Dregur úr éljum og vindi eftir klukkan 17

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Dregur úr éljum og vindi eftir klukkan 17

Veðurfræðingur á Veðurstofu segir við mbl.is að veðrið á höfuðborgarsvæðinu eigi að fara að ganga niður eftir klukkan 17 í dag.

Dregur úr éljum og vindi eftir klukkan 17

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Það gengur á með dimmum éljum í höfuðborginni.
Það gengur á með dimmum éljum í höfuðborginni. mbl.is/Árni Sæberg

Veður­fræðing­ur á Veður­stofu seg­ir við mbl.is að veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu eigi að fara að ganga niður eft­ir klukk­an 17 í dag.

Veður­fræðing­ur á Veður­stofu seg­ir við mbl.is að veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu eigi að fara að ganga niður eft­ir klukk­an 17 í dag.

Veðrið virðist enn sem komið er ekki verið eins og vont og spáð var en af og til hef­ur gert dimm él á höfuðborg­ar­svæðinu. Gul­ar veðurviðvarn­ir tóku gildi klukk­an 12.30 á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa og Suður­landi og gilda þær til klukk­an 17-18.30 en á Suðaust­ur­landi til klukk­an 19.

„Veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu verður verst á milli 14-17. Eft­ir það geng­ur það niður og það dreg­ur úr élj­um. Lægðarsvæðið fær­ist aust­ur á bóg­inn og á Suður­landi og Suðaust­ur­landi líður eitt­hvað lengri tími þangað til veðrið fari að lag­ast,“ seg­ir Marcel de Vries, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, við mbl.is.

Vind­hviður hafa náð 30 metr­um á sek­úndu

Hann seg­ir að vind­hraði verði á bil­inu 15-23 metr­ar á sek­úndu og það gangi á með élj­um og bú­ast megi við skafrenn­ingi á veg­um suðvest­an­lands. Vind­hviður hafa farið upp í 30 metra á sek­úndu á Kjal­ar­nesi og á Seltjarn­ar­nesi eft­ir há­degi í dag.

De Vries seg­ir að veðrið skáni til muna á suðvest­ur­horn­inu á morg­un. Það verða stöku él en und­ir morg­un fari smám sam­an að hlýna. Þá verði skúr­ir eða slydduél en seint annað kvöld fari að rigna og hit­inn geti náð sjö stig­um.

Fyr­ir aust­an er bjart veður að mestu í dag með smá élja­gangi og all­hvöss­um suðvest­an vindi og svipað verði uppi á ten­ingn­um þar á morg­un.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is