Ríkisstjóri Oregon-ríkis og borgarstjóri Portlands hafa lýst yfir 90 daga neyðarástandi vegna öldu dauðsfalla í Portland af völdum fentanýl-notkunar.
Ríkisstjóri Oregon-ríkis og borgarstjóri Portlands hafa lýst yfir 90 daga neyðarástandi vegna öldu dauðsfalla í Portland af völdum fentanýl-notkunar.
Ríkisstjóri Oregon-ríkis og borgarstjóri Portlands hafa lýst yfir 90 daga neyðarástandi vegna öldu dauðsfalla í Portland af völdum fentanýl-notkunar.
„Landið okkar og ríki okkar hafa aldrei séð eiturlyf jafn banvænt og ávanabindandi og allir eru að glíma við það hvernig eigi að bregðast við,“ sagði ríkisstjórinn Tina Kotek í tilkynningu.
Árið 2020 varð Oregon fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til að afglæpavæða fíkniefni. Í kjölfar þess hefur neysla fíkniefna aukist og dauðsföllum af völdum of stórra skammta fjölgað.
Árið 2019 voru dauðsföll af völdum ópíóðaneyslu 280 talsins í Oregon en árið 2022 voru þau orðin 956.
Kotek segir að með því að lýsa yfir neyðarástandi verði hægt að tryggja betra samstarf á milli aðila til að finna einhverja lausn á þessu risavaxna vandamáli.
Að lýsa yfir neyðarástandi gerir borginni, ríkinu og sýslunni kleift að úthluta fjármagni til viðbragða við eiturlyfjafaraldrinum og koma upp stjórnstöð í miðborginni.
Verður aukin áhersla lögð á að ná til fíkla, koma þeim í meðferð og tryggja þeim húsakost.
Eins og greint hefur verið frá þá hafa ríkisþingmenn Demókrata í Oregon boðað nýtt frumvarp sem myndi gera vörslu lítils magns fíkniefna aftur að minniháttar afbroti.