„Ekki búnir að stoppa í allan dag“

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

„Ekki búnir að stoppa í allan dag“

Það hefur verið í nógu að snúast hjá starfsmönnum Áreksturs.is í dag en þeir hafa þurft að sinna vel á þriðja tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu.

„Ekki búnir að stoppa í allan dag“

Óveður í janúar 2024 | 31. janúar 2024

Umferðin hefur gengið hægt undanfarna daga í þeirri vetrarfærð sem …
Umferðin hefur gengið hægt undanfarna daga í þeirri vetrarfærð sem hefur ríkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hef­ur verið í nógu að snú­ast hjá starfs­mönn­um Árekst­urs.is í dag en þeir hafa þurft að sinna vel á þriðja tug árekstra á höfuðborg­ar­svæðinu.

Það hef­ur verið í nógu að snú­ast hjá starfs­mönn­um Árekst­urs.is í dag en þeir hafa þurft að sinna vel á þriðja tug árekstra á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Það má segja að við séum ekki bún­ir að stoppa í dag en ástandið var þó ekki eins slæmt og við bjugg­umst við,“ seg­ir Kristján Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Árekst­urs.is, við mbl.is.

Hann seg­ir að aðstæður í dag hafi verið slæm­ar og það hafi verið erfitt að at­hafna sig í aðstæðunum sem hafi mynd­ast.

„Þetta hef­ur tafið vinn­una hjá okk­ur,“ seg­ir Kristján. Aðspurður hversu mörg­um út­köll­um þeir hafi sinnt í dag seg­ir hann: „Mér sýn­ist að þau séu orðin 25. Við höf­um all­ir verið úti á vett­vangi í all­an dag,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir að um­ferðin hafi verið þung í morg­un en hún hafi ekki verið eins þung eft­ir há­degið og hann hafði bú­ist við.

Það hefur verið í nógu að snúast hjá starfsmönnum Áreksturs.is …
Það hef­ur verið í nógu að snú­ast hjá starfs­mönn­um Árekst­urs.is í dag. Ljós­mynd/​Kristján Kristjáns­son

Hafa hlustað á fyr­ir­mæl­in

„Ég held að fólk hafi hlustað á þau fyr­ir­mæli um að reyna að halda sig heima og per­sónu­lega hef ég heyrt af mörg­um sem ákváðu að vinna heima í dag. Ég fagna því,“ seg­ir Kristján.

Kristján seg­ir að það hafi verið rosa­leg törn hjá sér og hans mönn­um í rúma viku. „Þetta hafa verið svo marg­ir dag­ar í röð og það virðist ekk­ert lát vera á þessu.“

Árekst­ur.is aðstoðar öku­menn sem lent hafa í árekstri við að fylla út tjóna­skýrsl­ur, tryggja ná­kvæma skoðun á aðstæðum ásamt því að taka mynd­ir.

mbl.is