Ásgeir Kolbeins: Sterkari eftir erfiðleika

Podcast með Sölva Tryggva | 26. febrúar 2024

Ásgeir Kolbeins: Sterkari eftir erfiðleika

Ásgeir Kolbeinsson fjölmiðlamaður segir lífið hafa kennt sér að horfa á erfiðleika sem tækifæri. Ásgeir sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, fer í þættinum yfir ferilinn, erfiðleika í kringum rekstur veitingastaða í Covid, brottrekstur úr útvarpinu og fleira. 

Ásgeir Kolbeins: Sterkari eftir erfiðleika

Podcast með Sölva Tryggva | 26. febrúar 2024

Hér er Ásgeir Kolbeinsson með konu sinni Bryndísi Heru Gísladóttur. …
Hér er Ásgeir Kolbeinsson með konu sinni Bryndísi Heru Gísladóttur. Ásgeir opnar sig í viðtali við Sölva Tryggvason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Kol­beins­son fjöl­miðlamaður seg­ir lífið hafa kennt sér að horfa á erfiðleika sem tæki­færi. Ásgeir sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, fer í þætt­in­um yfir fer­il­inn, erfiðleika í kring­um rekst­ur veit­ingastaða í Covid, brottrekst­ur úr út­varp­inu og fleira. 

Ásgeir Kol­beins­son fjöl­miðlamaður seg­ir lífið hafa kennt sér að horfa á erfiðleika sem tæki­færi. Ásgeir sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, fer í þætt­in­um yfir fer­il­inn, erfiðleika í kring­um rekst­ur veit­ingastaða í Covid, brottrekst­ur úr út­varp­inu og fleira. 

„Ég hef í gegn­um tíðina haft mikla til­hneig­ingu til að vilja laga hluti og hafa alla góða, en með tím­an­um hef ég lært að það er ekki alltaf hægt. Auðvitað finnst mér leiðin­legt ef fólk held­ur eitt­hvað slæmt um mig, en stund­um er bara ekki hægt að breyta því eða hafa áhrif á það. Þú ert kannski með 100 manns í veislu og 99 finnst þú frá­bær, en það er alltaf þessi eini sem er með allt á horn­um sér. Til­hneig­ing­in er þá að vaða í þenn­an eina og reyna að laga hann. En svo átt­ar maður sig á því að það er eitt­hvað sem maður á ekki að gera og er hvort sem er til­gangs­laust,“ seg­ir Ásgeir. 

Var sagt upp

Annað sem Ásgeir fer yfir í þætt­in­um er þegar hann var rek­inn úr starfi í fyrsta sinn á æv­inni, sem síðar kom í ljós að var byggt á mis­skiln­ingi:

„FM 957 var í Álfa­bakka á þess­um tíma og það var gríðarleg sam­keppni á milli út­varps­stöðvanna, enda voru þær í eigu ólíkra aðila. Þú varst í raun í sitt­hvoru liðinu, en ég ver­andi diplómat þekkti fólk á báðum stöðum og var kannski ekki mikið í þess­ari liðsskipt­ingu. Ef ein­hver sá þig í húsa­kynn­um keppi­naut­ana byrjuðu alls kon­ar sög­ur. Það var ekk­ert spotify eða annað slíkt á þess­um tíma og veit­ingastaðir þurftu að láta búa til fyr­ir sig „playl­ista“ og ég var með samn­ing við Hard Rock. Ég þurfti að sitja yfir spól­un­um í fleiri fleiri klukku­tíma til að búa til þessa lagalista. En svo mæti ég einn dag­inn niður í Álfa­bakka og er rek­inn á staðnum. Skýr­ing­in sem var gef­in var að ég væri alltaf að vesen­ast eitt­hvað þarna á næt­urn­ar og öðrum skrýtn­um tím­um og það væru grunn­semd­ir um að ég væri í iðnaðarnjósn­um. Að ég væri að skoða gögn og leka því upp á Lyng­háls þar sem keppi­naut­arn­ir voru. Þegar ég reyndi að út­skýra mig var bara horft á það sem lé­legt yfir­klór og brottrekst­ur­inn stóð,“ seg­ir Ásgeir. Hann seg­ir að þetta hafi verið mjög óþægi­legt, ekki bara að vera rek­inn úr vinnu, held­ur að verið væri að saka sig um hluti sem hann hafði ekki gert:

„Ég lærði hell­ing á þessu og þetta var eitt af fyrstu skipt­un­um þar sem ég náði að snúa ein­hverju sem virt­ist hræðilegt í fyrstu yfir í eitt­hvað gott. Ég fékk ein­hverju eft­ir þetta vinnu hjá Íslenska út­varps­fé­lag­inu á næt­ur­vökt­um bæði á föstu­dög­um og laug­ar­dög­um frá 10-3 um nótt­ina og náði svo smám sam­an að klóra mig upp stig­ann og kom­ast á betri vakt­ir í út­varp­inu. Það var erfitt að taka þarna langt tíma­bil sem ung­ur maður þar sem ég gat aldrei farið út að skemmta mér um helg­ar eða fara í bíó á kvöld­in, af því að ég var fast­ur á þess­um vökt­um.“

Fékk ekki frí hjá Björg­vini Hall­dórs­syni

Yf­ir­maður Ásgeirs á þess­um tíma var sjálf­ur Björg­vin Hall­dórs­son, sem var dag­skrár­stjóri og hann gaf eng­an af­slátt:

„Björg­vin var grjót­h­arður og gaf manni eng­an af­slátt. Hann lagði mikið upp úr því að fólk legði hart að sér og vinnu­semi var í for­gangi. Ég bað hann ein­hvern tíma um frí af því að það var árs­hátíð og mig langaði að taka þátt. Ég hafði þá verið fast­ur á þess­um næt­ur­vökt­um lengi og hélt að ég fengi loks­ins frí. En Bó horfði bara á mig og svaraði:

„Frí? Þetta er ekki Kassa­gerðin kall­inn minn.“

Þar með var það út­rætt og ekki rætt neitt frek­ar. Þetta var á tíma þegar það var tals­vert meira mál að vera út­varps­maður held­ur en í dag. Það þurfti að finna til plöt­ur og geisladiska fyr­ir hvert ein­asta lag alla vakt­ina. Þannig að ef maður fékk í mag­ann eða eitt­hvað slíkt þurfti bara að setja átta mín­útna lag á fón­inn og vona að maður næði að klára kló­sett­ferðina áður en lagið kláraðist. Þeir sem þekktu brans­ann vissu að ef maður heyrði óvenju­lega löng lög var það yf­ir­leitt ávís­un á að það væri eitt­hvað vesen í gangi!“

Ósátt­ur við aðgerðir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um

Ásgeir hef­ur á und­an­förn­um árum rekið bæði skemmti­staði og veit­ingastaði og seg­ir ekk­ert mik­il­væg­ara en að hafa gott starfs­fólk og sam­starfs­fólk:

„Virðing­ar­leysi er orðið svo­lítið al­gengt hjá yngra fólki í dag. Við sjá­um það í mörgu í sam­fé­lag­inu. Ef við ætl­um að búa sam­an í sam­fé­lagi verðum við að hafa virðingu fyr­ir regl­um sam­fé­lags­ins og koma vel fram við fólk. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr því að vera með fólk í vinnu sem læt­ur fólki líða vel og þú dríf­ur aldrei lengra en starfs­fólkið þitt í þess­ari teg­und af rekstri,“ seg­ir Ásgeir, sem seg­ir Covid hafa farið illa með rekst­ur­inn á veit­ingastaðnum Punk sem á end­an­um þurfti að leggja upp laup­ana:

„Ég var mjög óánægður með aðgerðir stjórn­valda í Covid og það var mjög handa­hófs­kennt hvernig fyr­ir­tæki fengu út­hlutað aðstoð frá stjórn­völd­um. Af því að við vor­um svo ný­lega byrjuð og gát­um því aug­ljós­lega ekki sýnt fram á tekju­fall og það sem voru skil­yrði fyr­ir styrkj­un­um feng­um við enga aðstoð. Það var mjög margt í ólagi við fyr­ir­komu­lagið á þessu öllu sam­an. Það var sárt að horfa upp á eitt­hvað sem heppnaðist svona vel hrynja út af ein­hverju sem við höfðum ekk­ert um að segja. En það sem var sár­ast var að ég fékk góða vini mína inn í þetta og þau töpuðu pen­ing­um á þessu verk­efni. En eins og með annað í líf­inu lær­ir maður af því sem maður ger­ir og þetta fer í reynslu­bank­ann.“

Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is