Neðri hæðinni lokað vegna myglu

Mygla í húsnæði | 6. febrúar 2024

Neðri hæðinni lokað vegna myglu

Neðri hæð leikskólans Fögrubrekku í Kópavogi lokar frá og með morgundeginum vegna myglu.

Neðri hæðinni lokað vegna myglu

Mygla í húsnæði | 6. febrúar 2024

Leikskólinn Fagrabrekka.
Leikskólinn Fagrabrekka. Ljósmynd/Kópavogsbær

Neðri hæð leik­skól­ans Fögru­brekku í Kópa­vogi lok­ar frá og með morg­un­deg­in­um vegna myglu.

Neðri hæð leik­skól­ans Fögru­brekku í Kópa­vogi lok­ar frá og með morg­un­deg­in­um vegna myglu.

Leik­skól­inn verður lokaður all­an morg­undag­inn, 7. fe­brú­ar, vegna und­ir­bún­ings breyt­inga á starf­semi skól­ans. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ.

Verk­fræðistof­an Mann­vit fram­kvæmdi myglu­próf í kjöl­far ábend­inga for­eldra og starfs­manna. Myglu­svepp­ir fund­ust und­ir gólf­dúk og myglu­gró hef­ur borist um neðri hæðina.

Starf­semi yngri deild­ar hefst 12. fe­brú­ar

Frá fimmtu­degi, 8. fe­brú­ar, verður tekið á móti börn­un­um sem eru á Rauðubrekku, á efri hæð.

Börn­in á Gulu­brekku verða tíma­bundið í hús­næði Kópa­vogs­bæj­ar að Furu­grund 3, þar sem leik­skól­inn Furu­grund er einnig með starf­semi. Starf­semi yngri deild­ar hefst í Furu­grund 3, mánu­dag­inn 12. fe­brú­ar.

Á morg­un, miðviku­dag, verður haf­ist handa við þrif og sótt­hreins­un efri hæðar í sam­ræmi við ráðgjöf sér­fræðinga og sýni tek­in í fram­hald­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni frá Kópa­vogs­bæ.

„Viðgerð hefst eins fljótt og auðið er en um­fang ligg­ur ekki fyr­ir og því ekki unnt að áætla fram­kvæmda­tíma að svo stöddu,“ seg­ir enn frem­ur en alls eru 68 börn í Fögru­brekku; 32 á Gulu­brekku og 36 á Rauðubrekku.

mbl.is