Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Förðunartrix | 9. febrúar 2024

Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðunarheiminn. Það mætti lýsa miðlinum sem sannkallaðri gullnámu til að uppgötva nýjar og spennandi vörur, en nýjasta TikTok-æðið er handáburður frá L'Occitane. 

Handáburðurinn sem setti TikTok á hliðina

Förðunartrix | 9. febrúar 2024

Hefur þú prófað vinsælasta handáburðinn á TikTok?
Hefur þú prófað vinsælasta handáburðinn á TikTok? Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðill­inn TikT­ok hef­ur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðun­ar­heim­inn. Það mætti lýsa miðlin­um sem sann­kallaðri gull­námu til að upp­götva nýj­ar og spenn­andi vör­ur, en nýj­asta TikT­ok-æðið er handáb­urður frá L'Occita­ne. 

Sam­fé­lags­miðill­inn TikT­ok hef­ur tröllriðið öllu síðustu ár og haft gríðarleg áhrif á förðun­ar­heim­inn. Það mætti lýsa miðlin­um sem sann­kallaðri gull­námu til að upp­götva nýj­ar og spenn­andi vör­ur, en nýj­asta TikT­ok-æðið er handáb­urður frá L'Occita­ne. 

Handáb­urður­inn sem um ræðir er Shea Butter-handáb­urður­inn, en hann er að gera allt vit­laust á miðlin­um um þess­ar mund­ir. Handáb­urður­inn vakti fyrst at­hygli á miðlin­um þegar TikT­ok-stjarn­an Kenna McClell­an var í leit að besta handáb­urðinum á markaðinum og bjó til mynd­bönd þar sem hún bar sam­an handáb­urði frá mis­mun­andi merkj­um. Hún vildi finna handáb­urð sem væri þykk­ur, lyktaði vel og mýkti hend­urn­ar. 

Hef­ur verið vin­sæl­ast­ur í mörg ár

Í dag hafa mynd­bönd um Shea Butter-handáb­urðinn fengið millj­ón­ir áhorfa á miðlin­um, en það sem virðist heilla not­end­ur er þykk áferð vör­unn­ar. Eins og nafnið gef­ur til kynna inni­held­ur handáb­urður­inn svo­kallað shea smjör sem er þekkt fyr­ir að end­ur­byggja varn­ar­lag húðar­inn­ar og gera hana mýkri. 

Þó svo handáb­urður­inn sé að slá í gegn á TikT­ok núna er hann ekki nýr á markaðinn, en hann hef­ur verið vin­sæl­asti handáb­urður­inn hjá L'Occita­ne í mörg ár. Árið 2022 þá seld­ist Shea Butter-handáb­urður á þriggja sek­úndú fresti í heim­in­um, en nú hafa vin­sæld­ir hans þó náð nýj­um hæðum þökk sé TikT­ok. 

mbl.is