Elva fór í draumaferð til Taílands

Heimsreisa | 28. janúar 2024

Elva fór í draumaferð til Taílands

Elva Kristín Arnarsdóttir fór í draumaferð til Taílands ásamt manni og börnum sínum tveimur. Hún segir ekki mikið mál að fara alla leið til Taílands þrátt fyrir að börnin séu aðeins tólf og sex ára gömul. 

Elva fór í draumaferð til Taílands

Heimsreisa | 28. janúar 2024

Fjölskyldan fór í ævintýraferð til Taílands.
Fjölskyldan fór í ævintýraferð til Taílands. Samsett mynd

Elva Krist­ín Arn­ars­dótt­ir fór í drauma­ferð til Taí­lands ásamt manni og börn­um sín­um tveim­ur. Hún seg­ir ekki mikið mál að fara alla leið til Taí­lands þrátt fyr­ir að börn­in séu aðeins tólf og sex ára göm­ul. 

Elva Krist­ín Arn­ars­dótt­ir fór í drauma­ferð til Taí­lands ásamt manni og börn­um sín­um tveim­ur. Hún seg­ir ekki mikið mál að fara alla leið til Taí­lands þrátt fyr­ir að börn­in séu aðeins tólf og sex ára göm­ul. 

Elva elsk­ar að ferðast sam­hliða því að reka heild­versl­un. Það var þó mág­kona henn­ar sem skipu­lagði Taí­lands­ferðina og seg­ir hún fjöl­skyld­una virki­lega þakk­láta. „Við vor­um í 15 manna hóp sem gerði ferðina enn skemmti­legri. Við gist­um á fimm mis­mun­andi hót­el­um á Nai Yang Beach, Kra­bi og Kata Beach ásamt því að fara í tvo heila daga á bát þar sem við skoðuðum aðrar eyj­ar í kring þar á meðal eyj­una Phi Phi, Maya Bay, eyj­una Poda, apa­strönd­ina og svo lengi mætti telja, hver ein­asti staður var eins og draum­ur. Við fjöl­skyld­an enduðum svo ferðina með dag­stoppi í Abú Dabí á leið heim og fór­um þar í safarí um eyðimörk­ina og á bak á kam­eldýr­um,“ seg­ir Elva um ferðina.

Elva seg­ir að Taí­land hafi lengi verið á stefnu­skránni. „Við höf­um farið víða en mæl­um einnig mikið með að prufa ar­ab­a­land. Við vor­um ein jól­in í Barein og eins og ég sagði áðan þá vor­um við einn dag í Abú Dabí og okk­ur þyrst­ir í að skoða þessi lönd nán­ar.“

Það toppar fátt að baða sig með fílum í Taílandi.
Það topp­ar fátt að baða sig með fíl­um í Taílandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Var stór ákvörðun að fara með börn í svona langt ferðalag?

„Alls ekki. Börn­in hafa gott af því að sjá heim­inn, sjá hvernig aðrir lifa og upp­lifa mis­mun­andi menn­ing­ar­hópa. Börn­in okk­ar voru al­gjör­lega ást­fang­in af Taílandi eins og við.“

Þó svo að ferðalagið sé langt seg­ir Elva frek­ar ein­falt að fara til Taí­lands. „Þú þyrft­ir í raun bara sund­föt og vega­bréf og þú get­ur drifið þig af stað. Það eru þvotta­hús á hverju horni þar sem þú færð þvott­inn þveg­inn og straujaðan eft­ir nokkra klukku­tíma svo það sem ég ráðlegg fólki helst er að taka sem minnst með sér,“ seg­ir hún. 

Apar urðu á vegi Íslendinganna.
Apar urðu á vegi Íslend­ing­anna.

Fóru út í sjó með fíl­um

Hvað stóð upp úr á ferðalag­inu?

„Það er erfitt að velja úr þar sem ferðin í heild sinni var draum­ur. En að fara út í sjó með fíl­um var því­lík upp­lif­un fyr­ir alla. All­ar þess­ar nátt­úruperl­ur, öll þessi af­slöpp­un og allt þetta dá­sam­lega fólk var klár­lega eitt­hvað sem fékk okk­ur til að elska Taí­land.“

Fílaknús í Taílandi.
Fíla­knús í Taílandi. Ljós­mynd/​Aðsend
Það var líka mikilvægt að slaka á.
Það var líka mik­il­vægt að slaka á. Ljós­mynd/​Aðsend

Er eitt­hvað sem þið mælið með fyr­ir fólk sem er að plana ferð á sömu slóðir?

„Planið ferðalagið vel áður en þið leggið í hann. Verið búin að bóka daga fyr­ir ákveðna afþrey­ingu sem þið ætlið í, bóka bíla, veit­ingastaði og þess hátt­ar og takið sem minnst með ykk­ur. Það er enda­laust hægt að gera og því nauðsyn­legt að vera skipu­lagður. Fríið verður líka mun skemmti­legra og af­slappaðra ef hlut­irn­ir eru planaðir fyr­ir fram.“

Fjölskyldan var búin að skipuleggja sig vel.
Fjöl­skyld­an var búin að skipu­leggja sig vel. Ljós­mynd/​Aðsend
Það var gaman hjá fjölskyldunni í eyðimörkinni.
Það var gam­an hjá fjöl­skyld­unni í eyðimörk­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Ver­um þakk­lát fyr­ir það sem við höf­um

Fundu þið fyr­ir því að þið voruð kom­in í aðra menn­ingu? 

„Það var klár­lega ákveðið menn­ing­ar­sjokk að koma inn á Nai Yang Beach fyrsta dag­inn, þar sem allt er gjör­ólíkt því sem maður er van­ur. En maður er fljót­ur að aðlag­ast og það sem maður tók með sér heim úr svona ferð var einna helst: Ver­um þakk­lát fyr­ir það sem við eig­um og það sem við höf­um, för­um bros­andi út í hvern dag og lif­um líf­inu.“

Ljós­mynd/​Aðsend
Ferðalög minna fólk á að vera þakklátt.
Ferðalög minna fólk á að vera þakk­látt. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var mat­ur­inn? 

„Mat­ur­inn var dá­sam­leg­ur. Við borðuðum fjöl­breytt­an mat og prufuðum marga góða staði en taí­lensk­ur mat­ur er þó eitt­hvað sem stóð al­gjör­lega upp úr. En maður hef­ur heyrt að það borgi sig að velja staðina vel, sleppa klök­um og ekki drekka vatn úr krön­un­um.“

Taíland var eins og draumur.
Taí­land var eins og draum­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru þið byrjuð að plana næstu ferð?

„Við erum alltaf að plana og erum með ým­is­legt sem okk­ur lang­ar að gera á ár­inu, það er fátt betra en að eiga gul­rót eft­ir vinnu­t­arn­ir. Við erum það hepp­in að geta bæði tekið vinn­una með okk­ur út í heim. Taí­land er alla­vega mjög of­ar­lega á lista hjá okk­ur og ég vona að það verði ekki of langt í næstu ferð þangað,“ seg­ir Elva að lok­um. 

Í raun þurfti bara sundföt og vegabréf segir Elva.
Í raun þurfti bara sund­föt og vega­bréf seg­ir Elva. Ljós­mynd/​Aðsend
Hópurinn var duglegur að skoða sig um á meðan hann …
Hóp­ur­inn var dug­leg­ur að skoða sig um á meðan hann slakaði á. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is