„Það breyttist allt eftir að hann dó“

Podcast með Sölva Tryggva | 19. febrúar 2024

„Það breyttist allt eftir að hann dó“

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun: 

„Það breyttist allt eftir að hann dó“

Podcast með Sölva Tryggva | 19. febrúar 2024

Arnór Sveinsson jógakennari. Hér má sjá hann árið 2013.
Arnór Sveinsson jógakennari. Hér má sjá hann árið 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Arn­ór Sveins­son jóga­kenn­ari gjör­breytti lífi sínu eft­ir skyndi­legt bana­slys frænda síns og ná­ins vin­ar sem var með hon­um til sjós. Arn­ór, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eft­ir sér, en eft­ir slysið fór hann á flakk um heim­inn til að læra hug­leiðslu, önd­un- og kuldaþjálf­un: 

Arn­ór Sveins­son jóga­kenn­ari gjör­breytti lífi sínu eft­ir skyndi­legt bana­slys frænda síns og ná­ins vin­ar sem var með hon­um til sjós. Arn­ór, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eft­ir sér, en eft­ir slysið fór hann á flakk um heim­inn til að læra hug­leiðslu, önd­un- og kuldaþjálf­un: 

„Ég kunni mjög vel við mig á sjón­um. Ég byrjaði þar ung­ur og átti mjög góða vini um borð og maður fann hvernig það var að vera í sam­fé­lagi þar sem all­ir sinna hlut­verki og all­ir eru mik­il­væg­ir. Fólk get­ur verið ósam­mála og jafn­vel harka­legt, en svo er það bara út­kljáð hratt og all­ir eru vin­ir á eft­ir. Ég var bú­inn að vera í ell­efu ár á sjón­um þegar ég hætti. Lífs­stíll­inn minn í landi á milli túra var ekki sér­stak­lega góður. Maður var í al­gjöru fríi þegar maður var ekki úti á sjó og þá djammaði ég tal­vert og reykti mikið gras, sem var orðinn minn flótti frá því að mæta sjálf­um mér,” seg­ir Arn­ór sem seg­ir að allt hafi breyst eft­ir ut­an­lands­ferð þar sem áhöfn­in ætlaði að skemmta sér sam­an:

„Náfrændi minn sem ég leit mikið upp til dó í þess­arri ferð í hræðilegu slysi. Þetta gerðist í Riga í Lett­landi. Hann var drukk­inn og hafði orðið viðskila við hóp­inn og endaði ein­hvern veg­inn inni í spennu­stöð og lést strax. Ég fékk frétt­irn­ar um morg­un­inn og það var gríðarlegt sjokk fyr­ir mig. Hann var eldri en ég og ég leit mikið upp til hans, þannig að þetta var mikið högg. Eft­ir þetta áttaði ég mig á því að það væri meira í líf­inu en að vera bara á sjón­um og djamma og reykja gras þess á milli.“

Kynnt­ist munki

Eft­ir þetta sneri Arn­ór lífi sínu gjör­sam­lega við og hef­ur ekki snúið aft­ur síðan. Hann byrjaði á að fara aðra leið til Tæ­l­ands einn út í óviss­una:

„Ég flaug til Tæ­l­ands og vissi í raun ekk­ert hvað ég var að fara út í, en þar upp­hófst sér­stök at­b­urðarrás, þar sem ör­lög­in tóku í raun í taum­ana og gæf­an leiddi mig áfram. Ég endaði í litl­um bæ í norður­hluta lands­ins, þar sem ég kynnt­ist munki sem ég var svo lán­sam­ur að fá að verja dýr­mæt­um tíma með. Þar fór ég í djúpa innri vinnu, lærði hug­leiðslu og fékk grunn­inn að því sem er nálg­un mín í því sem ég er að gera í dag. Þessi munk­ur var minn fyrsti kenn­ari og ég lærði gríðarlega mikið af hon­um. Ég fylgdi hon­um um landið og og hug­leidd­um meðal ann­ars í hell­um og fleira. Hægt og ró­lega fór ég að átta mig á öll­um hlut­un­um sem ég þarf ekki á að halda í líf­inu og allt fór að verða ein­fald­ara. Síðan þá hef ég ferðast víðs veg­ar um heim­inn og sótt fjöld­ann all­an af nám­skeiðum sem tengj­ast jóga, hug­leiðslu og and­legri vinnu.”

Arn­ór hef­ur síðustu 10 ár kennt jóga og önd­un og haldið fjöl­mörg nám­skeið. Hann lærði líka kuldaþjálf­un hjá ís­mann­in­um Wim Hof, sem hann seg­ir hafa verið stór­merki­lega reynslu:

„Ég fór 2017 að læra kuldaþjálf­un í Póllandi. Ég vildi læra eitt­hvað sem væri meiri meiri brú inn í and­lega heim­innn fyr­ir karl­menn. Þegar þú ert kom­inn með snar­geggjaðan Hol­lend­ing sem á alls kon­ar heims­met að hoppa ofan í kalt vatn er lík­legra að þú náir eyr­um karl­manna en bara með yoga og hug­leiðslu. Þetta var frá­bær hóp­ur og það myndaðist mikið bræðralag, þó að við höf­um ekki náð á topp­inn á fjall­inu sem farið er upp á á stutt­bux­um ein­um, af því að veðrið var of slæmt. En svo þegar ég fór í kenn­ara­námið fór­um við aft­ur upp á fjallið og þá fór allt í steik. Síðasti hlut­inn af fjall­inu er mjög grýtt­ur og erfiður. Þegar við vor­um kom­in þangað upp byrjaði að hvessa og rigna rosa­lega og það var ískalt og það fór allt í rugl. Fólk var hætt að sjá meira en metra fram fyr­ir sig og kenn­ar­arn­ir voru bún­ir að týna nem­end­un­um. Rign­ing­in var svo köld að hún fraus um leið og hún lenti. En ein­hvern veg­in náði ég að kom­ast í gríðarlegt flæði og upp­lifði eina mestu nú­vit­und sem ég hef upp­lifað á æv­inni. En eft­ir á að hyggja var þetta frek­ar klikkað og ástandið á sum­um var ekki gott og þetta hefði hæg­lega getað endað illa. Þrír of­kæld­ust og marg­ir voru í al­gjöru sjokki.“

Streita ein­kenn­ir líf fólks

Arn­ór hef­ur und­an­farið lagt sér­stak­lega mikla áherslu á að vinna með tauga­kerfið, enda sér hann í störf­um sín­um að stór hluti sam­fé­lags­ins sé kom­inn yfir strikið í streitu og þurfi nauðsyn­lega að ná sér til baka:

„Við erum flest gríðarlega föst í vön­um okk­ar og þess vegna er svo mik­il­vægt að byrja dag­inn á að tengja sig með ein­hverj­um hætti, svo að maður sé ekki bara eins og lauf í vindi að bregðast við ein­hverju all­an dag­inn. Þegar fólk byrj­ar að ástunda hug­leiðslu og önd­un ger­ast oft magnaðir hlut­ir. Það þarf þol­in­mæði, en hægt og ró­lega kemst maður að því hvaða vana maður vill ekki hafa og byrj­ar að veita því at­hygli sem maður vill vera. Því oft­ar sem þú get­ur tengt þig yfir dag­inn, því meira ertu á staðnum og því lík­legra er að þú náir að af­tengja þig þessu stöðuga streitu­ástandi sem við erum flest orðin háð. Mjög marg­ir eru komn­ir á þann stað að vakna í streitu­ástandi og byrja dag­inn á því að flýta sér af stað og fá sér kaffi. Streitu­horm­ón­in byrja strax að kikka inn, svo tek­ur um­ferðin við og svo yf­ir­maður­inn í vinn­unni og svo fram­veg­is. Svo not­ar fólk skyndi­bita, sím­ann og meira kaffi til þess að halda sér gang­andi, viðhalda streitu­horm­ón­um og flýja sjálft sig. Meiri­hluta dags­ins ert þú fast­ur í annað hvort „fig­ht“ eða „flig­ht“ ástandi. Þetta virk­ar í ákveðinn tíma, en til lengri tíma end­ar þetta svo í „freeze“ og þá kem­ur kuln­un og fólk neyðist til að taka á mál­un­um. Ég hvet fólk til að prófa að byrja dag­inn á að sleppa því að fara í sím­ann og sitja aðeins með sjálfu sér og anda og velja hvernig þú vilt fara inn í dag­inn. Þetta þarf ekki að taka nema nokkr­ar mín­út­ur.”

Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is