil­hlýðilegri meðferð skot­vopna. 

mbl.is