Musk stefnir OpenAI

Gervigreind | 2. mars 2024

Musk stefnir OpenAI

Tesla-auðkýfingurinn Elon Musk hefur stefnt tæknifyrirtækinu OpenAI á þeirri forsendu að forsvarsmenn þess hafi gengið á bak orða sinna miðað við hvað lagt var upp með við samningaborðið þegar Musk féllst á að koma að stofnun þess árið 2015.

Musk stefnir OpenAI

Gervigreind | 2. mars 2024

Elon Musk, stjórnarformaður Tesla og forstjóri SpaceX, hefur stefnt OpenAI …
Elon Musk, stjórnarformaður Tesla og forstjóri SpaceX, hefur stefnt OpenAI og telur fyrirtækið hafa vikið frá stofnsamningi frá 2015 sem var forsenda þátttöku hans í stofnuninni. AFP/Stefani Reynolds

Tesla-auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk hef­ur stefnt tæknifyr­ir­tæk­inu OpenAI á þeirri for­sendu að for­svars­menn þess hafi gengið á bak orða sinna miðað við hvað lagt var upp með við samn­inga­borðið þegar Musk féllst á að koma að stofn­un þess árið 2015.

Tesla-auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk hef­ur stefnt tæknifyr­ir­tæk­inu OpenAI á þeirri for­sendu að for­svars­menn þess hafi gengið á bak orða sinna miðað við hvað lagt var upp með við samn­inga­borðið þegar Musk féllst á að koma að stofn­un þess árið 2015.

Einnig stefn­ir Musk for­stjóra OpenAI, Sam Altman, og seg­ir meðal ann­ars í stefn­unni að fyr­ir­tækið hafi horfið frá þeirri stefnu sinni að vera óhagnaðardrifið. Í stað þess að reyna að „koma mann­kyn­inu til góða“, svo sem stofn­mark­miðið hafi verið, snú­ist starf­semi OpenAI nú fyrst og fremst um að afla Microsoft, höfuðfjár­fest­in­um á bak við OpenAI, há­marks­gróða.

Til­gang­ur OpenAI var frá upp­hafi að þróa gervi­greind­ar­for­rit sem væri fært um að leysa öll þau verk­efni af hólmi sem mann­eskju er kleift. Þá var lagt upp með að fyr­ir­tækið yrði óhagnaðardrifið.

OpenAI hverfi aft­ur að fyrri stefnu

Musk lagði stefn­una fram við dóm­stól í San Francisco og seg­ir í henni að fram­an­greint hafi verið for­senda þess að hann ákvað að stofna OpenAI með Altman og Greg Brockm­an. Musk yf­ir­gaf fyr­ir­tækið þrem­ur árum síðar.

„Mál þetta er höfðað í því augnamiði að knýja OpenAI til að hverfa aft­ur að þeirri stefnu sinni sam­kvæmt stofn­samn­ingi, að þróa gervi­greind mann­kyn­inu til gagns, ekki til að gagn­ast stefndu per­sónu­lega ásamt stærsta tæknifyr­ir­tæki heims,“ seg­ir í stefn­unni.

Legg­ur Musk stefn­una fram í kjöl­far um­fjöll­un­ar dag­blaðsins Wall Street Journal á miðviku­dag­inn þar sem þeirri spurn­ingu var velt upp hvort fjár­fest­ar hefðu verið blekkt­ir í gervi­greindar­æv­in­týri OpenAI og vísaði þar til uppá­komu á stjórn­ar­fundi í nóv­em­ber þegar Altman var vísað úr stjórn­inni en svo tek­inn inn í hana á ný nokkr­um dög­um síðar.

Með mikl­ar áhyggj­ur á X

Lá stjórn­in for­stjór­an­um á hálsi fyr­ir að koma ekki hreint fram í sam­skipt­um og kvaðst í fram­hald­inu hafa „misst trúna“ á leiðtoga­hæfi­leika hans. Risu í kjöl­farið deil­ur sem Microsoft dróst inn í og bauð tækn­iris­inn þá hverj­um þeim starfs­manni, sem kysi að láta af störf­um hjá OpenAI, starf á sömu laun­um og viðkom­andi hefði notið hjá OpenAI.

Um þetta leyti viðraði Musk áhyggj­ur sín­ar á sam­fé­lags­miðlin­um X og kvað þær mikl­ar en í stefn­unni sem hann nú hef­ur lagt fram seg­ir að ítök Microsoft í ranni OpenAI séu orðin veru­leg svo sem sjá megi af gangi mála síðustu mánuði.

Microsoft lagði einn millj­arð banda­ríkja­dala í OpenAI árið 2019 í kjöl­far til­kynn­ing­ar hins síðar­nefnda um að það hefði tekið upp svo­kallað „capp­ed profit“-fyr­ir­komu­lag sem fer bil beggja milli þess að vera drifið af gróða eður ei.

BBC

mbl.is