Mygla greinst í Stjórnsýsluhúsinu

Mygla í húsnæði | 25. febrúar 2024

Mygla greinst í Stjórnsýsluhúsinu

Mygla hefur greinst í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. 

Mygla greinst í Stjórnsýsluhúsinu

Mygla í húsnæði | 25. febrúar 2024

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mygla hef­ur greinst í Stjórn­sýslu­húsi Norðurþings á Húsa­vík. 

Mygla hef­ur greinst í Stjórn­sýslu­húsi Norðurþings á Húsa­vík. 

Í sam­tali við RÚV sagði Katrín Sig­ur­jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Norðurþings, að húsið við Ket­ils­braut væri komið til ára sinna og að starfs­fólk hefði grunað um nokk­urt skeið að raki væri í hús­inu.

Fann fyr­ir óþæg­ind­um

Niðurstaða grein­ing­ar Verkís leiddi í ljós að mygla er á þrem­ur stöðum, en kjall­ari húss­ins er verst far­inn. Einn starfsmaður fann fyr­ir óþæg­ind­um eft­ir viðveru í hús­inu og vinn­ur nú heim­an frá. Að öðru leyti hef­ur mygl­an lít­il áhrif á starf­sem­ina. 

Í fund­ar­gerð byggðarráðs Norðurþings frá 15. fe­brú­ar seg­ir að ráðið feli sveit­ar­stjóra að vinna að því að finna lausn á framtíðar hús­næðismál­um stjórn­sýsl­unn­ar á Húsa­vík með það að mark­miði að hagræða í húsa­kosti sveit­ar­fé­lags­ins.

Að sögn Katrín­ar mun byggðarráð fjalla um málið á fimmtu­dag og þá von­andi skýrist hvort að bæj­ar­skrif­stof­unn­ar verði flutt­ar. 

mbl.is