Fjölskyldu- og útivistarparadís í Skotlandi

Hreyfiferðir | 11. mars 2024

Fjölskyldu- og útivistarparadís í Skotlandi

Í Auchterarder í Skotlandi er að finna sjarmerandi fimm stjörnu fjölskylduhótel, Gleneagles, umvafið einstöku landslagi. Hótelið var stofnað árið 1924 og býður gestum upp á alvöru skoska upplifun.

Fjölskyldu- og útivistarparadís í Skotlandi

Hreyfiferðir | 11. mars 2024

Þetta er alvöru ævintýrahótel!
Þetta er alvöru ævintýrahótel! Samsett mynd

Í Auchter­ar­der í Skotlandi er að finna sjarmer­andi fimm stjörnu fjöl­skyldu­hót­el, Gleneag­les, um­vafið ein­stöku lands­lagi. Hót­elið var stofnað árið 1924 og býður gest­um upp á al­vöru skoska upp­lif­un.

Í Auchter­ar­der í Skotlandi er að finna sjarmer­andi fimm stjörnu fjöl­skyldu­hót­el, Gleneag­les, um­vafið ein­stöku lands­lagi. Hót­elið var stofnað árið 1924 og býður gest­um upp á al­vöru skoska upp­lif­un.

Hót­elið er inn­réttað á skemmti­leg­an máta og býður upp á fjöl­breytta skemmt­un fyr­ir æv­in­týra­fólk á öll­um aldri. Á hót­el­inu er töfr­andi leik­her­bergi fyr­ir yngstu ferðalang­ana, en á meðan þeir fá út­rás í leik­tækj­un­um geta for­eldr­arn­ir látið streit­una líða úr sér í nota­legri heilsu­lind. 

Jeppa­ferð, veiði, golf eða hesta­ferð?

Um­hverf­is hót­elið er sann­kölluð nátt­úru- og úti­vistarpara­dís sem mætti helst líkja við leik­völl fyr­ir alla ald­urs­hópa, en fjöl­breytt afþrey­ing er í boði í sveit­inni – allt frá jeppa­ferðum á guðdóm­leg­um Land Rover Def­end­er-jeppa yfir í hjóla­ferðir, veiði, golf og hesta­ferðir. Þeir yngstu geta meira að segja skellt sér í eig­in jeppa­ferð á mini-jeppa og fengið upp­lif­un­ina beint í æð. 

Eft­ir lang­an dag af æv­in­týr­um er svo hægt að hafa það nota­legt uppi á her­bergi, en hót­elið hef­ur verið inn­réttað í sjarmer­andi sveita­stíl með lúx­us yf­ir­bragði. 

Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
Ljós­mynd/​Book­ing.com
mbl.is