Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílaþjónusta | 17. febrúar 2024

Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílstjórinn sem grunaður er um nauðgun í byrjun febrúar hefur verið tekinn úr umferð hjá City Taxi. Maðurinn sem um ræðir er hælisleitandi.

Tekinn úr umferð hjá City Taxi eftir meinta nauðgun

Leigubílaþjónusta | 17. febrúar 2024

Sigtryggur harmar atvikið en kveðst hafa tekið manninn úr umferð …
Sigtryggur harmar atvikið en kveðst hafa tekið manninn úr umferð um leið og hann frétti þetta. mbl.is/Unnur Karen

Leigu­bíl­stjór­inn sem grunaður er um nauðgun í byrj­un fe­brú­ar hef­ur verið tek­inn úr um­ferð hjá City Taxi. Maður­inn sem um ræðir er hæl­is­leit­andi.

Leigu­bíl­stjór­inn sem grunaður er um nauðgun í byrj­un fe­brú­ar hef­ur verið tek­inn úr um­ferð hjá City Taxi. Maður­inn sem um ræðir er hæl­is­leit­andi.

Þetta seg­ir Sig­trygg­ur Arn­ar Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri City Taxi, en maður­inn keyrði fyr­ir það fyr­ir­tæki.

Sig­trygg­ur harm­ar at­vikið en kveðst hafa tekið mann­inn úr um­ferð um leið og hann frétti að maður­inn starfaði hjá sér. 

Vís­ir greindi fyrst frá. 

Fékk að vita hver maður­inn var fyrst hjá blaðamanni

Kveðst Sig­trygg­ur hafa frétt að því að maður­inn væri starf­andi hjá sér eft­ir að blaðamaður hjá Vísi hafði sam­band við sig.

Hann seg­ir að vegna trúnaðar stjórn­valda við þann grunaða hafi hann ekki verið upp­lýst­ur um að maður­inn starfaði hjá sér. Seg­ir hann að um leið og málið kom upp hafi hann reynt að úti­loka eft­ir fremsta megni að úti­loka það að maður­inn starfaði hjá sér.

„Mér finnst þetta rosa­lega dap­ur­legt. Til hvers erum við eft­ir­litsaðila eins og Sam­göngu­stofu ef að hvorki lög­regla né yf­ir­völd treysta Sam­göngu­stofu ekki? Hvað með öll sak­lausu börn­in sem setj­ast upp í leigu­bíl­ana og þess­ir menn eru áfram í um­ferð því það var aldrei til­kynnt að þeir voru að gera ein­hverja hluti?,“ seg­ir Sig­trygg­ur.

Tveir menn voru hand­tekn­ir í upp­hafi mánaðar grunaðir um gróft kyn­ferðis­brot gegn konu en ann­ar maður­inn er leigu­bíl­stjóri.

„Þess­ir aðilar koma hingað til lands­ins, ríkið borg­ar fyr­ir meira­prófið fyr­ir þá og borg­ar fyr­ir nám­skeiðin og allt svo­leiðis. Þeir taka próf­in, próf­in eru á ís­lensku og þeir skilja ekki orð í ís­lensku,“ seg­ir hann.

mbl.is