„Eina stöðin á landinu sem ekki er með útlendinga“

Leigubílaþjónusta | 13. mars 2024

„Eina stöðin á landinu sem ekki er með útlendinga“

A-stöðin, einnig þekkt sem Aðalstöðin, auglýsir nú á samfélagsmiðlum að fyrirtækið bjóði upp á fast verð frá Keflavíkurflugvelli undir yfirskriftinni „Láttu ekki plata þig“. Eigandi fyrirtækisins segir íslenskan ríkisborgararétt vera skilyrði fyrir því að fá að aka fyrir A-stöðina.

„Eina stöðin á landinu sem ekki er með útlendinga“

Leigubílaþjónusta | 13. mars 2024

Á A-stöðinni er skilyrði fyrir bílstjóra að vera með íslenskan …
Á A-stöðinni er skilyrði fyrir bílstjóra að vera með íslenskan ríkisborgararétt og tala íslensku. Mynd tengist A-stöðinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

A-stöðin, einnig þekkt sem Aðal­stöðin, aug­lýs­ir nú á sam­fé­lags­miðlum að fyr­ir­tækið bjóði upp á fast verð frá Kefla­vík­ur­flug­velli und­ir yf­ir­skrift­inni „Láttu ekki plata þig“. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt vera skil­yrði fyr­ir því að fá að aka fyr­ir A-stöðina.

A-stöðin, einnig þekkt sem Aðal­stöðin, aug­lýs­ir nú á sam­fé­lags­miðlum að fyr­ir­tækið bjóði upp á fast verð frá Kefla­vík­ur­flug­velli und­ir yf­ir­skrift­inni „Láttu ekki plata þig“. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt vera skil­yrði fyr­ir því að fá að aka fyr­ir A-stöðina.

Þetta seg­ir Krist­inn Arn­ar Páls­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er bara þjón­usta við fólk – að fólk viti hvað það er að kaupa,“ seg­ir Krist­inn aðspurður um til­efni aug­lýs­ing­ar­inn­ar.

Skil­yrði að tala ís­lensku

Spurður nán­ar út í ástæður þess að fyr­ir­tækið beini aug­lýs­ing­unni að þjón­ustu þess á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem frétt­ir hafa borist um slæma upp­lif­un fólks af veittri leigu­bílaþjón­ustu, seg­ir hann að það sé fyrst og fremst að markaðssetja sig eins og aðrar rót­grón­ar leigu­bílaþjón­ust­ur.

„Við erum ekki stór stöð en við erum ís­lensk stöð, ég get sagt þér það. Við erum eina stöðin á land­inu sem ekki er með út­lend­inga.“

Þið eru þá bara með ís­lenska bíl­stjóra?

„Íslenska rík­is­borg­ara – rétt. Eng­an „hark­ara“ nema það sé ís­lensk­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur og það tala all­ir ís­lensku og skrifa. Það er bara skil­yrði á þess­ari stöð.“

Allt rekj­an­legt og eins og það á að evra

Hann kveðst hafa heyrt af því að sum­ir leigu­bíl­stjór­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli geri kúnn­um ekki grein fyr­ir því hvert verðið er á ferðum og því sé A-stöðin ein­fald­lega að vekja at­hygli á því að bíl­stjór­ar stöðvar­inn­ar keyri einnig frá flug­vell­in­um og séu með fast verð.

„Við hjá minni stöð erum fyrst og fremst að vekja at­hygli á okk­ur því við erum með allt eins og það á að vera. Rakn­ingu á bíl­um og allt tölvu­tengt, hvenær menn setja mæl­inn á og hvaða gjaldi þeir keyra á. Það er allt sam­an inn í tölvu og allt rekj­an­legt,“ seg­ir Krist­inn.

Ekki lent í útistöðum við aðra bíl­stjóra

Hann seg­ir að leigu­bílaþjón­usta á land­inu hafi versnað eft­ir að laga­breyt­ing um leigu­bíla­akst­ur tók gildi 1. apríl 2023. Hann hvet­ur því ráðamenn til að end­ur­skoða lög­gjöf­ina.

Hafa leigu­bíl­stjór­ar á ykk­ar veg­um lent í útistöðum við aðra leigu­bíl­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli?

„Nei við höf­um ekk­ert verið að lenda í því vegna þess að við eig­um nán­ast enga bíla þarna upp frá. Þetta eru eig­in­lega allt bíl­ar frá Reykja­vík,“ seg­ir hann.

mbl.is