Ríkisendurskoðun vinnur nú að hraðúttekt um ópíóíðavanda á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni á skýrslan að vera birt upp úr miðjum febrúar. Markmið úttektarinnar er að kortleggja stöðuna á ópíóíðavandanum og birta upplýsingar á einum stað.
Ríkisendurskoðun vinnur nú að hraðúttekt um ópíóíðavanda á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni á skýrslan að vera birt upp úr miðjum febrúar. Markmið úttektarinnar er að kortleggja stöðuna á ópíóíðavandanum og birta upplýsingar á einum stað.
Ríkisendurskoðun vinnur nú að hraðúttekt um ópíóíðavanda á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni á skýrslan að vera birt upp úr miðjum febrúar. Markmið úttektarinnar er að kortleggja stöðuna á ópíóíðavandanum og birta upplýsingar á einum stað.
Ríkisendurskoðun hóf úttekt sína að eigin vanda, en hún beinist að árunum 2017 til og með 2023.
Í úttektinni verður fjallað um stöðu vandans og þróun, stefnu og aðgerðir stjórnvalda, meðferðarúrræði, framboð og kostnað.
Stór hluti vinnunnar hefur verið að afla tölulegra upplýsinga. „Það er kannski ástæðan fyrir því að við fórum af stað í þetta verkefni. Okkur fannst misræmi í tölulegum upplýsingum eftir því hverjir voru að gefa upplýsingarnar,“ segir Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir sviðsstjóri frá Ríkisendurskoðun í samtali við mbl.is.
„Hraðúttektir eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinagóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu,“ kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar.