Segir könnun Kópavogsbæjar vera gallaða

Leikskólamál | 18. febrúar 2024

Segir könnun Kópavogsbæjar vera gallaða

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, kallar eftir betri mælingum með ánægju foreldra á nýju leikskólakerfi sem tekið var upp í Kópavogi. 

Segir könnun Kópavogsbæjar vera gallaða

Leikskólamál | 18. febrúar 2024

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, kallar eftir betri mælingum með ánægju foreldra á nýju leikskólakerfi sem tekið var upp í Kópavogi. 

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, kallar eftir betri mælingum með ánægju foreldra á nýju leikskólakerfi sem tekið var upp í Kópavogi. 

Í vikunni birti Kópavogsbær könn­un sem mældi ánægju for­eldra og starfs­manna með nýtt kerfi. 

Segir Sigurbjörg í samtali við mbl.is að erfitt sé að draga ályktanir út frá niðurstöðum könnunarinnar því að könnunin sé sjálf gölluð, að hennar mati. 

Erfitt að draga fram neikvætt sjónarmið

„Allar spurningarnar eru orðaðar sem jákvæðar fullyrðingar og svo er fólk beðið um að taka afstöðu til þess hversu sammála eða ósammála það er þeim,“ segir Sigurbjörg. 

Segir hún að miðað við spurningarnar og svarmöguleikana að þá sé erfitt að fá fram neikvætt sjónarmið foreldra. 

Vísar Sigurbjörg í þessa spurningu til dæmis.
Vísar Sigurbjörg í þessa spurningu til dæmis. Skjáskot/Könnun Kópavogs

„Þú getur raunverulega bara fengið jákvæðar niðurstöður eða í besta falli túlkað það sem hlutlaust.“

Spurningarnar í raun leiðandi

Hún kveðst þó ekki endilega viss um það að annar aðili en sveitarfélagið hafi átt að framkvæma könnunina. Hún segir hins vegar að vanda hefði mátt betur til verka og tryggt þannig að spurningarnar væru settar fram á hlutlausan hátt. Í raun megi segja að spurningarnar hafi verið leiðandi.

Þá segir hún að túlkunin á niðurstöðunum, af hálfu bæjarins, hafi jaðrað á við að vera lygileg.

„Breytingarnar eru sagðar jákvæðar fyrir skipulag fjölskyldna en raunin er sú að undir helmingur svarenda segir sveigjanlegan dvalartíma hafa jákvæð áhrif á skipulag fjölskyldunnar, 21% segja hvorki né og 30% segist ósammála fullyrðingunni að áhrifin séu jákvæð fyrir skipulag fjölskyldunnar. Það er hæpið að fullyrða um jákvæð áhrif hér.“

Tekur ekki afstöðu til þess hvernig kerfið hefur virkað

Hvernig finnst þér nýja kerfið hafa virkað fyrir fjölskyldur?

„Ég hef bara ekki forsendur til að meta það en maður heyrir auðvitað margar gagnrýnisraddir,“ svarar Sigurbjörg og bætir við: 

„Ég starfa alltaf þannig að ég vil taka upplýstar ákvarðanir byggðar á gögnum. Þarna er verið að fara af stað í tilraunaverkefni, sem er bara gott og vel, en það þarf þá að vera ákveðin auðmýkt til staðar gagnvart því að niðurstöðurnar geti orðið að einhverju leyti neikvæðar og það þurfi að mæta því ef að það kemur eitthvað í ljós. Ekki bara hundsa það sem er neikvætt og segja „hér er allt frábært“ og í raun beinlínis ljúga.“

mbl.is