Mjáferming Lísu læðu sem er fress

Krúttleg dýr | 16. febrúar 2024

Mjáferming Lísu læðu sem er fress

„Við búum svo vel að eiga góða og skemmtilega vini sem eru til í að taka þátt í svona gjörningi með okkur. Matthías Tryggvi í Hatara sá um að ferma Lísu og hélt æðislega ræðu,“ segja Hófí og Stefán.

Mjáferming Lísu læðu sem er fress

Krúttleg dýr | 16. febrúar 2024

Hófí og Stefán með fermingarkettinum Lísu, sem skartaði að sjálfsögðu …
Hófí og Stefán með fermingarkettinum Lísu, sem skartaði að sjálfsögðu kyrtli í athöfninni. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Ólafsdóttir

„Við búum svo vel að eiga góða og skemmti­lega vini sem eru til í að taka þátt í svona gjörn­ingi með okk­ur. Matth­ías Tryggvi í Hat­ara sá um að ferma Lísu og hélt æðis­lega ræðu,“ segja Hófí og Stefán.

„Við búum svo vel að eiga góða og skemmti­lega vini sem eru til í að taka þátt í svona gjörn­ingi með okk­ur. Matth­ías Tryggvi í Hat­ara sá um að ferma Lísu og hélt æðis­lega ræðu,“ segja Hófí og Stefán.

„Allt á þetta upp­haf sitt í því að við vor­um með veislu fyr­ir Lísu í fyrra þegar hún fékk nafnið sitt form­lega og þá buðum við fólki hingað heim í at­höfn­ina. Sú veisla kom til af því að við þurft­um að vera mikið fyr­ir vest­an vegna veik­inda í fjöl­skyld­unni og marg­ir voru að passa Lísu hér í bæn­um. Okk­ur langaði til að þakka öllu því fólki fyr­ir með því að bjóða því til veislu.

Við ákváðum að taka þetta alla leið og Guðmund­ur Felix­son grín­isti og at­hafna­stjóri hjá Siðmennt sá um húm­ján­ísku at­höfn­ina, að gefa Lísu nafnið. Okk­ur fannst þetta svo gam­an að við ákváðum að full­klára kon­septið og láta líka ferma hana nú þegar hún er kom­in á ferm­ing­ar­ald­ur, en hún er nýorðin tveggja ára, sem sam­svar­ar fjór­tán manns­ár­um,“ segja þau Hólm­fríður María Bjarn­ar­dótt­ir og Stefán Ingvar Vig­fús­son sem fermdu kis­una sína hana Lísu með pompi og prakt sl. sunnu­dag í Tjarn­ar­bíói.

Salurinn var skreyttur og myndir af Lísu voru á stórum …
Sal­ur­inn var skreytt­ur og mynd­ir af Lísu voru á stór­um skjá. Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna Ólafs­dótt­ir

Héldu að boðið væri til dul­bú­ins brúðkaups

„Við erum sviðslista­fólk og okk­ur finnst skemmti­legt að vera með gjörn­inga, sem þess­ar at­hafn­ir í kring­um Lísu aug­ljós­lega eru. Þar fyr­ir utan er gam­an að halda veisl­ur og fá vini sína og fjöl­skyldu sam­an og veislu­gest­ir hafa skemmt sér kon­ung­lega,“ segja Hófí og Stefán sem buðu hundrað manns til ferm­ing­ar Lísu.

„Systkini mín héldu að við vær­um að bjóða til dul­bú­ins brúðkaups okk­ar Hófíar, en þau héldu það reynd­ar líka í fyrra þegar við héld­um nafna­veisl­una,“ seg­ir Stefán og hlær.

„Við tók­um þetta alla leið, pöntuðum klass­ísk­ar ferm­ing­ar­t­ert­ur með áletr­un og loppu­skreyt­ing­um og vin­kona mín gaf okk­ur brauðtertu með kisu­and­liti. Ég bjó til kran­sa­kök­ur og við reynd­um að hafa þetta eins ferm­ing­ar­legt og við gát­um. Ferm­ing­in var í Tjarn­ar­bíó, þar sem við höf­um bæði unnið, þannig að Lísa þekkti um­hverfið. Hún naut sín að mestu, gekk milli fólks og fékk klapp en lá þess á milli á sviðinu. Hún var ekki hrifn­ust af at­höfn­inni sjálfri en var fljót að jafna sig og var mjög ánægð með alla at­hygl­ina og pakk­ana,“ seg­ir Hófí og bæt­ir við að Lísa hafi fengið fjöl­breytt­ar ferm­ing­ar­gjaf­ir, t.d. stuðning við Sólar­is neyðarsöfn­un, bók­ina Why my cat is more impressi­ve than your baby, kattam­inn­is­spil, katt­anammi og fleira.

Brauðterta sem kisuandlit með gúrkuveiðihárum til að gleðja.
Brauðterta sem kisu­and­lit með gúrku­veiðihár­um til að gleðja. Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna Ólafs­dótt­ir

Góðir og skemmti­leg­ir vin­ir

„Við búum svo vel að eiga góða og skemmti­lega vini sem eru til í að taka þátt í svona gjörn­ingi með okk­ur. Matth­ías Tryggvi í Hat­ara sá um að ferma Lísu, en hann er at­hafna­stjóri hjá Siðmennt og hélt æðis­lega ræðu. Ég var veislu­stjóri í brúðkaupi hans svo ég átti inni hjá hon­um greiða,“ seg­ir Stefán.

„Við feng­um Ingólf Ei­ríks­son rit­höf­und til að þýða text­ann við lagið Memory, úr söng­leikn­um Cats, og staðfæra fyr­ir Lísu og Vig­dís Hafliðadótt­ir söng það fyr­ir veislu­gesti. Við átt­um eng­an greiða inni hjá henni, hún er bara svo meðvirk og gerði þetta fyr­ir Lísu.“

Fermingartertan var skreytt með sætum loppuförum
Ferm­ing­ar­t­ert­an var skreytt með sæt­um loppu­för­um Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna Ólafs­dótt­ir

Eini trans kött­ur Íslands

Lísa er tækni­lega séð fress, því hún var kyn­greind sem kett­ling­ur af dýra­lækni og sögð vera læða.

„Seinna kom í ljós að hún var fress en þá vor­um við búin að venj­ast henni sem læðunni Lísu, svo við ákváðum að halda nafn­inu. Hún var líka far­in að þekkja nafnið sitt vel og gegna því. Mömmu finnst þetta fyndið og seg­ir stund­um að Lísa sé eini trans kött­ur Íslands,“ seg­ir Hófí sem átti fjósakis­ur þegar hún var lít­il stelpa fyr­ir vest­an í Súg­andafirði, en Lísa er fyrsti heim­il­iskött­ur bæði henn­ar og Stef­áns.

„Við ætluðum að fá okk­ur hund en höfðum ekki efni á að kaupa hvolp, svo við enduðum óvænt á því að fá okk­ur kisu. Við völd­um Lísu eft­ir mynd sem við sáum af kett­linga­hópi. Hún heillaði okk­ur al­veg. Lísa er mjög mann­elsk, þegar hún fer út þá heils­ar hún öll­um sem vilja heilsa henni og hver sem er get­ur klappað henni. Hún hef­ur líka boðið katta­vin­um sín­um hingað heim með sér, oft­ast henni Mowgli, sem er loðinn skóg­ar­kött­ur.“ Mowgli er reynd­ar læða, þótt hún beri það nafn, svo þetta er þó nokk­ur kyn­usli hjá þessu kattap­ari, þar sem Lísa er fress og Mowgli læða.

Hófí seg­ir að Lísa geri mannamun, Stefán megi helst ekki taka hana upp en það megi hún.

„Lísa hlýðir mér bet­ur en Stefáni og fyr­ir vikið hef ég kennt henni kúnst­ir, hún kann að heilsa, hoppa í gegn­um hring og fleira. Lísa er mjög fé­lags­lynd og hún elt­ir mig oft út í strætó­skýli og væl­ir þegar ég fer upp í vagn­inn.“

Húmjánísk ferming Lísu var einstök.
Húm­ján­ísk ferm­ing Lísu var ein­stök. Ljós­mynd/​Gunn­löð Jóna Ólafs­dótt­ir
mbl.is