Fimm fjölskylduvæn skíðasvæði í Evrópu

Gaman saman | 19. febrúar 2024

Fimm fjölskylduvæn skíðasvæði í Evrópu

Skíðaferðir eru í uppáhaldi hjá mörgum, enda fullkomin blanda af skemmtun, ævintýrum og útivist fyrir alla fjölskylduna. Það getur þó verið snúið að velja skíðasvæði sem hentar mismunandi getustigi innan fjölskyldunnar og því tók vefur Times saman lista yfir fjölskylduvænstu skíðasvæðin í Evrópu.

Fimm fjölskylduvæn skíðasvæði í Evrópu

Gaman saman | 19. febrúar 2024

Það er fátt sem toppar skíðaferð í góðum hópi!
Það er fátt sem toppar skíðaferð í góðum hópi! Ljósmynd/Unsplash/Anik Labreigne

Skíðaferðir eru í upp­á­haldi hjá mörg­um, enda full­kom­in blanda af skemmt­un, æv­in­týr­um og úti­vist fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Það get­ur þó verið snúið að velja skíðasvæði sem hent­ar mis­mun­andi getu­stigi inn­an fjöl­skyld­unn­ar og því tók vef­ur Times sam­an lista yfir fjöl­skyldu­vænstu skíðasvæðin í Evr­ópu.

Skíðaferðir eru í upp­á­haldi hjá mörg­um, enda full­kom­in blanda af skemmt­un, æv­in­týr­um og úti­vist fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Það get­ur þó verið snúið að velja skíðasvæði sem hent­ar mis­mun­andi getu­stigi inn­an fjöl­skyld­unn­ar og því tók vef­ur Times sam­an lista yfir fjöl­skyldu­vænstu skíðasvæðin í Evr­ópu.

Tig­nes, Frakklandi

Tig­nes er sveit­ar­fé­lag í Rhô­ne-Alpes-héraði í suðaust­ur­hluta Frakk­lands sem er þekkt fyr­ir að vera með hæsta skíðasvæðið og lengsta skíðatíma­bilið í Evr­ópu. Skíðasvæðið þykir því henta vel fyr­ir fjöl­skyld­ur yfir pásk­ana, en þar er úr­val af skíðabraut­um fyr­ir alla ald­urs- og getu­hópa.

Tignes er hinn fullkomni áfangastaður yfir páskana.
Tig­nes er hinn full­komni áfangastaður yfir pásk­ana. Ljós­mynd/​Unsplash/​Robert Bye

Les Arcs, Frakklandi

Les Arcs er spenn­andi skíðasvæði í Sa­voie-héraði í Frakklandi. Það sem ger­ir þetta skíðasvæði fjöl­skyldu­vænt er gist­ing­in, en þar eru frá­bær hót­el fyr­ir fjöl­skyld­ur sem bjóða upp á allt sem þú þarft, en þar að auki er frá­bær skíðakennsla í fjall­inu og barna­klúbb­ar sem skemmta yngstu skíðagörp­un­um. 

Það vantar ekki upp á fegurðina í Les Arcs!
Það vant­ar ekki upp á feg­urðina í Les Arcs! Ljós­mynd/​Unsplash/​Ju­liette G.

Les Menuires, Frakklandi

Les Manuires er skíðasvæði í Sa­voie-héraði í Frakklandi sem býður ekki ein­ung­is upp á skemmti­leg­ar skíðabrekk­ur held­ur einnig úr­val af fjöl­breyttri afþrey­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Á svæðinu eru til dæm­is tvær al­menn­ings­sund­laug­ar og gríðar­stór leik­völl­ur fyr­ir börn und­ir sjö ára. 

Það sem einkennir þetta skíðasvæði er úrval af fjölbreyttri afþreyingu …
Það sem ein­kenn­ir þetta skíðasvæði er úr­val af fjöl­breyttri afþrey­ingu fyr­ir utan skíðabrekk­urn­ar. Ljós­mynd/​Unsplash/​Yann Allegre

La Ros­ière, Frakklandi

La Ros­ière er skíðasvæði sem einnig er staðsett í Sa­voie-héraði í Frakklandi. Ein­stakt út­sýni er frá svæðinu yfir Tar­entaise-dal­inn og í átt að nokkr­um af fræg­ustu skíðasvæðum jarðar, þar á meðal Les Arcs sem fjallað var um hér að ofan. Það sem ein­kenn­ir þetta skíðasvæði er af­slappað and­rúms­loft og fjöl­breytt­ar skíðabrekk­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una. 

La Rosière býður gestum upp á skemmtilegar brekkur, fallegt útsýni …
La Ros­ière býður gest­um upp á skemmti­leg­ar brekk­ur, fal­legt út­sýni og af­slappað and­rúms­loft. Ljós­mynd/​Unsplash/​Tim Arnold

Serfaus, Aust­ur­ríki

Serfaus er sveita­fé­lag í Týról-fylki í Aust­ur­ríki sem er þekkt fyr­ir að taka vel á móti fjöl­skyld­um. Þar er að finna barn­væn hót­el með barna­klúbb­um og sund­laug­um, en á skíðasvæðinu eru brekk­ur sér­sniðnar fyr­ir byrj­end­ur með góðum skíðakenn­ur­um. 

Brekkurnar í Serfaus þykja sérlega góðar fyrir byrjendur.
Brekk­urn­ar í Serfaus þykja sér­lega góðar fyr­ir byrj­end­ur. Ljós­mynd/​Unsplash/​Rena­at Peeters
mbl.is