Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morgun kaupum á eigninni Stóragarði 1 á Húsavík. Útibú Íslandsbanka var áður til húsa að Stóragarði en hefur bankinn nú flutt aðsetur sitt.
Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morgun kaupum á eigninni Stóragarði 1 á Húsavík. Útibú Íslandsbanka var áður til húsa að Stóragarði en hefur bankinn nú flutt aðsetur sitt.
Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morgun kaupum á eigninni Stóragarði 1 á Húsavík. Útibú Íslandsbanka var áður til húsa að Stóragarði en hefur bankinn nú flutt aðsetur sitt.
Mygla greindist í Stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut nýverið og voru uppi hugmyndir um að bærinn myndi festa kaup á Stóragarði 1 og færa skrifstofur sínar þangað.
Málið var til umræðu á fundi byggðaráðs 29. febrúar. Var þar bókað: „Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um kaup á Stóragarði 1 fyrir stjórnsýsluhús. Tilboðið var gert með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og hefur verið samþykkt af seljanda. Ráðið felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka ákvörðun um kaupin á næsta fundi ráðsins 7. mars nk.“
Nú hefur byggðaráð tekið á ákvörðun um að festa ekki kaup á Stóragarði en mun halda áfram að fjalla um húsnæði stjórnsýslunnar á Húsavík á næstu fundum.