Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Árið 2024 stefnir í að verða afar spennandi innan förðunarheimsins. Við megum búast við aukinni litagleði í augnförðun, frísklegri og náttúrulegri húð, vörum sem gefa andlitinu fallegan ljóma og vel rjóðum kinnum. 

Þetta verða heitustu förðunartrendin 2024

Förðunartrix | 16. febrúar 2024

Árið 2024 verður spennandi í förðunarheiminum!
Árið 2024 verður spennandi í förðunarheiminum! Samsett mynd

Árið 2024 stefn­ir í að verða afar spenn­andi inn­an förðun­ar­heims­ins. Við meg­um bú­ast við auk­inni litagleði í augn­förðun, frísk­legri og nátt­úru­legri húð, vör­um sem gefa and­lit­inu fal­leg­an ljóma og vel rjóðum kinn­um. 

Árið 2024 stefn­ir í að verða afar spenn­andi inn­an förðun­ar­heims­ins. Við meg­um bú­ast við auk­inni litagleði í augn­förðun, frísk­legri og nátt­úru­legri húð, vör­um sem gefa and­lit­inu fal­leg­an ljóma og vel rjóðum kinn­um. 

Upp á síðkastið hafa óvænt förðun­ar­trend einnig verið með skemmti­lega end­ur­komu og mun­um við því sjá meira af ein­lita förðun í anda tí­unda ára­tug­ar­ins og dökkri smokey-augn­förðun. 

Litagleði

Litagleðin er að koma sterk inn í förðun­ar­heim­inn og þá sér­stak­lega í augn­förðun. Blái lit­ur­inn stefn­ir í að vera sá allra heit­asti í ár, bæði í augnskugg­um, augn­blýönt­um og mösk­ur­um. 

Blái liturinn verður áberandi í augnförðun í ár.
Blái lit­ur­inn verður áber­andi í augn­förðun í ár. Skjá­skot/​In­sta­gram
Poppaðu lúkkið upp með fagurbláum blautum eyeliner frá NYX. Hann …
Poppaðu lúkkið upp með fag­ur­blá­um blaut­um eyel­iner frá NYX. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 2.595 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Kinna­lita­ást

Kinna­lita­ást­in sem hef­ur verið alls­ráðandi að und­an­förnu virðist kom­in til að vera. Krem­kinna­lit­ir eru það allra heit­asta um þess­ar mund­ir enda gefa þeir húðinni frísk­legt lúkk. Það hef­ur líka verið vin­sælt að nota krem­kinna­lit­ina sem augnskugga og jafn­vel varag­loss. 

Rjóðar kinnar verða áfram vinsælar.
Rjóðar kinn­ar verða áfram vin­sæl­ar. Skjá­skot/​In­sta­gram
Mattur kremkinnalitur frá Gosh gefur húðinni frísklegt lúkk. Hann fæst …
Matt­ur krem­kinna­lit­ur frá Gosh gef­ur húðinni frísk­legt lúkk. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 2.999 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Mini­malísk húð

Nátt­úru­leg, ljóm­andi og mini­malísk húð verður áber­andi í förðun árið 2024. Nú þegar hafa stjörn­urn­ar í Hollywood sést í auknu mæli á rauða dregl­in­um með ein­falda augn­förðun þar sem áhersla er lögð á nátt­úru­lega og frísk­lega húð. 

Frískleg, ljómandi og náttúruleg húð mun áfram vera áberandi í …
Frísk­leg, ljóm­andi og nátt­úru­leg húð mun áfram vera áber­andi í förðun­ar­heim­in­um. Skjá­skot/​In­sta­gram
Teint Idole Ultre Wear Care & Glow Serum-hyljarinn frá Lancôme …
Teint Idole Ultre Wear Care & Glow Ser­um-hylj­ar­inn frá Lancôme gef­ur húðinni nátt­úru­leg­an og heil­brigðan ljóma um leið og hann fel­ur dökka bauga. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 5.799 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is
Þessi kremaða ljómavara frá Sensai gefur húðinni náttúrulegan og frísklegan …
Þessi kremaða ljóma­vara frá Sensai gef­ur húðinni nátt­úru­leg­an og frísk­leg­an ljóma á ör­fá­um sek­únd­um. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 5.899 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Gljá­andi var­ir

Í ár verða varag­loss­ar með mikl­um glans og jafn­vel smá glimmeri í öll­um snyrti­budd­um, enda vara sem er ein­föld í notk­un og get­ur gert mikið fyr­ir lúkkið. 

Gljáandi varir verða án efa vinsælar í ár.
Gljá­andi var­ir verða án efa vin­sæl­ar í ár. Skjá­skot/​In­sta­gram
Shimmer GelGloss frá Shiseido er með háglans áferð og fallegum …
Shimmer GelG­loss frá Shiseido er með há­glans áferð og fal­leg­um perlu­ljóma sem ger­ir mikið fyr­ir var­irn­ar. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 4.499 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Eintóna lúkk

Fyr­ir­sæt­an Hailey Bie­ber kom svo­kallaðri Latte-förðun á förðun­ar­trend­lista um all­an heim, en förðunin snýst um það að nota sama brún­lita tón­inn yfir allt and­litið. Þessi tíska er í anda tí­unda ára­tug­ar­ins sem hef­ur verið að teygja sig í auknu mæli yfir í förðunar- og tísku­heim­inn að und­an­förnu. 

Eintóna lúkk hafa komið sterk inn í förðunarheiminn að undanförnu.
Eintóna lúkk hafa komið sterk inn í förðun­ar­heim­inn að und­an­förnu. Skjá­skot/​In­sta­gram
Augnskuggi frá Mac í litnum Sandstone er fullkomin í Latte-förðun. …
Augnskuggi frá Mac í litn­um Sand­stone er full­kom­in í Latte-förðun. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 5.190 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is
Silkimjúki varaliturinn frá Yves Saint Laurent í litnum Chestnut Cor …
Silkimjúki varalit­ur­inn frá Yves Saint Laurent í litn­um Chestnut Cor set­ur punkt­inn yfir i-ið í Latte-förðun­inni. Hann fæst í Hag­kaup og kost­ar 6.999 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is

Smokey-augu

Dökk smokey-augn­förðun hef­ur verið með óvænta end­ur­komu í janú­ar eft­ir mikl­ar vin­sæld­ir á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Þá hafa stök augn­hár einnig notið auk­inna vin­sælda, en með þeim get­ur þú raðað sam­an þínum drauma­gerviaugn­hár­um. 

Smokey-förðun hefur notið mikilla vinsælda á TikTok.
Smokey-förðun hef­ur notið mik­illa vin­sælda á TikT­ok. Skjá­skot/​In­sta­gram
Þessi augnskuggapalletta frá Lancôme er með allt sem þú þarft …
Þessi augnskuggapall­etta frá Lancôme er með allt sem þú þarft í smokey-augn­förðun. Hún fæst í Hag­kaup og kost­ar 8.999 kr. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is
Stök gerviaugnhár frá Eylure eru frábær viðbót í snyrtibudduna. Þau …
Stök gerviaugn­hár frá Eylure eru frá­bær viðbót í snyrti­budd­una. Þau gera þér kleift að raða sam­an drauma­gerviaugn­hár­un­um þínum, en í sett­inu eru stutt og miðlungslöng augn­hár sem koma í pör­um og þrenn­um. Ljós­mynd/​Hag­kaup.is
mbl.is