Fjóla og Ívar gáfu syninum nafn

Frægar fjölskyldur | 26. febrúar 2024

Fjóla og Ívar gáfu syninum nafn

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrverandi stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og knattspyrnumaðurinn Ívar Örn Árnason eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 9. janúar síðastliðinn. Nú hafa þau gefið syninum nafn. 

Fjóla og Ívar gáfu syninum nafn

Frægar fjölskyldur | 26. febrúar 2024

Sonur Fjólu Sigurðardóttur og Ívars Arnar Árnasonar er kominn með …
Sonur Fjólu Sigurðardóttur og Ívars Arnar Árnasonar er kominn með nafn! Skjáskot/Instagram

Fjóla Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, og knatt­spyrnumaður­inn Ívar Örn Árna­son eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 9. janú­ar síðastliðinn. Nú hafa þau gefið syn­in­um nafn. 

Fjóla Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, og knatt­spyrnumaður­inn Ívar Örn Árna­son eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 9. janú­ar síðastliðinn. Nú hafa þau gefið syn­in­um nafn. 

Fjóla og Ívar til­kynntu nafnið í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram þar sem þau birtu fal­lega mynd af syn­in­um. Hann fékk nafnið Bjarki Bent Ívars­son. 

Gerðu samn­ing til 18 ára

Parið sagði frá því að þau ættu von á barni á skemmti­leg­an máta í júní 2023, en Ívar spil­ar með KA á Ak­ur­eyri í bestu deild karla í knatt­spyrnu á meðan Fjóla spilaði áður með Fram. 

„Fé­lag­skipta­glugg­inn opnaði fyrr í H3 og við höf­um gert 18 ára samn­ing við mjög efni­leg­an leik­mann sem kem­ur til leiks snemma í janú­ar. Ekki er vitað um þyngd, hæð eða kyn leik­manns­ins eins og stend­ur en fleiri upp­lýs­ing­ar verða til­kynnt­ar seinna,“ skrifuðu þau við skemmti­lega mynd.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með nafnið!

mbl.is