Telja frumvarp ógna lífskjörum og atvinnufrelsi

Auðlindin okkar | 19. janúar 2024

Telja frumvarp ógna lífskjörum og atvinnufrelsi

Fimm samtök telja frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um ný heildarlög um sjávarútveg veita ráðherra auknar óljósar valdheimildir, vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsins og ógni þannig lífskjörum landsmanna allra.

Telja frumvarp ógna lífskjörum og atvinnufrelsi

Auðlindin okkar | 19. janúar 2024

Samsett mynd

Fimm sam­tök telja frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um ný heild­ar­lög um sjáv­ar­út­veg veita ráðherra aukn­ar óljós­ar vald­heim­ild­ir, vega að rekstr­ar­grund­velli sjáv­ar­út­vegs­ins og ógni þannig lífs­kjör­um lands­manna allra.

Fimm sam­tök telja frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um ný heild­ar­lög um sjáv­ar­út­veg veita ráðherra aukn­ar óljós­ar vald­heim­ild­ir, vega að rekstr­ar­grund­velli sjáv­ar­út­vegs­ins og ógni þannig lífs­kjör­um lands­manna allra.

Í sam­eig­in­legri um­sögn Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Sjó­man­an­sam­bands Íslands, Starfs­greina­sam­bands Íslands og Sam­taka smærri út­gerða seg­ir: „Að virt­um at­huga­semd­um, bæði sam­eig­in­leg­um og sjálf­stæðum, er ekki unnt að mæla með því að það skjal sem hér er til sam­ráðs verði lagt fyr­ir Alþingi sem frum­varp til þing­legr­ar meðferðar.“

Gera sam­tök­in kröfu um að „vandað sé til allra breyt­inga á fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu“ í um­sögn sinni, en frest­ur til að skila um­sögn­um um frum­varp ráðherra rann út á miðviku­dag.

Frum­varpið er afrakst­ur um­fangs­mik­ils stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is und­ir merkj­um „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ sem átti með víðtæku sam­ráði að skapa aukna þjóðfé­lags­lega sátt um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg­inn, en eins og fjallað hef­ur verið um á 200 míl­um hef­ur borið á óánægju með frum­varpið og fátt sem bend­ir til þess að ár­ang­ur ná­ist í að auka sátt um grein­ina á grund­velli þess frum­varps sem kynnt hef­ur verið í sam­ráðsgátt.

Vegið að at­vinnu­frelsi

Í um­sögn­inni vekja sam­tök­in fimm á að þau hafi í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu „gagn­rýnt ým­is­legt er tengd­ist vinnu við Auðlind­ina okk­ar, og þá sér í lagi skort á sam­ráði við þá aðila sem best til þekkja í sjáv­ar­út­vegi.“

Árétta sam­tök­in sér­stak­lega átta at­huga­semd­ir við frum­varp mat­vælaráðherra og segja í fyrstu at­huga­semd að „þrátt fyr­ir að frum­varps­drög­in geri ráð fyr­ir marg­háttuðum breyt­ing­um á stjórn fisk­veiða þá er erfitt að átta sig á meg­in­mark­miðum frum­varps­drag­anna og þörf fyr­ir breyt­ing­ar sem lagðar eru til.“

Telja sam­tök­in vegið „veru­lega að at­vinnu­frelsi og fyr­ir­sjá­an­leika fisk­veiða með því að inn­leiða, án sýni­legr­ar nauðsynj­ar, ýmis kon­ar ákvæði tengd um­hverf­is­rétti. Fisk­veiðar Íslend­inga og öll lög­gjöf þeim tengd er í fullu sam­ræmi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar og al­menn lög hér á landi er varða um­hverf­is­vernd.“

Þá sé verið að hræra í at­vinnu- og byggðakvóta, svo­kölluðum 5,3% potti, með til­heyr­andi óvissu fyr­ir fjölda fyr­ir­tækja, starfs­menn þeirra og byggðarlög.

Jafn­framt eru lagðar til „veru­lega aukn­ar póli­tísk­ar vald­heim­ild­ir ráðherra, með um­fangs­mikl­um og óljós­um reglu­gerðar­heim­ild­um, án þess að færð séu rök fyr­ir að það fyr­ir­komu­lag sé betra en skýr­ar og gagn­sæj­ar regl­ur frá lög­gjaf­ar­vald­inu.“

Ógni lífs­kjör­um

„Lagt er til veru­lega breytt fyr­ir­komu­lag gjald­töku af nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar, sem eyk­ur ógagn­sæi og ýtir und­ir órétt­læti og mis­mun­un. Ekk­ert mat hef­ur farið fram á áhrif­um boðaðrar gjald­töku, þ.m.t. á störf í sjáv­ar­út­vegi og sam­keppn­is­hæfni,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Telja sam­tök­in vegið að rekstr­ar­grund­velli sjáv­ar­út­vegs með slík­um hætti að hætta sé á að gengi krón­unn­ar verður veik­ara en ella og lífs­kjör lak­ari. Einnig er talið að staða þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fisk­veiðum og fisk­vinnslu verði til muna lak­ari.

„Draga mun veru­lega úr nauðsyn­legri fjár­fest­ingu í ný­sköp­un og nýrri tækni, sem er for­senda þess að minnka kol­efn­is­fót­spor at­vinnu­grein­ar­inn­ar og auka enn frek­ar verðmæta­sköp­un frá sjáv­ar­út­vegi,“ full­yrða sam­tök­in fimm.

Und­ir um­sögn­ina rita Árni Sverris­son formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, Ólaf­ur Helgi Marteins­son formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Val­mund­ur Val­munds­son formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Starfs­greina­sam­bands Íslands og Örvar Marteins­son formaður Sam­taka smærri út­gerða.

mbl.is