„Áhuginn á ferðalögum og útivist kemur klárlega frá mömmu“

Fjallganga | 10. mars 2024

„Áhuginn á ferðalögum og útivist kemur klárlega frá mömmu“

Ragnhildur Auður Mýrdal er 22 ára meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands sem veit fátt skemmtilegra en að ferðast. Hún er mikil ævintýrakona og hefur verið dugleg að ferðast bæði innanlands og erlendis, en hún stundar fjölbreytta útivist og kann sérstaklega vel við sig á hálendi Íslands. 

„Áhuginn á ferðalögum og útivist kemur klárlega frá mömmu“

Fjallganga | 10. mars 2024

Ragnhildur Auður Mýrdal er mikil ævintýrakona, en hún hefur ferðast …
Ragnhildur Auður Mýrdal er mikil ævintýrakona, en hún hefur ferðast víða og hefur gaman af alls kyns útivist. Samsett mynd

Ragn­hild­ur Auður Mýr­dal er 22 ára meist­ara­nemi við laga­deild Há­skóla Íslands sem veit fátt skemmti­legra en að ferðast. Hún er mik­il æv­in­týra­kona og hef­ur verið dug­leg að ferðast bæði inn­an­lands og er­lend­is, en hún stund­ar fjöl­breytta úti­vist og kann sér­stak­lega vel við sig á há­lendi Íslands. 

Ragn­hild­ur Auður Mýr­dal er 22 ára meist­ara­nemi við laga­deild Há­skóla Íslands sem veit fátt skemmti­legra en að ferðast. Hún er mik­il æv­in­týra­kona og hef­ur verið dug­leg að ferðast bæði inn­an­lands og er­lend­is, en hún stund­ar fjöl­breytta úti­vist og kann sér­stak­lega vel við sig á há­lendi Íslands. 

Hef­ur þú alltaf haft áhuga á ferðalög­um og úti­vist?

„Áhug­inn á ferðalög­um og úti­vist kem­ur klár­lega frá mömmu. Hún er sjálf mik­il fjalla­geit og var dug­leg að ferðast með mig um fjöll og firn­indi þegar ég var yngri, hvort sem það var fót­gang­andi eða á skíðum. Ég verð að viður­kenna að það var ekki alltaf í upp­á­haldi hjá mér þá, en í dag er ég henni æv­in­lega þakk­lát fyr­ir það.

Ég get svo ekki minnst úti­vist án þess að nefna vini mína, Óðinn og Ein­ar úr laga­deild­inni. Þeir kynntu mig fyr­ir fjalla­skíðum og hef ég eytt eft­ir­minni­leg­ustu frí­un­um frá bók­un­um með þeim uppi á há­lendi.“

Vinirnir í góðum gír í ferðalagi á Skjaldbreið.
Vin­irn­ir í góðum gír í ferðalagi á Skjald­breið.

Hvernig ferðalög­um ert þú hrifn­ust af?

„Að mínu mati eru bestu ferðalög­in skyndi­ákv­arðan­irn­ar. Ég hef oft gam­an að því að plana bara grunn­atriðin og leyfa svo rest að koma mér á óvart, þá ger­ist alltaf eitt­hvað skemmti­legt!“

Upp­á­halds­borg í Evr­ópu?

„Upp­á­halds­borg í Evr­ópu er ábyggi­lega Berlín. Það er mottó hjá mér og mömmu að heim­sækja aldrei sömu borg tvisvar sinn­um, en Berlín hef­ur fengið þar und­anþágu. Borg­in hef­ur upp á svo margt að bjóða hvort sem maður er að leit­ast við að fara í menn­ing­ar­ferð, versl­un­ar­ferð og jafn­vel jóla­ferð á jóla­markaði þá hitt­ir hún alltaf beint í mark.“

Það er mottó hjá Ragnhildi og móður hennar að heimsækja …
Það er mottó hjá Ragn­hildi og móður henn­ar að heim­sækja ekki sömu borg tvisvar. Þær hafa þó gert und­an­tekn­ing­ar.

Upp­á­haldsstaður á Íslandi?

„Þegar stórt er spurt! Upp­á­haldsstaður á Íslandi hlýt­ur að vera bara há­lendið í heild sinni. Land­manna­laug­ar og svæðið þar í kring er ein­stak­lega fal­legt. Ég man þegar ég kom þar fyrst og þá var ég sér­stak­lega heilluð af lita­feg­urðinni.“

Hálendið er uppáhaldsstaður Ragnhildar á Íslandi.
Há­lendið er upp­á­haldsstaður Ragn­hild­ar á Íslandi.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta ferðalagið þitt?

„Þegar ég var 12 ára fór ég til Kína í 3 vik­ur með stelp­um sem voru ætt­leidd­ar þaðan með mér. Við vor­um í 3 vik­ur ásamt for­eldr­um okk­ar og heim­sótt­um slóðirn­ar þar sem við fædd­umst.

Þar að auki skoðuðum við Kínamúr­inn, For­boðnu borg­ina, Terracotta her­menn­ina og þessa helstu túrista staði. Ef­laust myndi það standa upp úr hjá flest­um en það sem 12 ára mér þótti magnaðast af öllu var að sjá Pizza Hut í Beij­ing.“

Ragnhildur alsæl í siglingu á Como-vatni á Ítalíu.
Ragn­hild­ur al­sæl í sigl­ingu á Como-vatni á Ítal­íu.

Hvernig úti­vist stund­ar þú og hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera?

„Hvers kyns úti­vist á fjöll­un­um er í upp­á­haldi hjá mér. Hvort sem það er á fjalla­skíðum á Kald­bak fyr­ir norðan eða bara stutt skrepp á Esj­una. Svo er líka í miklu upp­á­haldi hjá mér alls kon­ar leik­tæki á borð við snjósleða og fjór­hjól.

Við fest­um t.d. einu sinni diska­lyftu aft­an á snjósleða sem dró okk­ur upp á Snæ­fells­jök­ul. Þar var að vísu frek­ar hættu­legt og jafn­vel smá bannað líka en samt sem áður virki­lega skemmti­legt. Hin full­komna upp­skrift­in af úti­vist sam­an­stend­ur af há­lendi, dassi af adrenalíni og góðra vina hópi.“

Útivist á fjöllum er í uppáhaldi hjá Ragnhildi.
Útivist á fjöll­um er í upp­á­haldi hjá Ragn­hildi.

Áttu þér upp­á­halds­göngu­leið hér á Íslandi?

„Síðasta sum­ar fór Versló hóp­ur­inn í mjög skemmti­lega göngu­leið frá Hall­dórs­gili að Græna­hrygg og niður í Land­manna­laug­ar þar sem við gát­um baðað okk­ur í sól­inni. Það er án efa skemmti­leg­asta göngu­leið sem ég hef farið og gæti ekki mælt meira með. Hún býður upp á fjöl­breytt lands­lag, mikið af áskor­un­um og ólíkt öllu öðru sem ég hef áður séð. Sér­stak­lega Upp­göngu­hrygg­ur­inn sem mæt­ir manni á miðri leið, en ég mæli kannski ekki með hon­um fyr­ir loft­hrædda.“

Ótrúlegt sjónarspil á Uppgönguhryggnum, en Ragnhildur mælir þó ekki með …
Ótrú­legt sjón­arspil á Upp­göngu­hryggn­um, en Ragn­hild­ur mæl­ir þó ekki með hon­um fyr­ir loft­hrædda.

Hef­ur þú farið í ein­hverj­ar göng­ur er­lend­is?

„Ég á göngu­ferðir er­lend­is inni, en það er svona mark­mið okk­ar vin­kvenna að fara einn dag­inn á Kilimanjaro eða jafn­vel Ev­erest.“

Eft­ir­minni­leg­asta ganga sem þú hef­ur farið í og af hverju?

„Eft­ir­minni­leg­asta gang­an sem ég hef farið í er Leg­gang­an síðasta haust. Þá gengu um 120 kon­ur sam­an um há­lendi Íslands til styrkt­ar egg­heimtuaðgerða og sál­fræðimeðferða fyr­ir fólk sem þarf að tak­ast á við ófrjó­semi eft­ir krabba­meinsmeðferð. Það var ein­stök upp­lif­un og virki­lega vald­efl­andi að ganga í svona stór­um hópi kvenna fyr­ir mik­il­vægt mál­efni.“

Ragnhildur ásamt vinkonum sínum í Leggöngunni síðastliðið haust.
Ragn­hild­ur ásamt vin­kon­um sín­um í Leggöng­unni síðastliðið haust.

Áttu þér upp­á­haldsstað til að skíða hér á Íslandi?

„Kald­bak­ur er í miklu upp­á­haldi hjá mér fyr­ir fjalla­skíðin og reyni ég að fara a.m.k. ár­lega þangað í ferð. Það er eitt­hvað virki­lega sér­stakt við það að geta skíðað niður og horft til sjáv­ar sam­tím­is. Svo er Snæ­fells­jök­ull í góðu veðri líka ein­stak­ur því þar get­ur maður skíðað langt fram á sum­ar og jafn­vel á stutterma­boln­um ef maður er hepp­inn!“

Magnað sjónarspil á Kaldbak!
Magnað sjón­arspil á Kald­bak!

Hef­ur þú farið í ein­hverj­ar skíðaferðir er­lend­is?

„Síðastliðin tvö ár hef ég farið til Madonna di Campiglio á Ítal­íu með fjöl­skyld­unni. Marg­ir vilja meina að bestu ferðirn­ar séu fyrstu ferðirn­ar á morgn­anna. Ég er hins veg­ar ekki frá því að síðustu ferðirn­ar séu jafn­vel betri. Það er virki­lega skemmti­legt að vera með fjallið út af fyr­ir sig rétt áður en þeir skella í lás. Manni líður ligg­ur við eins og litlu barni á jól­un­um.“

Ragnhildur kann vel við sig á skíðum á Ítalíu.
Ragn­hild­ur kann vel við sig á skíðum á Ítal­íu.

Áttu þér upp­á­haldsút­i­vistarflík­ur?

„Mín upp­á­halds­flík er app­el­sínu­guli jakk­inn minn frá 66° Norður. Það sem er svo hent­ugt við hann er að hann and­ar svo maður þarf ekki að fara sí­end­ur­tekið úr hon­um og í og svo skemm­ir ekki hvað hann sést vel uppi á há­lend­inu.

Ef ég ætti að mæla með ein­hverju sem er möst að eiga fyr­ir úti­vist­ina þá eru það góðir göngu­skór. Fyr­ir mitt leyti hafa göngu­skórn­ir verið mik­il hvatn­ing til að fara í fleiri göng­ur og svo finnst mér þeir frek­ar töff ef út í það er farið.“

Ragnhildur mælir með því að fólk fjárfesti í góðum útivistarjakka …
Ragn­hild­ur mæl­ir með því að fólk fjár­festi í góðum úti­vist­ar­jakka og göngu­skóm.

Hvað er á efst óskalist­an­um þínum fyr­ir úti­vist­ina og ferðalög­in?

„Fyr­ir ferðarlög­in væri það klár­lega sta­f­ræn mynda­vél. Mér finnst maður mun dug­legri að taka skemmti­leg­ar mynd­ir ef maður er með sta­f­ræna mynda­vél á sér og það skemm­ir ekki hvað þær geta komið skemmti­lega út.

Fyr­ir úti­vist­ina væri ekki leiðin­legt að eiga snjóflóðabúnað. Það er aðal­atriði að hafa hann með sér þegar maður fer í fjalla­skíðaferðir og hef ég verið svo lán­söm hingað til að fá lánað frá for­eldr­um vina minna, en draum­ur væri að eign­ast slík­an búnað sjálf. Í hon­um felst t.d. snjóflóðaýla og snjóflóðabak­poki.“

Ragnhildur í sannkallaðri ævintýraferð á Kaldbak.
Ragn­hild­ur í sann­kallaðri æv­in­týra­ferð á Kald­bak.

Hvert ætl­ar þú að ferðast næsta sum­ar?

„Par­ís með kær­ast­an­um er næst á dag­skrá um pásk­ana og hlökk­um við mikið til þar sem hvor­ugt okk­ar hef­ur komið til Frakk­lands. Svo höf­um við vin­kon­urn­ar verið að skipu­leggja göngu­ferðir hvert sum­ar með hópi sem var með okk­ur í Versló. Við eig­um enn eft­ir að negla niður stað fyr­ir næsta sum­ar en við höf­um reynt að velja óhefðbundn­ar leiðir, helst í engu síma­sam­bandi.“

Það eru spennandi ferðalög framundan hjá Ragnhildi!
Það eru spenn­andi ferðalög framund­an hjá Ragn­hildi!
mbl.is