Gómsæt nautatunga með piparrótarsósu

Uppskriftir | 31. janúar 2024

Gómsæt nautatunga með piparrótarsósu

Soðin reykt eða söltuð nautatunga er sannkallaður veislumatur og ein af mínu uppáhalds. Allra best finnst mér að nota hana sem lúxus álegg á blinis eða nýbakaðar flatkökur með piparrótarsósu. Þegar boðið er í þorrablót er upplagt að bjóða upp á þessa veislumáltíð fyrir þá vandlátu. Þeir sem ekki borða súrsaðan þorramat geta þá gædd sér á nautatungu með piparrótarsósu í staðinn. Þá er hægt að velja að vera með flatkökur, blinis, ristað brauð eða snittubrauð sem er skorið og borið fram á fallegan hátt. 

Gómsæt nautatunga með piparrótarsósu

Uppskriftir | 31. janúar 2024

Nautatunga með piparrótarsósu er sannkallaður veislumatur og ljúft að njóta.
Nautatunga með piparrótarsósu er sannkallaður veislumatur og ljúft að njóta. Ljósmynd/Sjöfn

Soðin reykt eða söltuð nauta­tunga er sann­kallaður veislu­mat­ur og ein af mínu upp­á­halds. Allra best finnst mér að nota hana sem lúx­us álegg á blin­is eða nýbakaðar flat­kök­ur með pip­ar­rót­arsósu. Þegar boðið er í þorra­blót er upp­lagt að bjóða upp á þessa veislu­máltíð fyr­ir þá vand­látu. Þeir sem ekki borða súrsaðan þorramat geta þá gædd sér á nauta­tungu með pip­ar­rót­arsósu í staðinn. Þá er hægt að velja að vera með flat­kök­ur, blin­is, ristað brauð eða snittu­brauð sem er skorið og borið fram á fal­leg­an hátt. 

Soðin reykt eða söltuð nauta­tunga er sann­kallaður veislu­mat­ur og ein af mínu upp­á­halds. Allra best finnst mér að nota hana sem lúx­us álegg á blin­is eða nýbakaðar flat­kök­ur með pip­ar­rót­arsósu. Þegar boðið er í þorra­blót er upp­lagt að bjóða upp á þessa veislu­máltíð fyr­ir þá vand­látu. Þeir sem ekki borða súrsaðan þorramat geta þá gædd sér á nauta­tungu með pip­ar­rót­arsósu í staðinn. Þá er hægt að velja að vera með flat­kök­ur, blin­is, ristað brauð eða snittu­brauð sem er skorið og borið fram á fal­leg­an hátt. 

Nautatunga er skorin í þunnar sneiðar þegar búið er að …
Nauta­tunga er skor­in í þunn­ar sneiðar þegar búið er að sjóða hana og kæla. Ljós­mynd/​Sjöfn
Piparrótarsósan er ótrúlega bragðgóð og það þarf einungis tvö hráefni …
Pip­ar­rót­arsós­an er ótrú­lega bragðgóð og það þarf ein­ung­is tvö hrá­efni í sós­una. Ljós­mynd/​Sjöfn

Nauta­tunga bor­in fram með pip­ar­rót­arsósu

  • 600 -800 g nauta­tunga, reykt eða söltuð
  • 2 lár­viðarlauf
  • Nokkr­ar fersk­ar tim­i­an grein­ar
  • Kalt vatn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola tung­una úr köldu vatni og setjið hana í pott með nokkr­um tim­i­an grein­ar, lár­viðarlauf­um og kryddið aðeins með fersk­um, ný­möluðum pip­ar.
  2. Bætið síðan við köldu vatni og látið fljóta yfir tung­una.
  3. Hitið að suðu og látið malla und­ir loki við mjög væg­an hita í um það bil tvo tíma, ef hún er þyngri þá lengja suðutím­ann.
  4. Þið getið prófa hvort tung­an er full­soðin með því að stinga prjóni í hana; ef hann renn­ur í gegn­um hana nán­ast eins og smjör er hún til­bú­in.
  5. Takið síðan tung­una upp úr vatn­inu/​soðinu látið hana kólna í um það bil tíu til fimmtán mín­út­ur eða leng­ur þar til hægt var að taka á þeim og flá þær.
  6. Skinnið get­ur verið ör­lítið fast á hliðunum og þar sem það er þynnst og þá þarf stund­um hníf til að losa það en þar sem það er þykk­ara er yf­ir­leitt hægt að fletta því af.
  7. Skerið síðan tung­una í þunn­ar sneiðar og raðið fal­lega á disk.
  8. Berið nauta­tung­una fram með pip­ar­rót­arsósu, sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan, ásamt blin­is og/​eða ristuðu brauði að eig­in vali skorið í þrí­hyrn­inga og/​eða ný­bökuðum flat­kök­um að betri gerðinni.

Pip­ar­rót­arsósa

  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 1 pk. pip­ar­rót í mauk­formi 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sýrða rjómann þar til hann verður silkimjúk­ur.
  2. Setjið síðan pip­ar­rót­ina út í sýrða rjómann og hrærið vel með gaffli þar til sós­an verður kekkjalaus með fal­legri áferð.
  3. Berið fram með nauta­tung­unni.
Með nautatungunni er upplagt að bjóða upp á blinis, flatkökur …
Með nauta­tung­unni er upp­lagt að bjóða upp á blin­is, flat­kök­ur eða ristað brauð. Sam­sett mynd
mbl.is