Siglingatækni Hefring í nýju björgunarskipin

Öryggi sjófarenda | 7. febrúar 2024

Siglingatækni Hefring í nýju björgunarskipin

Slysavarnafélagið Landsbjörg og íslenska fyrirtækið Hefring Marine hafa gert með sér samkomulag um að koma fyrir sérstökum tæknibúnaði Hefring í öll nýju skip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Siglingatækni Hefring í nýju björgunarskipin

Öryggi sjófarenda | 7. febrúar 2024

Kristján Þór Harðarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Karl Birgir Björnsson …
Kristján Þór Harðarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine. Ljósmynd/Landsbjörg

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og ís­lenska fyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine hafa gert með sér sam­komu­lag um að koma fyr­ir sér­stök­um tækni­búnaði Hefr­ing í öll nýju skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og ís­lenska fyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine hafa gert með sér sam­komu­lag um að koma fyr­ir sér­stök­um tækni­búnaði Hefr­ing í öll nýju skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að gerð hef­ur verið til­raun með búnaðinn í björg­un­ar­skip­inu Þór í Vest­manna­eyj­um sem hef­ur reynst afar vel.

Um er að ræða tækni­lausn sem bygg­ir á sam­spili gervi­greind­ar og skynj­ur­um, sem ger­ir skip­stjóra bet­ur kleift að meta og taka ákv­arðanir um hraða skips, sigl­inga­leið og sigl­ingalag. Afrakst­ur­inn er ekki síst eldsneyt­is­sparnaður og þar með minna kol­efn­is­spor, en ekki síður eyk­ur hann ör­yggi áhafn­ar.

Þá er nem­um komið fyr­ir á skrokk skips, neðan á stóla áhafn­ar og þeir tengd­ir við sigl­inga­tölvu skip­anna. Þannig er fylgst stöðugt með sjó­lagi, öldu­hæð og högg­um sem skips­skrokk­ur­inn verður fyr­ir við sigl­ing­una og gervi­greind­in les stöðugt það sem nem­arn­ir skynja og gef­ur skip­stjóra ráðlegg­ing­ar um stjórn skips­ins til að minnka álag á skrokk skips og draga þannig úr því álagi sem áhöfn verður fyr­ir þegar siglt er við erfiðar aðstæður.

Búnaður­inn frá Hefr­ing Mar­ine mun með þess­um hætti verja skip og áhöfn fyr­ir óvænt­um at­b­urðum og þar með draga veru­lega úr lík­um á óhöpp­um eða slys­um.

Í öll nýju skip­in

Sá búnaður sem er í björg­un­ar­skip­inu Þór verður nú upp­færður og sams­kon­ar búnaði komið fyr­ir í hin nýju björg­un­ar­skip fé­lags­ins, Sig­ur­vin á Sigluf­irði og Jó­hann­es Briem í Reykja­vík. Fjórða skip fé­lags­ins sem nú er í smíðum í Finn­landi fær einnig þenn­an búnað.

Lands­björg sten­f­ir að því að end­ur­nýja öll þrett­án björg­un­ar­skip fé­lags­ins sem staðsett eru hring­inn í kring­um landið. Þessi búnaður verður sam­kvæmt samn­ingn­um sett­ur í hvert eitt þeirra skipa sem end­ur­nýjuð verða í þessu risa­stóra verk­efni.

Í des­em­ber var sagt frá því að end­ur­nýj­un björg­un­ar­skipa­flot­ans er eitt stærsta fjár­fest­ing­ar­verk­efni Lands­bjarg­ar frá upp­hafi og að enn eigi eft­ir að fjár­magna stór­an hluta af smíði næstu níu björg­un­ar­skipa.

mbl.is