Byrjaði að brjóta gegn konunni í Hafnarfirði

Leigubílaþjónusta | 1. mars 2024

Byrjaði að brjóta gegn konunni í Hafnarfirði

Konan sem leigubílstjórinn Abdul Habib Kohi var nýlega dæmdur fyrir að brjóta gegn var nýorðin 17 ára gömul þegar nauðgunin átti sér stað árið 2022. Lífsýni úr Abdul fundust meðal annars á brjóstum stúlkunnar. Brotin áttu sér ítrekað stað frá Hafnarfirði að Reykjanesbæ.

Byrjaði að brjóta gegn konunni í Hafnarfirði

Leigubílaþjónusta | 1. mars 2024

Leigubílstjóri var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að …
Leigubílstjóri var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem var farþegi hjá honum. Ljósmynd/Colourbox

Kon­an sem leigu­bíl­stjór­inn Abd­ul Habib Kohi var ný­lega dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn var nýorðin 17 ára göm­ul þegar nauðgun­in átti sér stað árið 2022. Líf­sýni úr Abd­ul fund­ust meðal ann­ars á brjóst­um stúlk­unn­ar. Brot­in áttu sér ít­rekað stað frá Hafnar­f­irði að Reykja­nes­bæ.

Kon­an sem leigu­bíl­stjór­inn Abd­ul Habib Kohi var ný­lega dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn var nýorðin 17 ára göm­ul þegar nauðgun­in átti sér stað árið 2022. Líf­sýni úr Abd­ul fund­ust meðal ann­ars á brjóst­um stúlk­unn­ar. Brot­in áttu sér ít­rekað stað frá Hafnar­f­irði að Reykja­nes­bæ.

Þetta kem­ur fram í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku þá var maður­inn dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi, en þá var ekki búið að birta dóm­inn á vef dóm­stól­anna.

Er Abd­ul gert að greiða brotaþol­an­um 1.800.000 krón­ur, auk vaxta, í miska­bæt­ur. Þá ber hon­um að auki að greiða rúm­lega 3,5 millj­ón­ir króna í lög­fræðikostnað og ann­an sak­ar­kostnað.

Fékk kon­an far með hon­um aðfaranótt sunnu­dags­ins 25. sept­em­ber árið 2022 frá miðbæ Reykja­vík­ur til Reykja­nes­bæj­ar. Í framb­urði kon­unn­ar kom fram að maður­inn hafi fyrst brotið á henni þegar komið var í Hafn­ar­fjörð og gerði hann það meðal ann­ars með því að þukla á brjóst­um henn­ar og kyn­fær­um. 

Framb­urður leigu­bíl­stjór­ans ótrú­verðugur

Á Reykja­nes­braut­inni stoppaði leigu­bíl­stjór­inn bif­reiðina við Grinda­víkuraf­leggj­ar­ann svo að hún gæti kastað upp. Eft­ir það sett­ist hún aft­ur inn í bíl­inn og leigu­bíl­stjór­inn byrjaði að kyssa hana gegn henn­ar vilja. Lagði leigu­bíl­stjór­inn svo aft­ur af stað og á meðan hann ók bif­reiðinni nuddaði hann kyn­færi henn­ar innan­k­læða og hætti því rétt áður en þau komu á áfangastað. Líf­sýni sem tek­in voru staðfesta að Abd­ul snerti hana.

Abd­ul bar það fyr­ir sig að hann hafi aðeins verið að reyna að hjálpa henni og að kanna lífs­mörk henn­ar. Dóm­ur­inn mat hans ýmsu út­skýr­ing­ar á mála­vöxt­um fjar­stæðukennd­ar og mis­vís­andi. Þá seg­ir að Abd­ul hafa leit­ast við að fegra hlut sinn með vís­an til þess að hann hefði all­an tím­ann verið að aðstoða brotaþola.

„Í ljósi fram­an­greinds verður að telja framb­urð ákærða ein­stak­lega ótrú­verðugan auk þess að hafa verið á reiki. Verður á eng­an hátt fall­ist á þær ástæður sem hann hef­ur nefnt fyr­ir því hvers vegna hann snerti brotaþola og að hann hafi hugs­an­lega snert hana óvilj­andi,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Fékk dótt­ur­ina í fangið há­grát­andi

Faðir kon­unn­ar bar vitni um það þegar hún kom heim til hans og móður henn­ar um nótt­ina. Hjón­in vöknuðu við það að dyra­bjöll­unni var hringt með lát­um og þegar faðir­inn opnaði fékk hann dótt­ur sína í fangið ger­sam­lega í rusli og há­grát­andi, líkt og haft er eft­ir hon­um í dómn­um. 

Þá seg­ir faðir­inn að hún hafi ekki getað komið upp orði í fyrstu.

„Hefði hún náð að lýsa því að hún hefði verið í leigu­bif­reið og bíl­stjór­inn hefði káfað á henni. Hon­um og móður henn­ar hefði brugðið mikið, hann farið með brotaþola afsíðis, reynt að fá fram nán­ari lýs­ingu frá henni og síðan hringt í 112 og sagt frá því sem hafði komið fyr­ir en það hefði þá enn verið óskýrt. Brotaþoli hefði þá lýst bif­reiðinni og sagt að bíl­stjór­inn hefði ekki talað ís­lensku,“ seg­ir í dómn­um um vitn­is­b­urð föður­ins.

Brást trausti sem leigu­bíl­stjóri

Fram kem­ur að kon­an hafi gefið þrjár skýrsl­ur í kjöl­far at­viks­ins og að framb­urður henn­ar hafi verið stöðugur í gegn­um meðferð máls­ins. Dóm­ur­inn seg­ir að brot Abd­ul hafi verið gróft og að hann hafi not­fært sér slæm­ar aðstæður kon­unn­ar.

„Brot ákærða var gróft, hann not­færði sér slæm­ar aðstæður brotaþola og ung­an ald­ur og það traust sem hún bar til hans vegna stöðu hans sem leigu­bif­reiðastjóri. Með brot­inu, sem hafði al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir brotaþola, beitti hann brotaþola grófu of­beldi og braut gegn kyn­frelsi henn­ar.

Með vís­an til fram­an­greinds og sak­ar­efn­is máls­ins þykir refs­ing ákærða hæfi­lega ákveðin fang­elsi í tvö ár. Í ljósi al­var­leika brots­ins er ekki efni til að skil­orðsbinda refs­ingu ákærða,“ seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðu dóms­ins.

mbl.is