Amma lærði þessa uppskrift í Húsó árið 1950

Uppskriftir | 10. febrúar 2024

Amma lærði þessa uppskrift í Húsó árið 1950

Síðasti þátturinn í Húsó-seríunni var sýndur í vikunni en uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu halda áfram á birtast hér á matarvefnum og gleðja lesendur. Nú er það uppskrift að ekta íslenskum pönnuköku hefur gengið í marga ættliði. Til að mynda lærði amma skólameistarans Mörtu Maríu Arnarsdóttur, sem er nafna ömmu sinnar, þessa uppskrift þegar hún gekk í Húsó árið 1950. Þannig að þetta er að minnsta kosti 74 ára gömul uppskrift eða eldri.

Amma lærði þessa uppskrift í Húsó árið 1950

Uppskriftir | 10. febrúar 2024

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Húsó með ömmu sinni, Mörtu …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Húsó með ömmu sinni, Mörtu Maríu Jónasdóttur, en amma hennar lærði að gera pönnurkökur í Húsó árið 1950. Samsett mynd

Síðasti þátturinn í Húsó-seríunni var sýndur í vikunni en uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu halda áfram á birtast hér á matarvefnum og gleðja lesendur. Nú er það uppskrift að ekta íslenskum pönnuköku hefur gengið í marga ættliði. Til að mynda lærði amma skólameistarans Mörtu Maríu Arnarsdóttur, sem er nafna ömmu sinnar, þessa uppskrift þegar hún gekk í Húsó árið 1950. Þannig að þetta er að minnsta kosti 74 ára gömul uppskrift eða eldri.

Síðasti þátturinn í Húsó-seríunni var sýndur í vikunni en uppskriftirnar úr Húsó-eldhúsinu halda áfram á birtast hér á matarvefnum og gleðja lesendur. Nú er það uppskrift að ekta íslenskum pönnuköku hefur gengið í marga ættliði. Til að mynda lærði amma skólameistarans Mörtu Maríu Arnarsdóttur, sem er nafna ömmu sinnar, þessa uppskrift þegar hún gekk í Húsó árið 1950. Þannig að þetta er að minnsta kosti 74 ára gömul uppskrift eða eldri.

Nöfnurnar saman í hinum fræga Hússtjórnarskóla. Marta María Arnarsdóttir og …
Nöfnurnar saman í hinum fræga Hússtjórnarskóla. Marta María Arnarsdóttir og Marta María Jónasdóttir. Ljósmynd/Marta María

 „Já, amma lærði þessa uppskrift í Húsó árið 1950-51 sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég hef því miður bara ekki heimildir fyrir því hversu gömul uppskriftin er,“ svarar Marta María þegar hún er spurð. Marta María baka pönnukökur sjálf upp úr þessari uppskrift og heldur mikið upp á hana.

Pönnukökur á öskudaginn

Þar sem það er sælkerahelgi fram undan og margir að baka og/eða bjóða upp á bollur er lag að skella líka í nokkrar pönnukökur og leika sér með meðlætið líkt og gert er við bollurnar. Síðan er bæði öskudagur og vetrarfrí í mörgum skólum landsins handan við hornið og þá kemur þessi uppskrift sér vel.

Pönnsurnar í Húsó njóta ávallt mikilla vinsælda. Bestar upprúllaðar með …
Pönnsurnar í Húsó njóta ávallt mikilla vinsælda. Bestar upprúllaðar með sykri. mbl.is/Árni Sæberg

Ekta Húsó-pönnukökur 

  • 2 egg
  • ½ l mjólk
  • 2 bollar hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 msk. sykur, má sleppa
  • örlítið salt
  • Tæp tsk. vanilludropar
  • 50 g smjör/smjörlíki, bræða á pönnukökupönnu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að heyra saman egg og mjólk í höndum með handþeytara, ekki í hrærivél.
  2. Bætið síða eftirfarandi hráefnunum út í hveiti, lyftidufti, sykri, örlitlu salti og vanilludropum.
  3. Hrærið saman í höndum, í hræirvél eða með öðru vélafli.
  4. Bræðið 50 g smjörlíki/smjör á pönnukökupönnu þá smyrst hún í leiðinni.
  5. Setjið brædda smjörið saman við deigið í lokin og hrærið saman í höndum með handþeytara, mikilvægt að hræra ekki of mikið, þá verða pönnukökurnar seigar.
  6. Bætið síðan við mjólk eftir þörfum, þar til pönnukökurnar verða þunnar og lekkerar.
  7. Steikið síðan þunnar kökur á pönnukökupönnu, gott að setja smá smjör á pönnuna reglulega en ekki nauðsynleg.
  8. Berið fram með sykri, þeyttum rjóma, sultu ef vill. Síðan er líka dásemd að bjóða upp á fersk ber og banana ofan á pönnukökurnar ásamt þeyttum rjóma og örlítið af bræddu súkkulaði.
  9. Sumir vilja þær bara upprúllaðar með sykri.
mbl.is