SKE rannsakar Samherja og Síldarvinnsluna

Samherji | 28. febrúar 2024

SKE rannsakar Samherja og Síldarvinnsluna

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort beri að líta á Síldarvinnslunna hf. og Samherja Ísland ehf. sem eitt og sama fyrirtækið. Ástæðan er sögð kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélagi Samherja, Ice Fresh Seafood.

SKE rannsakar Samherja og Síldarvinnsluna

Samherji | 28. febrúar 2024

Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið …
Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið skoða vegna kaupa Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélagi Samherja. mbl.is

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ákveðið að hefja rann­sókn á því hvort beri að líta á Síld­ar­vinnsl­unna hf. og Sam­herja Ísland ehf. sem eitt og sama fyr­ir­tækið. Ástæðan er sögð kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á helm­ings­hlut í sölu­fé­lagi Sam­herja, Ice Fresh Sea­food.

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ákveðið að hefja rann­sókn á því hvort beri að líta á Síld­ar­vinnsl­unna hf. og Sam­herja Ísland ehf. sem eitt og sama fyr­ir­tækið. Ástæðan er sögð kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar á helm­ings­hlut í sölu­fé­lagi Sam­herja, Ice Fresh Sea­food.

Vís­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið í til­kynn­ingu á vef sín­um til þess að í sam­keppn­is­rétti sé rætt um eina efna­hags­lega ein­ingu og er talið nauðsyn­legt að at­huga hvort sam­band fyr­ir­tækj­anna „sé svo náið að það jafn­gild­ir einni efna­hags­legri ein­ingu en ekki sam­starfi sjálf­stæðra keppi­nauta.“

Greint var frá kaup­um Síld­ar­vinnsl­unn­ar á hlut í Ice Fresh Sea­food í sept­em­ber en stofn­un­in seg­ist hafa ný­lega borist til­kynn­ing um kaup­in. „Með þeim kaup­um munu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in fara með sam­eig­in­leg yf­ir­ráð í Ice Fresh Sea­food og það fé­lag fram­veg­is sjá um sölu og markaðssetn­ingu þeirra afurða sem bæði Sam­herji og Síld­ar­vinnsl­an fram­leiða, þ.e. ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir.“

Vís­ar í fyrri ákv­arðanir

Rifjar stofn­un­in upp að áður hafi verið fjallað um tengsl milli Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sam­herja í tengsl­um við kaup þess fyrr­nefnda á út­gerðarfé­lag­inu Vísi í Grinda­vík sem og samruna dótt­ur­fé­lags­ins Bergs-Hug­ins og Bergs.

Á þess­um tíma átti Sam­herji allt hluta­fé í Ice Fresh Sea­food og voru kaup­in á Vísi og samruni fé­lag­anna Bergs-Hug­ins og Bergs samþykkt af Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu sem komst að þeirri niður­stöðu að ekki væru for­send­ur fyr­ir íhlut­un stofn­un­ar­inn­ar, en með þeim fyr­ir­vara að ákv­arðan­irn­ar tækju ekki af­stöðu til spurn­ing­ar um yf­ir­ráð.

Kveðst Sam­keppnis­eft­ir­litið hafa gert „grein fyr­ir tals­verðum stjórn­un­ar-, eign­ar- og viðskipta­tengsl­um milli Síld­ar­vinnsl­unn­ar og Sam­herja, ásamt Gjög­ur hf./​Kjálka­nesi hf. Hafa þessi atriði verið tal­in veita vís­bend­ingu um að stofn­ast hafi mögu­lega til yf­ir­ráða yfir Síld­ar­vinnsl­unn­ar um­fram það sem áður hef­ur komið fram í til­kynn­ing­um til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Ekki hef­ur hins veg­ar verið tal­in þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samruna­mál­um.“

Sam­herji er stærsti ein­staki hlut­hafi Síld­ar­vinnsl­unn­ar með 30,06% hlut en Kjálka­nes er næst stærsti hlut­haf­inn með 16,06%.

Síldarvinnslan er móðurfélag útgerða togaranna Vestmannaey VE og Berg VE.
Síld­ar­vinnsl­an er móður­fé­lag út­gerða tog­ar­anna Vest­manna­ey VE og Berg VE. Ljós­mynd/​Arn­ar Berg Arn­ars­son

Hef­ur sölu­fé­lag áhrif á yf­ir­ráð?

„Til­kynn­ing­ar­skyld­ir samrun­ar eiga sér stað sam­kvæmt sam­keppn­is­lög­um þegar breyt­ing­ar verða á yf­ir­ráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfn­ast nán­ari rann­sókn­ar í þessu máli eru tengsl Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unn­ar, bæði fyr­ir og eft­ir samrun­ann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar og sam­eig­in­leg yf­ir­ráð með Sam­herja í Ice Fresh Sea­food hafa í því sam­hengi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

„Verður það því sér­stakt at­hug­un­ar­efni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að mynd­ast með kaup­un­um, að líta beri á fé­lög­in sem eitt og sama fyr­ir­tækið (í sam­keppn­is­rétti nefnt ein efna­hags­leg ein­ing), þ.e. hvort sam­band þeirra sé svo náið að það jafn­gild­ir einni efna­hags­legri ein­ingu en ekki sam­starfi sjálf­stæðra keppi­nauta.“

mbl.is