Inga Lind mælir með Lanzarote

Spánn | 12. mars 2024

Inga Lind mælir með Lanzarote

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, virðist vera yfir sig hrifin af ævintýraeyjunni Lanzarote. Hún er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa átt góðar stundir á eyjunni með börnunum sínum. 

Inga Lind mælir með Lanzarote

Spánn | 12. mars 2024

Inga Lind Karlsdóttir naut lífsins til hins ýtrasta á Lanzarote …
Inga Lind Karlsdóttir naut lífsins til hins ýtrasta á Lanzarote á dögunum! Samsett mynd

Inga Lind Karls­dótt­ir, fram­leiðandi og fjöl­miðlakona, virðist vera yfir sig hrif­in af æv­in­týra­eyj­unni Lanzarote. Hún er ný­kom­in heim til Íslands eft­ir að hafa átt góðar stund­ir á eyj­unni með börn­un­um sín­um. 

Inga Lind Karls­dótt­ir, fram­leiðandi og fjöl­miðlakona, virðist vera yfir sig hrif­in af æv­in­týra­eyj­unni Lanzarote. Hún er ný­kom­in heim til Íslands eft­ir að hafa átt góðar stund­ir á eyj­unni með börn­un­um sín­um. 

Inga Lind birti mynd­ir frá frí­inu á In­sta­gram-síðu sinni, en hún fór meðal ann­ars á bak á kam­eldýri, á jet-ski, í golf og á strönd­ina. „Þarf að fara aft­ur til Lanzarote. Mæli með!“ skrifaði hún við myndaröðina. 

Lanzarote er aust­asta eyja Kana­ríeyja og til­heyr­ir Las Palmas-héraði. Fal­leg nátt­úra, töfr­andi strend­ur og fjöl­skyldu­væn hót­el ein­kenna eyj­una sem er staðsett í um 140 km fjar­lægð frá strönd Afr­íku.

Frá Lanzarote til Íslands

Mæðgurn­ar fóru einnig á veit­ingastaðinn Kaori Fusi­on á Fari­o­nes-hót­el­inu og voru í skýj­un­um með kræs­ing­arn­ar sem þær fengu þar. 

„Á Lanzarote fór­um við stelp­urn­ar á al­gjör­lega meiri­hátt­ar veit­ingastað, Kaori Fusi­on á Fari­o­nes-hót­el­inu. Það var svo sann­ar­lega bæði Food and Fun þegar eig­and­inn, Victor Plan­as, var mætt­ur á Fisk­markaðinn í vik­unni til að gleðja bragðlauka gest­anna þar. Við José Car­los Esteso Lema sendi­ráðsfull­trúi og Krist­in Arna Braga­dótt­ir hjá Milli­landaráði og konsúlati Spán­ar á Íslandi skellt­um okk­ur auðvitað og vor­um í skýj­un­um. Victor er líka með veit­ingastaðinn Ken­sei á Tenerfie sem marg­ir Íslend­ing­ar þekkja,“ skrifaði hún um veit­ingastaðinn.

mbl.is