Leigubílstjórarnir hafa verið sviptir leyfi

Leigubílaþjónusta | 26. febrúar 2024

Leigubílstjórarnir hafa verið sviptir leyfi

Samgöngustofa hefur svipt tvo leigubílstjóra leyfi sínu til leigubifreiðaraksturs til bráðabirgða. 

Leigubílstjórarnir hafa verið sviptir leyfi

Leigubílaþjónusta | 26. febrúar 2024

Samgöngustofa hefur svipt tvo leigubílstjóra leyfi sínu til leigubifreiðaaksturs á …
Samgöngustofa hefur svipt tvo leigubílstjóra leyfi sínu til leigubifreiðaaksturs á meðan mál þeirra eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Samsett mynd

Sam­göngu­stofa hef­ur svipt tvo leigu­bíl­stjóra leyfi sínu til leigu­bif­reiðarakst­urs til bráðabirgða. 

Sam­göngu­stofa hef­ur svipt tvo leigu­bíl­stjóra leyfi sínu til leigu­bif­reiðarakst­urs til bráðabirgða. 

Þetta staðfest­ir Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir, sam­skipta­stjóri hjá Sam­göngu­stofu, í sam­tali við mbl.is. 

Tveir leigu­bíl­stjór­ar til rann­sókn­ar hjá kyn­ferðis­brota­deild

Um er að ræða leyfi tveggja leigu­bíl­stjóra sem eru til rann­sókn­ar hjá kyn­ferðisaf­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfðaborg­ar­svæðinu vegna gruns um kyn­ferðis­brot. 

Ann­ar leigu­bíl­stjór­inn er sakaður um að hafa brotið gegn konu í leigu­bíl í miðbæ Reykja­vík­ur í lok nóv­em­ber á síðasta ári.

Hinn leigu­bíl­stjór­inn er grunaður um að hafa sótt konu á leigu­bíl á veit­ingastað í Hafnar­f­irði, í fé­lagi við ann­an mann, og farið með hana að hý­býl­um ann­ars þeirra þar sem grun­ur leik­ur á því að kyn­ferðis­brotið hafi átt sér stað. 

Heim­ild til svipt­ing­ar leyf­is í lög­um um leigu­bif­reiðaakst­ur

mbl.is greindi frá því í síðustu viku að mál ann­ars bíl­stjór­ans væri til skoðunar hjá Sam­göngu­stofu í sam­hengi við ný lög um leigu­bif­reiðaakst­ur sem tóku gildi þann 1. apríl á síðasta ári.

Að sögn Þór­hild­ar var ann­ars veg­ar verið að skoða heim­ild lög­reglu til að veita Sam­göngu­stofu upp­lýs­ing­ar um málið, sam­kvæmt 4. máls­grein 19. grein­ar lag­anna, þannig að Sam­göngu­stofa gæti sinnt eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Hins veg­ar var verið að skoða heim­ild Sam­göngu­stofu sam­kvæmt 3. máls­grein 16. grein­ar lag­anna til þess að svipta um­rædda leigu­bíl­stjóra leyfi sínu til leigu­bif­reiðaakst­urs. 

Þriðja máls­grein 16. grein­ar er svohljóðandi:

„Séu rík­ar ástæður til að ætla að skil­yrði fyr­ir svipt­ingu leyf­is séu fyr­ir hendi og að töf á svipt­ingu geti haft al­manna­hættu í för með sér, svo sem ef leyf­is­hafi hef­ur sann­an­lega gerst sek­ur um víta­vert hátt­erni og telja verður var­huga­vert að hann njóti leyf­is áfram, er Sam­göngu­stofu heim­ilt að svipta leyf­is­hafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til end­an­leg ákvörðun í mál­inu hef­ur verið tek­in.“

Nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar í þágu eft­ir­lits Sam­göngu­stofu 

Þór­hild­ur seg­ir lög­reglu hafa metið beiðni Sam­göngu­stofu um upp­lýs­ing­ar sem svo að um væri að ræða nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar í þágu eft­ir­lits Sam­göngu­stofu. 

Þá seg­ir hún Sam­göngu­stofu hafa metið gögn lög­regl­unn­ar þannig að töf á svipt­ingu leyf­is gæti haft al­manna­hættu í för með sér og því þyrfti aðbeita 3. mgr. 16. grein lag­anna og svipta þannig leigu­bíl­stjór­ana leyfi sínu til leigu­bif­reiðaakst­urs þegar í stað til bráðabirgða, eða þar til end­an­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in í mál­inu.

mbl.is