Lúxusinn fólst í að geyma fjölskylduna á almenningsfarrými

Mamman | 26. febrúar 2024

Lúxusinn fólst í að geyma fjölskylduna á almenningsfarrými

TikTok-færsla breskrar móður hefur vakið hörð viðbrögð meðal netverja og þá sérstaklega foreldra. Myndskeiðið sýnir brotabrot frá 11 klukkustunda flugferð Ellis Cochlin og fjölskyldu hennar er þau ferðuðust frá París til Los Angeles. Cochlin flaug á fyrsta farrými á meðan sambýlismaður hennar og tíu mánaða gömul dóttir parsins eyddu fluginu á almenningsfarrými flugvélarinnar.

Lúxusinn fólst í að geyma fjölskylduna á almenningsfarrými

Mamman | 26. febrúar 2024

Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis.
Dóttir parsins svaf á gólfi almenningsfarrýmis. Samsett mynd

TikT­ok-færsla breskr­ar móður hef­ur vakið hörð viðbrögð meðal net­verja og þá sér­stak­lega for­eldra. Mynd­skeiðið sýn­ir brota­brot frá 11 klukku­stunda flug­ferð Ell­is Cochlin og fjöl­skyldu henn­ar er þau ferðuðust frá Par­ís til Los Ang­eles. Cochlin flaug á fyrsta far­rými á meðan sam­býl­ismaður henn­ar og tíu mánaða göm­ul dótt­ir pars­ins eyddu flug­inu á al­menn­ings­far­rými flug­vél­ar­inn­ar.

TikT­ok-færsla breskr­ar móður hef­ur vakið hörð viðbrögð meðal net­verja og þá sér­stak­lega for­eldra. Mynd­skeiðið sýn­ir brota­brot frá 11 klukku­stunda flug­ferð Ell­is Cochlin og fjöl­skyldu henn­ar er þau ferðuðust frá Par­ís til Los Ang­eles. Cochlin flaug á fyrsta far­rými á meðan sam­býl­ismaður henn­ar og tíu mánaða göm­ul dótt­ir pars­ins eyddu flug­inu á al­menn­ings­far­rými flug­vél­ar­inn­ar.

Cochlin lýsti flugupp­lif­un­inni á sam­fé­lags­miðlin­um og sagði hana hreint út sagt unaðslega. Hún út­skýrði einnig að sam­býl­ismaður sinn, Rob, hefði boðist til að sinna dótt­ur þeirra í flug­inu og var það víst hluti af „push“ gjöf­inni henn­ar, að upp­lifa barn­lausa flug­ferð. 

Skipt­ar skoðanir meðal net­verja

„Er ég hræðileg mann­eskja fyr­ir að fljúga á fyrsta far­rými?“, spurði Cochlin í upp­hafi mynd­skeiðsins. Hún hélt áfram og út­skýrði ástæðuna, sem var sú að sam­býl­ismaður henn­ar og unga­barn sætu á al­menn­ings­far­rými. 

Mikl­ar umræður sköpuðust í at­huga­semd­ar­kerf­inu og voru frek­ar skipt­ar skoðanir meðal net­verja. Flest­ir voru sam­mála um að ákvörðun Cochlin hafi verið ósann­gjörn og sjálfs­elsk en hún fékk þó stuðning frá nokkr­um mæðrum.

TikT­ok-færsl­an sýn­ir einnig frá öll­um lúxusn­um sem Cochlin fékk að njóta á þess­um 11 klukku­stund­um á fyrsta far­rými.

mbl.is