Katrín greiddi stjörnum í Kaupmannahöfn

Hárið | 17. febrúar 2024

Katrín greiddi stjörnum í Kaupmannahöfn

Katrín Sif Jónsdóttir, hársnyrtimeistari og eigandi Sprey hárstofu, fór á tískuvikuna í Kaupmannahöfn og greiddi þar fyrirsætum með teymi frá Kevin Murphy. Katrín var sú eina frá Íslandi en samstarfsfólk hennar kom víða að frá Evrópu.

Katrín greiddi stjörnum í Kaupmannahöfn

Hárið | 17. febrúar 2024

Katrín Sif ásamt norsku poppstjörnunni Astrid S. Katrín sá um …
Katrín Sif ásamt norsku poppstjörnunni Astrid S. Katrín sá um að greiða henni. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Sif Jóns­dótt­ir, hársnyrti­meist­ari og eig­andi Sprey hár­stofu, fór á tísku­vik­una í Kaup­manna­höfn og greiddi þar fyr­ir­sæt­um með teymi frá Kevin Murp­hy. Katrín var sú eina frá Íslandi en sam­starfs­fólk henn­ar kom víða að frá Evr­ópu.

Katrín Sif Jóns­dótt­ir, hársnyrti­meist­ari og eig­andi Sprey hár­stofu, fór á tísku­vik­una í Kaup­manna­höfn og greiddi þar fyr­ir­sæt­um með teymi frá Kevin Murp­hy. Katrín var sú eina frá Íslandi en sam­starfs­fólk henn­ar kom víða að frá Evr­ópu.

Stemn­ing­in á tísku­vik­unni var mjög skemmti­leg að sögn Katrín­ar. „Kaup­manna­höfn breyt­ist í lit­rík­ari borg að mínu mati, fólk í öðru­vísi föt­um en vana­lega og það er mjög gam­an að sjá hvernig fólk bland­ar sam­an lit­um, flík­um og fleira.“

Greiddi stjörn­um og á stór­um sýn­ing­um

Katrín greiddi fyr­ir tísku­merkið Lovechild1979 á Alpha-tísku­sýn­ing­unni þar sem tíu hönnuðir koma sam­an, en ís­lenski hönnuður­inn Thelma Rut Gunn­ars­dótt­ir var á meðal þeirra. Katrín sá einnig um að greiða fyr­ir Henrik Vi­bskov og MKDT.

Katrín komst í snert­ingu við stór­stjörn­ur á tísku­vik­unni. „Ég fékk ein­stakt tæki­færi þarna úti, að greiða popp­stjörn­unni Astrid S. Það var ótrú­lega skemmti­legt að spjalla við hana og fá þetta tæki­færi,“ seg­ir Katrín. Á meðal fyr­ir­sæta hjá tísku­merk­inu MKTD var leik­ar­inn Lucas Lyngga­ard Tønn­esen, sem leik­ur í Net­flix-þátt­un­um 1899 og Bor­gen.

Thelma Rut Gunnarsdóttir sýndi hönnun sína á tískuvikunni en Katrín …
Thelma Rut Gunn­ars­dótt­ir sýndi hönn­un sína á tísku­vik­unni en Katrín sá um að greiða fyr­ir­sæt­um fyr­ir sýn­ing­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Fenguð þið frjáls­ar hend­ur varðandi hárið?

„Yf­ir­hár­stjórn­and­inn, hann Massimo, var sett­ur í verkið að tala við hönnuðina og fékk frá þeim hvað þau vildu. Það voru gerðar prufu­greiðslur og það svo samþykkt. Teymið átti svo að fylgja „mood­bo­ar­di“ og flest mód­el voru eins eða svipuð. Horft er á hár­gerð og sídd, hvað hent­ar og hvað er hægt.“

Hvað fannst þér standa upp úr?

„Það var gott skipu­lag og flæði, góð sam­vinna og góð orka hjá öll­um baksviðs.“

Katrín ásamst samstarfsfólki sínu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Katrín ásamst sam­starfs­fólki sínu á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn. Ljós­mynd/​Aðsend
Allt tilbúið fyrir hárgreiðslufólkið.
Allt til­búið fyr­ir hár­greiðslu­fólkið. Ljós­mynd/​Aðsend
Allt að gerast baksviðs.
Allt að ger­ast baksviðs. Ljós­mynd/​Aðsend

Styttra hár er að koma inn

Hvað er að ger­ast í hár­tísk­unni núna?

„Við mun­um lík­lega sjá meira um „blowouts“ en það hef­ur verið í smá tíma núna, nátt­úru­leg hreyf­ing í hár­inu með fyll­ingu og einnig er „sleek wet-hár“ að koma sterkt inn.“

Er hárið að stytt­ast?

„Já, það er það, þetta síða mikla hár er að detta út og við erum við að sjá meiri hreyf­ingu, stytt­ur, toppa og klipp­ing­ar við axl­ir.“

Fyrirsæta á tískuvikunni í Kaupmannahöfn með sleikt hár aftur, en …
Fyr­ir­sæta á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn með sleikt hár aft­ur, en hár­greiðslan er í tísku núna. Ljós­mynd/​Aðsend
Stutta hárið er að koma sterkt inn. Þessi fyrirsæta á …
Stutta hárið er að koma sterkt inn. Þessi fyr­ir­sæta á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn er með á nót­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða efni í hárið eru í upp­á­haldi hjá þér núna?

„ANTI.GRA­VITY spreyið er alltaf í miklu upp­á­haldi og mikið notað baksviðs. Það gef­ur hár­inu lyft­ingu og hald, hárið verður viðráðan­legra og liðir og greiðslur hald­ast bet­ur í hár­inu. HAIR.RESORT sprey er einnig mjög vin­sælt, það gef­ur þessa sól­strand­ar­til­finn­ingu í hárið. YOUNG.AGAIN DRY CONDITI­ONER gef­ur líka létt­an glans yfir þurrt hárið, nær­ir og mýk­ir,“ seg­ir Katrín.

Yfirhárgreiðslumaðurinn Massimo lagði línurnar og Katrín og félagar unnu út …
Yf­ir­hár­greiðslumaður­inn Massimo lagði lín­urn­ar og Katrín og fé­lag­ar unnu út frá því. Ljós­mynd/​Aðsend
Fyrirsæturnar tilbúnar með fallega greitt hár fyrir sýningu.
Fyr­ir­sæt­urn­ar til­bún­ar með fal­lega greitt hár fyr­ir sýn­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend
Mikill undirbúningur er á bak við hárið á tískusýningunum.
Mik­ill und­ir­bún­ing­ur er á bak við hárið á tísku­sýn­ing­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is