Skyndiákvörðun sem breyttist í eftirminnilegasta ferðalagið

Sólarlandaferðir | 18. febrúar 2024

Skyndiákvörðun sem breyttist í eftirminnilegasta ferðalagið

Hin 22 ára gamla Jóhanna Friðrika Weisshappel er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nám í sjúkraþjálfarafræðum. Hún hefur gaman af því að ferðast og kanna nýjar slóðir, en henni þykir ekki síður gaman að plana ferðalögin og finna góð ferðatilboð þar sem hún fær sem mest fyrir peninginn.  

Skyndiákvörðun sem breyttist í eftirminnilegasta ferðalagið

Sólarlandaferðir | 18. febrúar 2024

Jóhanna Friðrika Weisshappel hefur verið dugleg að ferðast um heiminn, …
Jóhanna Friðrika Weisshappel hefur verið dugleg að ferðast um heiminn, en hún segir ferðaáhugann aukast með hverju árinu sem líður. Samsett mynd

Hin 22 ára gamla Jóhanna Friðrika Weisshappel er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nám í sjúkraþjálfarafræðum. Hún hefur gaman af því að ferðast og kanna nýjar slóðir, en henni þykir ekki síður gaman að plana ferðalögin og finna góð ferðatilboð þar sem hún fær sem mest fyrir peninginn.  

Hin 22 ára gamla Jóhanna Friðrika Weisshappel er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nám í sjúkraþjálfarafræðum. Hún hefur gaman af því að ferðast og kanna nýjar slóðir, en henni þykir ekki síður gaman að plana ferðalögin og finna góð ferðatilboð þar sem hún fær sem mest fyrir peninginn.  

Árið 2020 fór Jóhanna í lýðháskóla í Danmörku og féll algjörlega fyrir landinu og menningunni. „Ég vissi um leið að ég væri ekkert á leiðinni aftur til Íslands á næstunni. Ég elska að búa í Danmörku. Það besta við það er klárlega veðrið og sólin, en sumarið hérna úti er algjört æði og svo er virkilega gott að vera í háskóla hérna þar sem námið er frábært og nemendur fá mörg fríðindi sem ekki fást heima,“ segir Jóhanna. 

Jóhanna féll fyrir Danmörku þegar hún fór í lýðháskóla þar …
Jóhanna féll fyrir Danmörku þegar hún fór í lýðháskóla þar árið 2020.

Þótt hún kunni afar vel við sig í Kaupmannahöfn viðurkennir Jóhanna að það séu vissir hlutir sem hún sakni við Ísland. „Það versta við að búa í Danmörku er að hitta fjölskylduna og vinina á Íslandi sjaldnar. En ég hef þó verið dugleg að koma í heimsóknir til Íslands þar sem ég reyni að hitta sem flesta,“ segir hún. 

„Þar á eftir verð ég að segja að íslenska vatnið sé það sem ég sakna mest og að geta farið í heita pottinn eftir langan og erfiðan dag,“ bætir hún við. 

Það sem Jóhanna saknar mest við Ísland er fjölskyldan og …
Það sem Jóhanna saknar mest við Ísland er fjölskyldan og vinirnir, íslenska vatnið og heiti potturinn.

Fann gleðina í að plana eigin ferðalög

Aðspurð segist Jóhanna alla tíð hafa haft áhuga á ferðalögum en áhuginn hafi þó aukist með árunum. „Eftir að ég varð eldri og sjálfstæð þá fann ég gleðina í að plana mín eigin ferðalög með kærastanum mínum,“ segir hún. 

Hvert hefur þú mest verið að ferðast?

„Sem krakki var ég mjög heppin og ferðaðist mikið til Evrópu með fjölskyldunni minni. Við vorum dugleg að fara til nýtta landa á hverju ári og ég reyni að gera það enn þann dag í dag. Mér finnst líka alltaf gaman að skreppa í helgarferð til Lundúna á tónleika eða fótboltaleik.“

Jóhanna og kærastinn hennar Andreas Carlsson.
Jóhanna og kærastinn hennar Andreas Carlsson.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Uppáhaldsferðalögin mín eru klárlega blanda af afslöppun og plönum og helst í mikilli sól. Ég hef verið dugleg að plana ferðalögin mín áður en ég legg af stað, til dæmis með því að skrifa niður nöfnin á þeim stöðum sem mig langar til að heimsækja og staðsetja veitingastaði sem mig langar til að borða á. Þetta gerir ferðalagið svo mikið auðveldara. 

Svo er ég líka algjör nörd í að fylgjast með góðum tilboðum og reyni að fá eins mikið fyrir peninginn og hægt er.“

Uppáhaldsferðalög Jóhönnu eru sólrík.
Uppáhaldsferðalög Jóhönnu eru sólrík.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalag sem þú hefur farið í?

„Við kærastinn minn heimsóttum litla eyju í Grikklandi sem heitir Zakynthos í fyrrasumar. Þetta var mikil skyndiákvörðun og væntingarnar voru ekki miklar en svo kom hún okkur svo mikið á óvart og var svo falleg að ég held ég verði að segja að sú ferð sé eftirminnilegust.“

Jóhanna og Andreas heimsóttu grísku eyjuna Zakynthos í fyrrasumar sem …
Jóhanna og Andreas heimsóttu grísku eyjuna Zakynthos í fyrrasumar sem kom þeim skemmtilega á óvart.

Hefur þú lent í einhverju hættulegu á ferðalagi erlendis?

„Orðum það bara þannig að kannski er ekki besta hugmyndin að leigja ódýrasta bílinn í sjoppunni við hliðina á hótelinu fyrir „road trip“ á grískri eyju ... Annars hef ég verið mjög heppin og aldrei lent í neinu sem ekki endaði vel.“

Ferðalagið var sannarlega eftirminnilegt.
Ferðalagið var sannarlega eftirminnilegt.

Besti maturinn sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Gott pasta klikkar seint, en maturinn á Portúgal var rosalega góður og mikið af flottum veitingastöðum.“

Að sögn Jóhönnu eru maturinn í Portúgal virkilega góður og …
Að sögn Jóhönnu eru maturinn í Portúgal virkilega góður og mikið af flottum veitingastöðum þar.

Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi?

„Ég hef alltaf elskað að ferðast um Ísland en Vestfirðirnir eru fallegasti staður á landinu að mínu mati.“

Vestfirðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Jóhönnu.
Vestfirðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá Jóhönnu.

Hvert dreymir þig um að fara?

„Draumurinn er að taka langa reisu til Nýja Sjálands og Ástralíu, en það gerist líklega ekki fyrr en eftir nokkur ár.“

Eru einhver ferðalög framundan hjá þér?

„Ég er að fara að heimsækja Prag í apríl en annars er ekkert planað eins og er, en sumarið fer í að ferðast eitthvað meira.“

Draumurinn er að fara í reisu til Nýja Sjálands og …
Draumurinn er að fara í reisu til Nýja Sjálands og Ástralíu.
mbl.is