Suðurnesjalína 2 fer af stað í sumar

Suðurnesjalína 2 | 30. janúar 2024

Suðurnesjalína 2 fer af stað í sumar

Það að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað kröfu fernra umhverfisverndarsamtaka um að felld verði úr gildi sú ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, þýðir að framkvæmdir við lagningu línunnar hefjast síðsumars.

Suðurnesjalína 2 fer af stað í sumar

Suðurnesjalína 2 | 30. janúar 2024

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við lagningu Suðurnesjalínu 2 …
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við lagningu Suðurnesjalínu 2 hefjist í sumar, en verkið verður boðið út á næstunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Það að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafi hafnað kröfu fernra um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka um að felld verði úr gildi sú ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Sveit­ar­fé­lags­ins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2, þýðir að fram­kvæmd­ir við lagn­ingu lín­unn­ar hefjast síðsum­ars.

Það að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafi hafnað kröfu fernra um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka um að felld verði úr gildi sú ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Sveit­ar­fé­lags­ins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2, þýðir að fram­kvæmd­ir við lagn­ingu lín­unn­ar hefjast síðsum­ars.

Seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, það mik­inn létti að úr­sk­urður­inn hafi fallið á þann veg sem varð.

Gríðarlega mik­il­vægt

„Und­ir­bún­ing­ur að fram­kvæmd­um fer á fullt fljót­lega, við erum að und­ir­búa útboð á lín­unni. Það er gríðarlega mik­il­vægt miðað við ástandið á Reykja­nesskag­an­um að reisa þessa línu svo fljótt sem mögu­legt er,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Samn­ing­ar hafa náðst við flesta land­eig­end­ur en ósamið er við þrjá. Eign­ar­nám einn­ar jarðar er í und­ir­bún­ingi, ásamt eign­ar­námi tveggja jarðar­hluta.

Hraða á fram­kvæmd­um sem kost­ur er en þó er nokk­ur óvissa um aðdrætti aðfanga, þar sem mik­il eft­ir­spurn er eft­ir nauðsyn­leg­um búnaði.

Þá er verið að huga að út­færslu lín­unn­ar þannig að hægt verði að verja hana fyr­ir hraun­straumi, komi upp eld­gos sem stefnt geti henni í hættu. Það er í skoðun hjá Landsneti í sam­vinnu við al­manna­varn­ir.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is