Hvar er hlýtt og sólríkt í febrúar?

Sólarlandaferðir | 26. janúar 2024

Hvar er hlýtt og sólríkt í febrúar?

Eftir dimman og kaldan janúarmánuð er fátt sem hljómar betur en sól og hiti á suðrænum slóðum. En hvar skyldi vera hlýtt og sólríkt í febrúar?

Hvar er hlýtt og sólríkt í febrúar?

Sólarlandaferðir | 26. janúar 2024

Hvern dreymir ekki um ferðalag á suðrænar og sólríkar slóðir …
Hvern dreymir ekki um ferðalag á suðrænar og sólríkar slóðir í febrúar? Samsett mynd

Eft­ir dimm­an og kald­an janú­ar­mánuð er fátt sem hljóm­ar bet­ur en sól og hiti á suðræn­um slóðum. En hvar skyldi vera hlýtt og sól­ríkt í fe­brú­ar?

Eft­ir dimm­an og kald­an janú­ar­mánuð er fátt sem hljóm­ar bet­ur en sól og hiti á suðræn­um slóðum. En hvar skyldi vera hlýtt og sól­ríkt í fe­brú­ar?

Ferðasér­fræðing­ar hjá Condé Nast Tra­vell­er tóku á dög­un­um sam­an lista yfir bestu áfangastaðina í fe­brú­ar fyr­ir ferðalanga í leit að sól­ríku ferðalagi á spenn­andi slóðir. 

Teneri­fe, Kana­ríeyj­ar

Það er auðvitað hlýtt og sól­ríkt á Teneri­fe, upp­á­halds­eyju Íslend­inga, í fe­brú­ar. Þeir sem vilja hlaða batte­rí­in á kunn­ug­leg­um slóðum geta alltaf treyst á Teneri­fe, en þar að auki er þægi­legt að fljúga þangað og fjöl­breytt gist­ing í boði. 

Meðal­hit­inn í fe­brú­ar er í kring­um 21°C sem er full­komið eft­ir gul­ar og app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir hér heima á klak­an­um. 

Tenerife er alltaf góð hugmynd!
Teneri­fe er alltaf góð hug­mynd! Ljós­mynd/​Pex­els/​Oleks­andr P

Aust­ur­strönd Nýja-Sjá­lands

Þeir sem eru bún­ir að fá sig fullsadda af veðrinu á Íslandi og vilja ferðast enn lengra í burtu geta skellt sér til Nýja-Sjá­lands. Á þess­um árs­tíma er farið að stytt­ast í ann­an enda sum­ars­ins hinum meg­in á hnett­in­um og þykir fe­brú­ar­mánuður einn besti mánuður­inn til að ferðast meðfram aust­ur­strönd Nýja-Sjá­lands. 

Meðal­hit­inn í fe­brú­ar er í kring­um 22°C, en þar að auki býður áfangastaður­inn upp á magnað lands­lag sem sum­um þykir svipa til Íslands á góðum sum­ar­dög­um. 

Mikil náttúrufegurð einkennir Nýja-Sjáland.
Mik­il nátt­úru­feg­urð ein­kenn­ir Nýja-Sjá­land. Ljós­mynd/​Unsplash/​Peter Hammer

Oahu, Hawaii

Þú finn­ur Oahu á milli höfuðborg­ar­inn­ar Honolulu og ró­legri norður- og aust­ur­stranda Hawaii. Áfangastaður­inn er sann­kallaður draum­ur fyr­ir brimbretta­fólk og býður ferðalöng­um upp á töfr­andi suðræn­ar strend­ur.

Meðal­hit­inn í fe­brú­ar er í kring­um 25°C – full­komið hita­stig til að hlaða batte­rí­in á strönd­inni!

Draumur brimbrettafólks!
Draum­ur brimbretta­fólks! Ljós­mynd/​Pex­els/​Jess Loitert­on

Flórída, Banda­ríkj­un­um 

Íslend­ing­ar virðast ekki bara vera hrifn­ir af Teneri­fe held­ur líka af Flórída, enda eru báðir áfangastaðir fjöl­skyldu­væn­ir og veður­sæl­ir. Það er nóg af afþrey­ingu í boði í borg­inni fyr­ir alla ald­urs­hópa, en svo er alltaf vin­sælt að leyfa sól­inni að sleikja sig við sund­lauga­bakk­ann!

Meðal­hit­inn í fe­brú­ar er í kring­um 24°C og ætti því að hitta beint í mark hjá Íslend­ing­um sem vilja ylja sér eft­ir vet­ur­inn.

Flórída klikkar ekki!
Flórída klikk­ar ekki! Ljós­mynd/​Unsplash/​Marcus Lenk

Abu Dhabi

Hita­stigið í Abu Dhabi get­ur verið breyti­legt á þess­um árs­tíma, en þrátt fyr­ir það þá er eitt víst – hita­stigið er hlýtt og þurrt í fe­brú­ar. Það er nóg hægt að gera í borg­inni fyr­ir alla fjöl­skyld­una og það ætti ekki að vera erfitt að fylla aðeins á D-víta­mín byrgðirn­ar þar.

Meðal­hit­inn í fe­brú­ar er í kring­um 25°C – milt og ljúft!

Hlýtt og þurrt loftslag hljómar vel!
Hlýtt og þurrt lofts­lag hljóm­ar vel! Ljós­mynd/​Unsplash/​Jônatas Tin­oco
mbl.is