Bærinn kaupir ekki bankann

Mygla í húsnæði | 7. mars 2024

Bærinn kaupir ekki bankann

Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morgun kaupum á eigninni Stóragarði 1 á Húsavík. Útibú Íslandsbanka var áður til húsa að Stóragarði en hefur bankinn nú flutt aðsetur sitt. 

Bærinn kaupir ekki bankann

Mygla í húsnæði | 7. mars 2024

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morg­un kaup­um á eign­inni Stórag­arði 1 á Húsa­vík. Útibú Íslands­banka var áður til húsa að Stórag­arði en hef­ur bank­inn nú flutt aðset­ur sitt. 

Byggðaráð Norðurþings hafnaði í morg­un kaup­um á eign­inni Stórag­arði 1 á Húsa­vík. Útibú Íslands­banka var áður til húsa að Stórag­arði en hef­ur bank­inn nú flutt aðset­ur sitt. 

Mygla greind­ist í Stjórn­sýslu­hús­inu að Ket­ils­braut ný­verið og voru uppi hug­mynd­ir um að bær­inn myndi festa kaup á Stórag­arði 1 og færa skrif­stof­ur sín­ar þangað. 

Málið var til umræðu á fundi byggðaráðs 29. fe­brú­ar. Var þar bókað: „Fyr­ir byggðarráði ligg­ur að taka ákvörðun um kaup á Stórag­arði 1 fyr­ir stjórn­sýslu­hús. Til­boðið var gert með fyr­ir­vara um samþykki byggðarráðs og hef­ur verið samþykkt af selj­anda. Ráðið fel­ur sveit­ar­stjóra að afla frek­ari gagna og mun taka ákvörðun um kaup­in á næsta fundi ráðsins 7. mars nk.“

Nú hef­ur byggðaráð tekið á ákvörðun um að festa ekki kaup á Stórag­arði en mun halda áfram að fjalla um hús­næði stjórn­sýsl­unn­ar á Húsa­vík á næstu fund­um.

mbl.is