Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa

Uppskriftir | 5. mars 2024

Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa

Þessi blómkáls- og blaðlaukssúpa er alveg dýrðleg og bera hana fram með nýbökuðu brauði er alveg himneskt.  Að tvinna þessar tvær saman er tær snilld en heiðurinn af uppskriftinni á Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir hjá Döðlur og smjör.  Útkoman er virkilega bragðgóð súpa og eiga vel við á köldum vetrardegi. Þú verður ekki svikin af þessari dýrð.

Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa

Uppskriftir | 5. mars 2024

Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa sem ljúft er að njóta með …
Dýrðleg blómkáls- og blaðlaukssúpa sem ljúft er að njóta með nýbökuðu brauði. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Þessi blóm­káls- og blaðlaukssúpa er al­veg dýrðleg og bera hana fram með ný­bökuðu brauði er al­veg him­neskt.  Að tvinna þess­ar tvær sam­an er tær snilld en heiður­inn af upp­skrift­inni á Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir hjá Döðlur og smjör.  Útkom­an er virki­lega bragðgóð súpa og eiga vel við á köld­um vetr­ar­degi. Þú verður ekki svik­in af þess­ari dýrð.

Þessi blóm­káls- og blaðlaukssúpa er al­veg dýrðleg og bera hana fram með ný­bökuðu brauði er al­veg him­neskt.  Að tvinna þess­ar tvær sam­an er tær snilld en heiður­inn af upp­skrift­inni á Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir hjá Döðlur og smjör.  Útkom­an er virki­lega bragðgóð súpa og eiga vel við á köld­um vetr­ar­degi. Þú verður ekki svik­in af þess­ari dýrð.

Blóm­káls- og blaðlaukssúpa

Fyr­ir 4

  • 400 g blóm­kál
  • 1 l vatn
  • 1 blaðlauk­ur
  • 25 g smjör
  • 50 ml hveiti
  • 1 kjöt­kraft­ur
  • 1 græn­metiskraft­ur
  • 300 ml rjómi
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 tsk. salt
  • pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið blóm­kálið í bita og setjið í pott ásamt ein­um lítra af vatni.
  2. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið und­ir og leyfið að sjóða í u.þ.b. 10 mín­út­ur.
  3. Skerið þá blaðlauk­inn niður í sneiðar og setjið í ann­an pott.
  4. Bætið smjör­inu sam­an við og steikið sam­an á miðlungs­hita í 2-3 mín­út­ur.
  5. Bætið þá hveit­inu sam­an við og hrærið vel sam­an.
  6. Bætið dl í einu af blóm­kál­s­vatn­inu sam­an við lauk­inn og hrærið vel í, bætið 2-3 dl í viðbót áður en krafti, rjóma og sojasósu er bætt sam­an við.
  7. Hrærið vel sam­an og blandið rest­inni af vatn­inu við súp­una ásamt helm­ingn­um af blóm­kál­inu.
  8. Notið töfra­sprota til þess að mauka sam­an súp­una og bætið rest­inni af blóm­kál­inu sam­an við ásamt salt og pip­ar.
  9. Gott er að bera fram með brauði , til að mynda með fléttu­brauði eða snittu­brauðinu frá Húsó og ykk­ar upp­á­haldsáleggi.
mbl.is