Árásirnar í Írak og Sýrlandi bara „upphafið“

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2024

Árásirnar í Írak og Sýrlandi bara „upphafið“

Bandaríkjamenn ætla að grípa til „frekari aðgerða“ eftir víðtækar loftárásir Bandaríkjahers í Írak og Sýrlandi, sem koma í kjölfar þess að þrír bandarískir hermenn létust í drónaárás í Jórdaníu.

Árásirnar í Írak og Sýrlandi bara „upphafið“

Ísrael/Palestína | 5. febrúar 2024

Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan.
Þjóðaröryggisráðgjafinn Jake Sullivan. AFP/Jim Watson

Banda­ríkja­menn ætla að grípa til „frek­ari aðgerða“ eft­ir víðtæk­ar loft­árás­ir Banda­ríkja­hers í Írak og Sýr­landi, sem koma í kjöl­far þess að þrír banda­rísk­ir her­menn lét­ust í dróna­árás í Jórdan­íu.

Banda­ríkja­menn ætla að grípa til „frek­ari aðgerða“ eft­ir víðtæk­ar loft­árás­ir Banda­ríkja­hers í Írak og Sýr­landi, sem koma í kjöl­far þess að þrír banda­rísk­ir her­menn lét­ust í dróna­árás í Jórdan­íu.

„Ég myndi bara segja að for­set­inn [Joe Biden Banda­ríkja­for­seti] hafi verið skýr þegar hann gaf skip­an­irn­ar og út­færði þær að það væri upp­hafið að viðbrögðum okk­ar, og að það yrðu fleiri skref,“ sagði Jake Sulli­v­an, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­for­seta, við CNN í þætt­in­um State of the Uni­on.

Spurður af þátta­stjórn­anda hvort það þýddi að Banda­ríkja­menn væru að skipu­leggja frek­ari árás­ir svaraði Sulli­v­an: „Það sem það þýðir er að við mun­um grípa til frek­ari aðgerða.“

Óbreytt­ir borg­ar­ar drepn­ir, seg­ir Írak

„Ég ætla aug­ljós­lega ekki að lýsa eðli þeirra aðgerða því ég vil ekki senda hnefa­högg­in okk­ar með sím­skeyti,“ sagði Sulli­v­an enn frem­ur.

Um­mæli Sulli­vans koma í kjöl­far viðbragða Banda­ríkja­hers við dróna­árás­inni í Jórdan­íu, sem varð þrem­ur Banda­ríkja­mönn­um að bana og særði yfir 40 manns í síðustu viku.  

Hef­ur spenna í kjöl­farið auk­ist til muna milli Banda­ríkja­manna og víga­hópa sem njóta stuðnings Írana í Mið-Aust­ur­lönd­um og hafa ráðist á banda­rísk­ar her­stöðvar víðs veg­ar um svæðið í mót­mæla­skyni við stríðið á Gasa.

Fjög­ur skot­mörk sem Banda­rík­in hæfðu eru í Sýr­landi og þrjú í Írak. Alls var skotið á 85 skot­mörk og notaði her­inn í það minnsta 125 sprengj­ur. Að minnsta kosti 23 víga­menn í Sýr­landi féllu, að sögn sýr­lensku mann­rétt­inda­vakt­ar­inn­ar.

mbl.is