Ósátt við 172 milljóna „bakreikning“

Mygla í húsnæði | 8. mars 2024

Ósátt við 172 milljóna „bakreikning“

„Reksturinn er þungur og þessi viðbót er skellur. Þetta eru þó bara hlutir sem við ráðum ekki við og það gefst enginn upp,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Ósátt við 172 milljóna „bakreikning“

Mygla í húsnæði | 8. mars 2024

Grótta á Seltjarnarnesi.
Grótta á Seltjarnarnesi. mbl.is/Hari

„Rekst­ur­inn er þung­ur og þessi viðbót er skell­ur. Þetta eru þó bara hlut­ir sem við ráðum ekki við og það gefst eng­inn upp,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

„Rekst­ur­inn er þung­ur og þessi viðbót er skell­ur. Þetta eru þó bara hlut­ir sem við ráðum ekki við og það gefst eng­inn upp,“ seg­ir Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi.

Fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins var til umræðu á fundi bæj­ar­stjórn­ar á miðviku­dag. Þar kom fram að fram­kvæmd­ir vegna myglu í skól­um bæj­ar­ins og aukn­ar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar myndu lita fjár­hags­upp­gjör bæj­ar­ins fyr­ir síðasta ár. Um var að ræða nýj­ar óend­ur­skoðaðar töl­ur sem kynnt­ar voru í bæj­ar­ráði.

Þór seg­ir að 242 millj­ón­ir hafi farið í niðurrif vegna myglu í skól­un­um í fyrra. „Svo fáum við 172 millj­óna bak­reikn­ing frá líf­eyr­is­sjóðnum Brú til viðbót­ar við þær 200 millj­ón­ir sem við vor­um búin að gjald­færa vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Sam­tals eru þetta 600 millj­ón­ir sem við höf­um ekk­ert um að segja. Það er óþolandi að lenda í þess­um barn­ingi.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is