Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Mygla í húsnæði | 4. mars 2024

Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækið DK hugbúnað ehf. og tryggingafélagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hugbúnaði skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna myglu. Fyrirtækið var með skrifstofur í Orkuveituhúsinu sem var illa farið af myglu.

Sjaldgæfar bætur í myglumáli

Mygla í húsnæði | 4. mars 2024

Konan var útsett fyrir myglu í Orkuveituhúsinu.
Konan var útsett fyrir myglu í Orkuveituhúsinu. mbl.is/sisi

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi fyr­ir­tækið DK hug­búnað ehf. og trygg­inga­fé­lagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hug­búnaði skaðabæt­ur vegna heilsutjóns sem hún varð fyr­ir vegna myglu. Fyr­ir­tækið var með skrif­stof­ur í Orku­veitu­hús­inu sem var illa farið af myglu.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi fyr­ir­tækið DK hug­búnað ehf. og trygg­inga­fé­lagið VÍS til að greiða konu sem vann hjá DK hug­búnaði skaðabæt­ur vegna heilsutjóns sem hún varð fyr­ir vegna myglu. Fyr­ir­tækið var með skrif­stof­ur í Orku­veitu­hús­inu sem var illa farið af myglu.

Björg­vin Þórðar­son, lögmaður hjá Bóta­rétti, flutti málið fyr­ir hönd kon­unn­ar. Hann seg­ir málið merki­legt vegna þess að skaðabóta­ábyrgð fyr­ir­tæk­is­ins var viður­kennd fyr­ir dómi en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist í máli sem þessu.

Aðspurður hvers vegna skaðabóta­ábyrgð hafi verið niðurstaðan seg­ir hann að í þessu máli, ólíkt öðrum svipuðum mál­um, lágu fyr­ir sann­an­ir um or­saka­tengsl myglu í hús­næðinu og veik­inda kon­unn­ar. „Það hef­ur verið fyrsti hjall­inn sem þarf að yf­ir­stíga í mál­um sem þess­um. Svo tek­ur við að sýna fram á ábyrgð vinnu­veit­enda,“ bæt­ir hann við.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is