„Það helltust yfir mig einhverjar óútskýranlegar tilfinningar“

Fæðingar og fleira | 28. janúar 2024

„Það helltust yfir mig einhverjar óútskýranlegar tilfinningar“

Rúna Tómasdóttir ólst upp í kringum hesta og dýr, en hún var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún keppti á sínu fyrsta hestamóti og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna í íþróttinni. Í dag er Rúna orðin móðir og leggur áherslu á að dóttir hennar, Hrafntinna Rún, fái líka að alast upp í kringum dýrin.

„Það helltust yfir mig einhverjar óútskýranlegar tilfinningar“

Fæðingar og fleira | 28. janúar 2024

Rúna Tómasdóttir ólst upp í kringum hesta og dýr, en …
Rúna Tómasdóttir ólst upp í kringum hesta og dýr, en í dag er hún orðin móðir og leggur áhersla á að dóttir hennar fái líka að alast upp í kringum dúrin. Samsett mynd

Rúna Tóm­as­dótt­ir ólst upp í kring­um hesta og dýr, en hún var aðeins fjög­urra ára göm­ul þegar hún keppti á sínu fyrsta hesta­móti og hef­ur síðan þá unnið til fjölda verðlauna í íþrótt­inni. Í dag er Rúna orðin móðir og legg­ur áherslu á að dótt­ir henn­ar, Hrafnt­inna Rún, fái líka að al­ast upp í kring­um dýr­in.

Rúna Tóm­as­dótt­ir ólst upp í kring­um hesta og dýr, en hún var aðeins fjög­urra ára göm­ul þegar hún keppti á sínu fyrsta hesta­móti og hef­ur síðan þá unnið til fjölda verðlauna í íþrótt­inni. Í dag er Rúna orðin móðir og legg­ur áherslu á að dótt­ir henn­ar, Hrafnt­inna Rún, fái líka að al­ast upp í kring­um dýr­in.

Rúna kem­ur úr mik­illi hesta­fjöl­skyldu. For­eldr­ar henn­ar þau Þóra Þrast­ar­dótt­ir og Tóm­as Ragn­ars­son heit­inn stofnuðu Reiðskól­ann Faxa­ból árið 2000 og voru marg­ir sem stigu sín fyrstu skref í hesta­mennsku und­ir þeirra hand­leiðslu. 

Rúna kemur úr mikilli hestafjölskyldu.
Rúna kem­ur úr mik­illi hesta­fjöl­skyldu.

Í dag stund­ar Rúna nám í viðskipta­fræði með áherslu á markaðsfræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, en síðasta vor lauk hún námi í sta­f­rænni markaðssetn­ingu hjá Sa­hara Aca­demy og seg­ir áhuga­svið sitt án efa liggja þar. Sam­hliða nám­inu vinn­ur Rúna við hesta­mennsku. 

Mik­il gleði og ham­ingja í bland við smá hræðslu

Rúna var 18 ára göm­ul þegar hún kynnt­ist unn­usta sín­um Skúla E. Kristjáns­syni Sig­urz í gegn­um sam­eig­in­lega vini árið 2017. Þau komust svo að því að Rúna væri ófrísk árið 2020 og eignuðust dótt­ur í byrj­un fe­brú­ar 2021. Á heim­il­inu eru einnig tveir hund­ar, þau Aldo og Aría, og svo eru Rúna og fjöl­skylda henn­ar einnig með hest­hús með fullt af hest­um ásamt tveim­ur kis­um. 

Rúna og Skúli kynntust í gegnum sameiginlega vini árið 2017.
Rúna og Skúli kynnt­ust í gegn­um sam­eig­in­lega vini árið 2017.

„Það hellt­ust yfir mig ein­hverj­ar óút­skýr­an­leg­ar til­finn­ing­ar þegar við kom­umst að því að ég væri ófrísk. Það var mik­il gleði og ham­ingja í bland við pínu hræðslu og hugs­un­ina um hvað myndi ger­ast næst. Við vor­um bæði til­tölu­lega ung, en ég var 21 árs þegar ég komst að því að við ætt­um von á barni, og bjugg­um sam­an í stúd­íó­í­búð í bíl­skúrn­um hjá mömmu minni með Aríu hund­inn okk­ar. Þannig þetta voru ansi óvænt­ar en al­veg svaka­lega vel­komn­ar frétt­ir,“ seg­ir hún. 

Að sögn Rúnu gekk meðgang­an heilt yfir mjög vel þrátt fyr­ir að hafa upp­lifað ein­hver óþæg­indi eins og ógleði og mikla þreytu. „Fyrstu vik­urn­ar voru erfiðar útaf ógleði en hún var far­in í kring­um tí­undu til tólftu viku. Þá tók hins veg­ar þessi enda­lausa þreyta við, en ég get lítið kvartað þar sem allt gekk bara von­um fram­ar,“ seg­ir hún. 

Rúna segir að heilt yfir hafi meðgangan gengið vel þrátt …
Rúna seg­ir að heilt yfir hafi meðgang­an gengið vel þrátt fyr­ir að hafa upp­lifað ógleði og mikla þreytu.

„Guð minn góður hvað þetta var erfitt“

Þann 1. fe­brú­ar 2021 kom Hrafnt­inna í heim­inn eft­ir langa fæðingu. „Fæðing­in gekk vel en tók lang­an tíma og guð minn góður hvað þetta var erfitt. Þetta var á þess­um Covid-tíma þar sem mak­ar máttu ekki vera viðstadd­ir nema þegar maður var kom­inn með eitt­hvað ákveðið mikið í út­víkk­un. Ég reyndi þar af leiðandi að tóra eins lengi heima og ég mögu­lega gat því ég ætlaði held­ur bet­ur ekki að hanga ein á spít­al­an­um ef ég þyrfti þess ekki. Í heild­ina tók þetta um 17 til 18 klukku­stund­ir áður en litla dam­an kom í heim­inn,“ seg­ir hún. 

Rúna seg­ir lífið hafa gjör­breyst eft­ir að hún varð móðir og kann afar vel við sig í móður­hlut­verk­inu. „For­gangs­röðunin verður bara allt önn­ur og ég fann hvað mér var al­veg sama um allt annað en þessa litlu stelpu sem ég var kom­in með í fangið, það skipti mig í raun ekk­ert annað máli,“ seg­ir hún. 

„Ég elska móður­hlut­verkið, eins krefj­andi og það er á tím­um. Ég hef alltaf verið dug­leg að láta það ekki stoppa mig í að vera ennþá bara ég og hún fylg­ir mér flest allt sem ég fer. Það er bara svo miklu skemmti­legra að ganga í gegn­um lífið með henni,“ bæt­ir hún við. 

Rúna segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hún fékk Hrafntinnu …
Rúna seg­ir lífið hafa gjör­breyst eft­ir að hún fékk Hrafntinnu í fangið þann 1. fe­brú­ar 2021.

Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart varðandi móður­hlut­verkið seg­ir Rúna að það sé hvað tím­inn er svaka­lega fljót­ur að líða. „Mér líður alltaf eins og ég hafi fengið hana í fangið í gær en ekki fyr­ir þrem­ur árum síðan. Það var alltaf sagt við mann að njóta eins mikið og maður get­ur því þau stækka svo hratt og það er svo sann­ar­lega satt!“ seg­ir hún. 

Í upp­eld­inu legg­ur Rúna mikla áherslu á að eiga góð sam­skipti við dótt­ur sína og vill að hún al­ist upp í já­kvæðu og heil­brigðu um­hverfi. „Ég hef alltaf hugsað að ég vilji að hún geti sagt að hún hafi fengið gott upp­eldi og muni eft­ir æsku sinni á já­kvæðan og fal­leg­an hátt og held áfram að leggja áherslu á það svo lengi sem ég get,“ seg­ir hún. 

Rúna vill að Hrafntinna alist upp í jákvæðu og heilbrigðu …
Rúna vill að Hrafnt­inna al­ist upp í já­kvæðu og heil­brigðu um­hverfi og legg­ur því mikla áherslu á að eiga góð sam­skipti við hana.

Þakk­lát fyr­ir upp­eld­is­ár­in í hest­hús­inu

Áhugi Rúnu á hest­um kviknaði snemma, en aðeins fjög­urra ára göm­ul var hún far­in að taka virk­an þátt í hesta­mennsk­unni. „Það mætti segja að ég hafi al­ist upp í hest­hús­inu, en mamma mín og pabbi minn heit­inn hafa alltaf verið mikið hesta­fólk og vor­um við systkin­in uppi í hest­húsi alla daga að stúss­ast með þeim. Ég tel það hafa gert okk­ur mjög sam­held­in og fyr­ir það er ég gríðarlega þakk­lát,“ seg­ir Rúna. 

Rúna var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún keppti á …
Rúna var aðeins fjög­urra ára göm­ul þegar hún keppti á sínu fyrsta hesta­móti.

„Ég hef lagt mikla áherslu á það að Hrafnt­inna al­ist upp með dýr­um og er ég mjög dug­leg að taka hana með í hest­húsið enda elsk­ar hún öll dýr. Hún var ekki göm­ul þegar ég setti hana fyrst á hest­bak og teymdi hana um. Henni finnst ekk­ert skemmti­legra en að koma með mér í hest­húsið að sópa og moka hjá hest­un­um og vill helst gera allt sjálf,“ út­skýr­ir hún.

Það eru ekki ein­ung­is hest­arn­ir sem hafa spilað stórt hlut­verk í lífi Rúnu held­ur líka hund­arn­ir, en hún hef­ur verið í kring­um hunda frá því hún man eft­ir sér og seg­ist alltaf hafa verið staðráðin í því að eign­ast sinn eig­in hund. Í dag eru tveir hund­ar af teg­und­inni Flat-Coa­ted Retri­ver á heim­il­inu og hafa Rúna og Skúli fengið und­an þeim eitt tíu hvolpa got. 

Á heimilinu eru tveir hundar af tegundinni Flat-Coated Retriver.
Á heim­il­inu eru tveir hund­ar af teg­und­inni Flat-Coa­ted Retri­ver.

 „Vin­kona mín átti hund sem ég kol­féll fyr­ir af teg­und­inni Flat-Coa­ted Retri­ver, en eft­ir þau kynni þá var ekki aft­ur snúið – ég vissi að ég þyrfti að eign­ast hvolp und­an henni! Síðasta gotið henn­ar var árið 2019 og fékk ég Aríu úr því goti, seg­ir Rúna.

„Teg­und­in er ekki al­geng hér á landi og því var ljóst að ég þyrfti að flytja inn hund ef ég vildi fá hrein­ræktað got und­an Aríu. Við flutt­um því hann Aldo inn frá æðis­leg­um Flatta­rækt­end­um í Svíþjóð árið 2022 og núna síðasta sum­ar kom tíu hvolpa got und­an þeim.

Ég ætlaði mér aldrei að verða ein­hver hunda­rækt­andi held­ur vildi ég alltaf bara eign­ast góðan hund og fé­laga sem gæti verið með mér í hest­hús­inu en plön­in breytt­ust aðeins og mætti segja að ég sé kom­in kannski meira inn í hund­ana en ég hafði séð fyr­ir mér, sem er bara sjúk­lega skemmti­legt!“ bæt­ir hún við. 

Rúna kolféll fyrir tegundinni eftir að hún kynntist hundi vinkonu …
Rúna kol­féll fyr­ir teg­und­inni eft­ir að hún kynnt­ist hundi vin­konu sinn­ar, en árið 2019 bætt­ist Aría í fjöl­skyld­una.

„Það er dá­sam­legt að sjá hana með þeim“

Rúna seg­ir fal­legt vina­sam­band vera á milli Hrafntinnu og hund­anna, enda hafi hún lært snemma að koma fram við þá af virðingu. „Hund­arn­ir á heim­il­inu eru stór­ir en Hrafnt­inna er al­gjör ráðskona og stjórn­ar þeim með litla fingri. Það er dá­sam­legt að sjá hana með þeim og eru þau öll bestu vin­ir. Hún lærði snemma að koma fram við öll dýr af virðingu og vera góð sem mér finnst mjög mik­il­vægt,“ bæt­ir hún við.

Spurð hvernig hef­ur gengið að sam­tvinna hesta­mennsk­una, hunda­rækt­un­ina og fjöl­skyldu­lífið viður­kenn­ir Rúna að það geti verið krefj­andi á tím­um. „Hesta­mennsk­an er svaka­lega tíma­frek en við erum dug­leg að vera bara öll sam­an í þessu. Við för­um sam­an á hesta­mót á sumr­in og svo dreg ég Skúla með mér á hunda­sýn­ing­ar þegar mig vant­ar smá aðstoð með hund­ana. Gæti ekki hugsað mér þetta neitt öðru­vísi,“ seg­ir hún. 

Rúna viðurkennir að hestamennskan geti verið tímafrek.
Rúna viður­kenn­ir að hesta­mennsk­an geti verið tíma­frek.

Hvað er framund­an hjá ykk­ur?

„Við ætl­um bara að halda áfram að hafa gam­an og njóta augna­bliks­ins, tím­inn er svo fljót­ur að líða. Við tök­um nýja ár­inu fagn­andi og það eru bara mjög spenn­andi tím­ar framund­an hjá okk­ur!“

Fjölskyldan er spennt fyrir árinu 2024!
Fjöl­skyld­an er spennt fyr­ir ár­inu 2024!
mbl.is