Curtis fagnar 25 ára edrúafmæli

Edrúland | 7. febrúar 2024

Curtis fagnar 25 ára edrúafmæli

Bandaríska leikkonan Jamie Lee Curtis, sem tók eftirminnilega á móti Óskarsstyttunni fyrir leik sinn í kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once á síðasta ári, fagnaði mikilvægum áfanga á laugardag, 25 ára edrúafmæli sínu. Curtis, 65 ára, deildi einlægri færslu með fylgjendum sínum í tilefni dagsins og rifjaði upp nokkur mikilvæg atriði sem hafa hjálpað henni á þessari vegferð sinni. 

Curtis fagnar 25 ára edrúafmæli

Edrúland | 7. febrúar 2024

Jamie Lee Curtis hlaut Óskarsverðlaunin á síðasta ári.
Jamie Lee Curtis hlaut Óskarsverðlaunin á síðasta ári. MIKE COPPOLA

Banda­ríska leik­kon­an Jamie Lee Curt­is, sem tók eft­ir­minni­lega á móti Óskars­stytt­unni fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Everything Everywh­ere All at Once á síðasta ári, fagnaði mik­il­væg­um áfanga á laug­ar­dag, 25 ára edrúaf­mæli sínu. Curt­is, 65 ára, deildi ein­lægri færslu með fylgj­end­um sín­um í til­efni dags­ins og rifjaði upp nokk­ur mik­il­væg atriði sem hafa hjálpað henni á þess­ari veg­ferð sinni. 

Banda­ríska leik­kon­an Jamie Lee Curt­is, sem tók eft­ir­minni­lega á móti Óskars­stytt­unni fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Everything Everywh­ere All at Once á síðasta ári, fagnaði mik­il­væg­um áfanga á laug­ar­dag, 25 ára edrúaf­mæli sínu. Curt­is, 65 ára, deildi ein­lægri færslu með fylgj­end­um sín­um í til­efni dags­ins og rifjaði upp nokk­ur mik­il­væg atriði sem hafa hjálpað henni á þess­ari veg­ferð sinni. 

„Einn dag­ur í einu. 9.125 af þeim,“ skrifaði Curt­is í upp­hafi færsl­unn­ar. „Það sem býr innra með þér, eins og Adam vin­ur minn söng, ró, æðru­leysi, til­gang­ur og aðallega til­finn­ing­in um að þú sért ekki einn. Það að marg­ir deili sama sjúk­dómi og leit að lausn. Fyr­ir alla þá sem glíma við fíkn og skömm, við erum fleiri þarna úti og okk­ur er ekki sama. Okk­ar hend­ur hald­ast í ykk­ar,“ skrifaði Curt­is, en mynd­in sýn­ir hana með 25 ára edrúaf­mæl­is­pen­ing­inn sinn. 

mbl.is